Talsmenn nýsköpunar á tyllidögum Tryggvi Másson skrifar 19. febrúar 2020 09:00 Í síðustu viku bárust þau tíðindi að raunverulegur möguleiki væri á því að álver Rio Tinto í Straumsvík myndi loka varanlega sínum dyrum. Ljóst er að ef álverinu verður lokað munu að minnsta kosti 500 manns missa störf sín, 3.300 GWh verða framleidd af ónýttu rafmagni árlega og mikil verðmæti glatast. Þá fjárfesti fyrirtækið tugum milljarða síðastliðinn áratug í nýsköpun sem skilaði sér í bættum ferlum, auknum gæðum og verðmætari vöru. Efnahagslegu áhrifin eru því talsverð. Í kjölfar fregnanna hafa sprottið upp hugmyndir um aukna ylrækt, rafmagn fyrir borgarlínu og aukinn útflutningur hugvits í stað álversins. Líkt og verðmæta- og nýsköpun sé krani sem hægt er að skrúfa frá og fyrir eftir þörfum. Þess væri óskandi. Áhugi Íslendinga á nýsköpun í skjóli áskorana í efnahagslífinu er ekki einsdæmi. Nægir að spóla nokkur ár aftur í tímann þegar leiðin upp úr síðustu efnahagslægð átti að vera byggð á útflutningi hugvitsdrifinnar nýsköpunar fremur en nýtingu náttúruauðlinda. Raunin varð önnur. Sem betur fer kom óvæntur vöxtur ferðaþjónustunnar kom þjóðinni til bjargar. Þegar kreppir að í íslensku efnahagslífi eignast nýsköpun sem sagt marga talsmenn. Þess á milli sefa þær atvinnugreinar sem drífa áfram hagvöxtinn hverju sinni þennan mikla áhuga. Raunin er hins vegar sú að nýsköpun á sér stað óháð hagsveiflu og þvert á atvinnugreinar. Nýsköpun á sér stað í aldargömlum fyrirtækjum sem og glænýjum nýsköpunarfyrirtækjum. Nýsköpun er drifin áfram af hugmyndum einstaklinga sama hvar þeir starfa og til að þessar hugmyndir fái að blómstra er nauðsynlegt að plægja akurinn og vökva hann reglulega. Það er afar ánægjulegt að stjórnvöld hafi markað nýsköpunarstefnu í fyrsta sinn, en hún hefur það að markmiði að innvinkla hugarfar nýsköpunar inn í íslenskt samfélag og að nýsköpun verði stöðugt viðfangsefni samfélagsins alls. Þar er kynnt til sögunnar hugtakið nýsköpunarhæfni, þ.e.a.s. geta samfélagsins til þess að leiða fram góðar hugmyndir og veita þeim frjósaman jarðveg. Það er kjarni máls. Skapa þarf hér umgjörð og umhverfi sem hvetur til nýsköpunar á öllum sviðum samfélagsins og hjálpar þeim að blómstra. Nýsköpun er nefnilega ekki aðeins nauðsynleg til að takast á við áskoranir samtímans heldur einnig áskoranir framtíðar. Ef samfélagið ætlar sér að takast á við breytta aldursamsetningu þjóðarinnar, skuldbindingar Íslands um aðgerðir í loftlagsmálum og hraðar tæknibreytingar án þess að fórna þeim lífsgæðum sem við búum við hér á landi verður að skapa nýjar lausnir og ný verðmæti. Síðustu áratugi hefur samfélagið getað treyst á einstakar atvinnugreinar til að drífa áfram verðmætasköpun þjóðarinnar. Þegar undirstöður þeirra bogna eða bresta þá á nýsköpunin að hlaupa í skarðið. Nýsköpun er ekki varaaflstöð verðmætasköpunar sem hægt er að setja í gang þegar eitthvað brestur, heldur grundvallarstoð hennar. Þetta á að vera öllum hugfast, alltaf, en ekki aðeins á tyllidögum. Það er ekki alltaf hægt að treysta á næsta hvalreka. Það er nefnilega alls ekki víst að hann komi. Höfundur er sérfræðingur á efnahagssviði Samtaka atvinnulífsins. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm . Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Efnahagsmál Hafnarfjörður Nýsköpun Rómur Mest lesið Halldór 26.04.2025 Halldór Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Sjá meira
Í síðustu viku bárust þau tíðindi að raunverulegur möguleiki væri á því að álver Rio Tinto í Straumsvík myndi loka varanlega sínum dyrum. Ljóst er að ef álverinu verður lokað munu að minnsta kosti 500 manns missa störf sín, 3.300 GWh verða framleidd af ónýttu rafmagni árlega og mikil verðmæti glatast. Þá fjárfesti fyrirtækið tugum milljarða síðastliðinn áratug í nýsköpun sem skilaði sér í bættum ferlum, auknum gæðum og verðmætari vöru. Efnahagslegu áhrifin eru því talsverð. Í kjölfar fregnanna hafa sprottið upp hugmyndir um aukna ylrækt, rafmagn fyrir borgarlínu og aukinn útflutningur hugvits í stað álversins. Líkt og verðmæta- og nýsköpun sé krani sem hægt er að skrúfa frá og fyrir eftir þörfum. Þess væri óskandi. Áhugi Íslendinga á nýsköpun í skjóli áskorana í efnahagslífinu er ekki einsdæmi. Nægir að spóla nokkur ár aftur í tímann þegar leiðin upp úr síðustu efnahagslægð átti að vera byggð á útflutningi hugvitsdrifinnar nýsköpunar fremur en nýtingu náttúruauðlinda. Raunin varð önnur. Sem betur fer kom óvæntur vöxtur ferðaþjónustunnar kom þjóðinni til bjargar. Þegar kreppir að í íslensku efnahagslífi eignast nýsköpun sem sagt marga talsmenn. Þess á milli sefa þær atvinnugreinar sem drífa áfram hagvöxtinn hverju sinni þennan mikla áhuga. Raunin er hins vegar sú að nýsköpun á sér stað óháð hagsveiflu og þvert á atvinnugreinar. Nýsköpun á sér stað í aldargömlum fyrirtækjum sem og glænýjum nýsköpunarfyrirtækjum. Nýsköpun er drifin áfram af hugmyndum einstaklinga sama hvar þeir starfa og til að þessar hugmyndir fái að blómstra er nauðsynlegt að plægja akurinn og vökva hann reglulega. Það er afar ánægjulegt að stjórnvöld hafi markað nýsköpunarstefnu í fyrsta sinn, en hún hefur það að markmiði að innvinkla hugarfar nýsköpunar inn í íslenskt samfélag og að nýsköpun verði stöðugt viðfangsefni samfélagsins alls. Þar er kynnt til sögunnar hugtakið nýsköpunarhæfni, þ.e.a.s. geta samfélagsins til þess að leiða fram góðar hugmyndir og veita þeim frjósaman jarðveg. Það er kjarni máls. Skapa þarf hér umgjörð og umhverfi sem hvetur til nýsköpunar á öllum sviðum samfélagsins og hjálpar þeim að blómstra. Nýsköpun er nefnilega ekki aðeins nauðsynleg til að takast á við áskoranir samtímans heldur einnig áskoranir framtíðar. Ef samfélagið ætlar sér að takast á við breytta aldursamsetningu þjóðarinnar, skuldbindingar Íslands um aðgerðir í loftlagsmálum og hraðar tæknibreytingar án þess að fórna þeim lífsgæðum sem við búum við hér á landi verður að skapa nýjar lausnir og ný verðmæti. Síðustu áratugi hefur samfélagið getað treyst á einstakar atvinnugreinar til að drífa áfram verðmætasköpun þjóðarinnar. Þegar undirstöður þeirra bogna eða bresta þá á nýsköpunin að hlaupa í skarðið. Nýsköpun er ekki varaaflstöð verðmætasköpunar sem hægt er að setja í gang þegar eitthvað brestur, heldur grundvallarstoð hennar. Þetta á að vera öllum hugfast, alltaf, en ekki aðeins á tyllidögum. Það er ekki alltaf hægt að treysta á næsta hvalreka. Það er nefnilega alls ekki víst að hann komi. Höfundur er sérfræðingur á efnahagssviði Samtaka atvinnulífsins. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm . Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar