Reynir meira á eftir því sem lengra líður á verkfallið Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 19. febrúar 2020 12:47 Regína Ástvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Vísir/Vilhelm Samninganefndir Reykjavíkurborgar og Eflingar koma saman til fundar klukkan eitt í dag. Sviðstjóri velferðarsviðs borgarinnar segir stöðuna verða erfiðari eftir því sem lengra líður á verkfallið en staðan sé metin dag frá degi. Atkvæðagreiðslu BSRB um verkfallsaðgerðir líkur í dag. Efling gerði Reykjavíkurborg tilboð á fundi hjá ríkissáttasemjara í gær en trúnaður ríkir um innihald tilboðs.Sjá einnig: „Ég væri til í að sjá þau vinna þessa vinnu og fá þessi laun“ Í dag er þriðji dagurinn í ótímabundnu verkfalli félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg. Regína Ástvaldsdóttir, sviðstjóri velferðarsviðs borgarinnar, segir stöðuna krefjandi. „Þegar við erum ekki með þrif inni á heimilum, til dæmis hjá eldri borgurum og hjá fötluðum einstaklingum þá mun það auðvitað fara að hafa áhrif þegar það eru komnir fleiri en einn eða tveir dagar,“ segir Regína. Það muni um þær undanþágur sem fengist hafa vegna þjónustu við viðkvæmustu hópana. „Við höfum heldur ekki getað verið með baðþjónustu eins og við erum með hefðbundið en höfum þó fengið undanþágu, eins og inni á hjúkrunarheimilum, fyrir böðum.“ Af 450 stöðugildum og 700 starfsmönnum sviðsins sem eru í Eflingu hafa verið veittar undanþágur fyrir um 300 stöðugildum. „Það skiptir mjög miklu máli núna þegar verkfallið er að dragast á langinn þá fara að koma í ljós meiri og meiri vandamál og við skoðum stöðuna auðvitað með okkar forstöðumönnum á hverjum einasta degi,“ segir Regína. Verkfallið bitni á um 1300 þjónustunotendum á velferðarsviði, að teknu tilliti til undanþága. Þá sé álagið mikið á annað starfsfólk. „Við höfum áhyggjur af því að það reyni á þá sem eru til staðar en við reynum hins vegar að gæta mjög vel að þeim og forstöðumenn eru alltaf á vaktinni og hlaupa til ef svo ber undir.“ Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Samninganefndir Reykjavíkurborgar og Eflingar koma saman til fundar klukkan eitt í dag. Sviðstjóri velferðarsviðs borgarinnar segir stöðuna verða erfiðari eftir því sem lengra líður á verkfallið en staðan sé metin dag frá degi. Atkvæðagreiðslu BSRB um verkfallsaðgerðir líkur í dag. Efling gerði Reykjavíkurborg tilboð á fundi hjá ríkissáttasemjara í gær en trúnaður ríkir um innihald tilboðs.Sjá einnig: „Ég væri til í að sjá þau vinna þessa vinnu og fá þessi laun“ Í dag er þriðji dagurinn í ótímabundnu verkfalli félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg. Regína Ástvaldsdóttir, sviðstjóri velferðarsviðs borgarinnar, segir stöðuna krefjandi. „Þegar við erum ekki með þrif inni á heimilum, til dæmis hjá eldri borgurum og hjá fötluðum einstaklingum þá mun það auðvitað fara að hafa áhrif þegar það eru komnir fleiri en einn eða tveir dagar,“ segir Regína. Það muni um þær undanþágur sem fengist hafa vegna þjónustu við viðkvæmustu hópana. „Við höfum heldur ekki getað verið með baðþjónustu eins og við erum með hefðbundið en höfum þó fengið undanþágu, eins og inni á hjúkrunarheimilum, fyrir böðum.“ Af 450 stöðugildum og 700 starfsmönnum sviðsins sem eru í Eflingu hafa verið veittar undanþágur fyrir um 300 stöðugildum. „Það skiptir mjög miklu máli núna þegar verkfallið er að dragast á langinn þá fara að koma í ljós meiri og meiri vandamál og við skoðum stöðuna auðvitað með okkar forstöðumönnum á hverjum einasta degi,“ segir Regína. Verkfallið bitni á um 1300 þjónustunotendum á velferðarsviði, að teknu tilliti til undanþága. Þá sé álagið mikið á annað starfsfólk. „Við höfum áhyggjur af því að það reyni á þá sem eru til staðar en við reynum hins vegar að gæta mjög vel að þeim og forstöðumenn eru alltaf á vaktinni og hlaupa til ef svo ber undir.“
Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira