Sá fræjum með nýrri námsbraut í sviðslistum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. febrúar 2020 13:35 Frá vinstri: Vala Fannell verkefnastjóri, Þuríður Helga Kristjánsdóttir framkvæmdarstjóri Menningarfélag Akureyrar, Jón Már Héðinsson skólameistari MA, Marta Nordal leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar og Alma Oddgeirsdóttir áfangastjóri MA. MAK/Auðunn Níelsson Nemendum Menntaskólans á Akureyri mun eftir ár standa til boða nám í sviðslistum. Leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar segir samfélagið vaknað til vitundar um mikilvægi skapandi greina. Undirbúningur fyrir nýja námsbraut í Menntaskólanum á Akureyri, kjörnámsbraut með áherslu á sviðslistir, er hafinn. Vonir standa til að strax á næsta ári gefist nemendum kostur á sviðslistanáminu. Námsbrautin er sérstakt samstarfsverkefni M.A. og Leikfélags Akureyrar. Marta Nordal, leikhússtjóri, segir að í samfélagi örra tæknibreytinga, öðlist skapandi greinar jafnvel mikilvægari sess en áður. „Mér fannst þetta strax mjög spennandi af því við viljum teygja okkur út í samfélagið og hafa áhrif á yngra fólk, glæða áhuga þeirra á leikhúsi og auka fagmennsku og fagþekkingu. Við höfum verið í góðu samstarfi við M.A. hingað til þannig að við sáum mikið tækifæri. Þetta yrði þá í fyrsta skiptið sem leikhús kemur beint að svona braut. Það er búið að setja á laggirnar tvær svona brautir í Reykjavík; í Garðabæ og Borgarholtsskóla. Það er þessi þróun sem er búin að eiga sér stað núna á undanförnum árum að fólk er að átta sig á því hvað skapandi hugsun hefur mikil áhrif og skiptir miklu máli.“ Áhersla verður meðal annars lögð á leiklist, dans, tónlist, tækni og hönnun. Vala Fannell, er verkefnastjóri brautarinnar en hún verður líka áfram starfsmaður L.A. „Hún var okkar fyrsti kostur en hún hefur verið að vinna mikið í slíku, í listkennslu og að kenna í leiklistaskóla Leikfélags Akureyrar og er leikstjóri og hefur mikinn áhuga á þessu þannig að hún var fengin í verkið og hún hefur verið að móta deildina með þeim í MA. Það sem við sáum í þessu var líka að geta nýtt sér þekkingu leikhússins. Það sem er svo skemmtilegt er að geta tengt hið praktíska við námið.“ Gæti þetta ekki haft gagnverkandi áhrif? Gætu ekki sprottið upp úr þessu námi sviðslistafólk framtíðarinnar? „Jú, alveg klárlega. Þarna erum við að sá fræjum; að glæða áhugann. Og fólk sem hugsanlega fer að leggja þetta fyrir sig mun átta sig á því að svo margt er felst í leikhúsinu. Þú getur farið í svo margar áttir innan leikhússins, ég er viss um að margt fólk sem hugsanlega hefði kannski farið úr bænum til að fara í menntaskóla annars staðar eða hefur þröngar hugmyndir um hvað leikhús er, þá opnast gáttir. Hugsanlega gæti þetta fólk átt heima í leikhúsinu,“ segir Marta. Hún kveðst sannfærð um að samstarfið við M.A. muni hafa gagnverkandi áhrif og að ávinningur þess sé mikill fyrir báðar stofnanir. Bæði áhorfendur og listamenn framtíðarinnar muni spretta úr náminu. Akureyri Menning Skóla - og menntamál Mest lesið Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Erlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Innlent Álag vegna ölvunar og ofbeldis og tvö tilfelli vegna flugeldaslysa Innlent Fleiri fréttir Engin umferðarljós og bara tvö hringtorg í Rangárþingi ytra „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Mengun margfalt yfir heilsuverndarmörkum en varði skemur en óttast var Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Stunguárás og álag á bráðamóttöku vegna ofbeldismála Álag vegna ölvunar og ofbeldis og tvö tilfelli vegna flugeldaslysa Auðun hættur hjá K100 eftir átta ár Ástand mannsins mjög alvarlegt Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Sjá meira
Nemendum Menntaskólans á Akureyri mun eftir ár standa til boða nám í sviðslistum. Leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar segir samfélagið vaknað til vitundar um mikilvægi skapandi greina. Undirbúningur fyrir nýja námsbraut í Menntaskólanum á Akureyri, kjörnámsbraut með áherslu á sviðslistir, er hafinn. Vonir standa til að strax á næsta ári gefist nemendum kostur á sviðslistanáminu. Námsbrautin er sérstakt samstarfsverkefni M.A. og Leikfélags Akureyrar. Marta Nordal, leikhússtjóri, segir að í samfélagi örra tæknibreytinga, öðlist skapandi greinar jafnvel mikilvægari sess en áður. „Mér fannst þetta strax mjög spennandi af því við viljum teygja okkur út í samfélagið og hafa áhrif á yngra fólk, glæða áhuga þeirra á leikhúsi og auka fagmennsku og fagþekkingu. Við höfum verið í góðu samstarfi við M.A. hingað til þannig að við sáum mikið tækifæri. Þetta yrði þá í fyrsta skiptið sem leikhús kemur beint að svona braut. Það er búið að setja á laggirnar tvær svona brautir í Reykjavík; í Garðabæ og Borgarholtsskóla. Það er þessi þróun sem er búin að eiga sér stað núna á undanförnum árum að fólk er að átta sig á því hvað skapandi hugsun hefur mikil áhrif og skiptir miklu máli.“ Áhersla verður meðal annars lögð á leiklist, dans, tónlist, tækni og hönnun. Vala Fannell, er verkefnastjóri brautarinnar en hún verður líka áfram starfsmaður L.A. „Hún var okkar fyrsti kostur en hún hefur verið að vinna mikið í slíku, í listkennslu og að kenna í leiklistaskóla Leikfélags Akureyrar og er leikstjóri og hefur mikinn áhuga á þessu þannig að hún var fengin í verkið og hún hefur verið að móta deildina með þeim í MA. Það sem við sáum í þessu var líka að geta nýtt sér þekkingu leikhússins. Það sem er svo skemmtilegt er að geta tengt hið praktíska við námið.“ Gæti þetta ekki haft gagnverkandi áhrif? Gætu ekki sprottið upp úr þessu námi sviðslistafólk framtíðarinnar? „Jú, alveg klárlega. Þarna erum við að sá fræjum; að glæða áhugann. Og fólk sem hugsanlega fer að leggja þetta fyrir sig mun átta sig á því að svo margt er felst í leikhúsinu. Þú getur farið í svo margar áttir innan leikhússins, ég er viss um að margt fólk sem hugsanlega hefði kannski farið úr bænum til að fara í menntaskóla annars staðar eða hefur þröngar hugmyndir um hvað leikhús er, þá opnast gáttir. Hugsanlega gæti þetta fólk átt heima í leikhúsinu,“ segir Marta. Hún kveðst sannfærð um að samstarfið við M.A. muni hafa gagnverkandi áhrif og að ávinningur þess sé mikill fyrir báðar stofnanir. Bæði áhorfendur og listamenn framtíðarinnar muni spretta úr náminu.
Akureyri Menning Skóla - og menntamál Mest lesið Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Erlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Innlent Álag vegna ölvunar og ofbeldis og tvö tilfelli vegna flugeldaslysa Innlent Fleiri fréttir Engin umferðarljós og bara tvö hringtorg í Rangárþingi ytra „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Mengun margfalt yfir heilsuverndarmörkum en varði skemur en óttast var Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Stunguárás og álag á bráðamóttöku vegna ofbeldismála Álag vegna ölvunar og ofbeldis og tvö tilfelli vegna flugeldaslysa Auðun hættur hjá K100 eftir átta ár Ástand mannsins mjög alvarlegt Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Sjá meira