Reynir meira á eftir því sem lengra líður á verkfallið Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 19. febrúar 2020 12:47 Regína Ástvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Vísir/Vilhelm Samninganefndir Reykjavíkurborgar og Eflingar koma saman til fundar klukkan eitt í dag. Sviðstjóri velferðarsviðs borgarinnar segir stöðuna verða erfiðari eftir því sem lengra líður á verkfallið en staðan sé metin dag frá degi. Atkvæðagreiðslu BSRB um verkfallsaðgerðir líkur í dag. Efling gerði Reykjavíkurborg tilboð á fundi hjá ríkissáttasemjara í gær en trúnaður ríkir um innihald tilboðs.Sjá einnig: „Ég væri til í að sjá þau vinna þessa vinnu og fá þessi laun“ Í dag er þriðji dagurinn í ótímabundnu verkfalli félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg. Regína Ástvaldsdóttir, sviðstjóri velferðarsviðs borgarinnar, segir stöðuna krefjandi. „Þegar við erum ekki með þrif inni á heimilum, til dæmis hjá eldri borgurum og hjá fötluðum einstaklingum þá mun það auðvitað fara að hafa áhrif þegar það eru komnir fleiri en einn eða tveir dagar,“ segir Regína. Það muni um þær undanþágur sem fengist hafa vegna þjónustu við viðkvæmustu hópana. „Við höfum heldur ekki getað verið með baðþjónustu eins og við erum með hefðbundið en höfum þó fengið undanþágu, eins og inni á hjúkrunarheimilum, fyrir böðum.“ Af 450 stöðugildum og 700 starfsmönnum sviðsins sem eru í Eflingu hafa verið veittar undanþágur fyrir um 300 stöðugildum. „Það skiptir mjög miklu máli núna þegar verkfallið er að dragast á langinn þá fara að koma í ljós meiri og meiri vandamál og við skoðum stöðuna auðvitað með okkar forstöðumönnum á hverjum einasta degi,“ segir Regína. Verkfallið bitni á um 1300 þjónustunotendum á velferðarsviði, að teknu tilliti til undanþága. Þá sé álagið mikið á annað starfsfólk. „Við höfum áhyggjur af því að það reyni á þá sem eru til staðar en við reynum hins vegar að gæta mjög vel að þeim og forstöðumenn eru alltaf á vaktinni og hlaupa til ef svo ber undir.“ Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Samninganefndir Reykjavíkurborgar og Eflingar koma saman til fundar klukkan eitt í dag. Sviðstjóri velferðarsviðs borgarinnar segir stöðuna verða erfiðari eftir því sem lengra líður á verkfallið en staðan sé metin dag frá degi. Atkvæðagreiðslu BSRB um verkfallsaðgerðir líkur í dag. Efling gerði Reykjavíkurborg tilboð á fundi hjá ríkissáttasemjara í gær en trúnaður ríkir um innihald tilboðs.Sjá einnig: „Ég væri til í að sjá þau vinna þessa vinnu og fá þessi laun“ Í dag er þriðji dagurinn í ótímabundnu verkfalli félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg. Regína Ástvaldsdóttir, sviðstjóri velferðarsviðs borgarinnar, segir stöðuna krefjandi. „Þegar við erum ekki með þrif inni á heimilum, til dæmis hjá eldri borgurum og hjá fötluðum einstaklingum þá mun það auðvitað fara að hafa áhrif þegar það eru komnir fleiri en einn eða tveir dagar,“ segir Regína. Það muni um þær undanþágur sem fengist hafa vegna þjónustu við viðkvæmustu hópana. „Við höfum heldur ekki getað verið með baðþjónustu eins og við erum með hefðbundið en höfum þó fengið undanþágu, eins og inni á hjúkrunarheimilum, fyrir böðum.“ Af 450 stöðugildum og 700 starfsmönnum sviðsins sem eru í Eflingu hafa verið veittar undanþágur fyrir um 300 stöðugildum. „Það skiptir mjög miklu máli núna þegar verkfallið er að dragast á langinn þá fara að koma í ljós meiri og meiri vandamál og við skoðum stöðuna auðvitað með okkar forstöðumönnum á hverjum einasta degi,“ segir Regína. Verkfallið bitni á um 1300 þjónustunotendum á velferðarsviði, að teknu tilliti til undanþága. Þá sé álagið mikið á annað starfsfólk. „Við höfum áhyggjur af því að það reyni á þá sem eru til staðar en við reynum hins vegar að gæta mjög vel að þeim og forstöðumenn eru alltaf á vaktinni og hlaupa til ef svo ber undir.“
Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira