Níu fluttir á sjúkrahús eftir að nokkrir bílar lentu saman í Melasveit Jóhann K. Jóhannsson skrifar 19. febrúar 2020 20:33 Þrír sjúkrabílar með níu manns úr slysinu eru komnir á sjúkrahúsið á Akranesi þar sem fólkið er til skoðunar. Mynd/Aðsend Hópslysaáætlun á Vesturlandi hefur verið virkjuð eftir að nokkrir bílar lentu saman á Vesturlandsvegi við Geldingaá í Melasveit á milli Borgarness og Akraness, sunnan við Hafnarfjall, nú á níunda tímanum. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu eiga þrettán manns hlut að máli og ekki hafa fengist upplýsingar um hve alvarleg meiðsli þeirra eru. Rögnvaldur Ólafsson, aðalvarstjóri hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, staðfestir að slysið hafi átt sér stað, að þrír til fjórir bílar hafi lent saman, og að hópslysaáætlun á Vesturlandi hafi verið virkjuð. Viðbragðsaðilar séu nýkomnir á staðinn og verið sé að reyna ná utan um aðstæður á vettvangi. Rögnvaldur segir afleitt veður á vettvangi, hríðarveður og lítið skyggni. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur Vesturlandsvegi á þessum slóðum verið lokað vegna slyssins. Uppfært kl. 20.55Fjórir fólksbílar lentu saman á Vesturlandsvegi í Melasveit. Gísli Björnsson, yfirmaður sjúkraflutninga á Vesturlandi segir í samtali við fréttastofu að áreksturinn hafi verið ansi harður en til allrar mildi hafi enginn slasast alvarlega. Til að mynda hafi ekki þurft að beita klippum til að ná fólki út úr bílunum. Þrír sjúkrabílar frá Akranesi og einn frá Borgarnesi voru sendir á vettvang auk lögreglu. Gísli segir að þrettán manns hafi verið í bílunum fjórum þar af fjögur börn. Níu hafi verið fluttir með sjúkrabílum til skoðunar á sjúkrahúsinu á Akranesi en hinir fjórir, sem reyndust óslasaðir, þáðu far með sjúkrabíl í Borgarnes. Gísli segir að veðrið á vettvangi hafi verið leiðinlegt. Hríðarbylur. Lögregla hefur tildrög slyssins til rannsóknar. Uppfært klukkan 21:39 Lögreglan á Vesturlandi sendi frá sér yfirlýsingu á Facebook þar sem hún staðfesti að fjögurra bíla árekstur hefði orðið í Melasveit við Geldingaá. Þrettán hafi verið í bílunum og þar af þrjú börn. Mikil hálka hafi verið á slysstað og skyggni lélegt. Meiðsli hafi verið minniháttar. Níu hafi verið fluttir til skoðunar á sjúkrahúsið á Akranesi. Akranes Borgarbyggð Lögreglumál Samgönguslys Sjúkraflutningar Slökkvilið Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Erlent Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Sex í haldi vegna gruns um manndráp Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Sjá meira
Hópslysaáætlun á Vesturlandi hefur verið virkjuð eftir að nokkrir bílar lentu saman á Vesturlandsvegi við Geldingaá í Melasveit á milli Borgarness og Akraness, sunnan við Hafnarfjall, nú á níunda tímanum. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu eiga þrettán manns hlut að máli og ekki hafa fengist upplýsingar um hve alvarleg meiðsli þeirra eru. Rögnvaldur Ólafsson, aðalvarstjóri hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, staðfestir að slysið hafi átt sér stað, að þrír til fjórir bílar hafi lent saman, og að hópslysaáætlun á Vesturlandi hafi verið virkjuð. Viðbragðsaðilar séu nýkomnir á staðinn og verið sé að reyna ná utan um aðstæður á vettvangi. Rögnvaldur segir afleitt veður á vettvangi, hríðarveður og lítið skyggni. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur Vesturlandsvegi á þessum slóðum verið lokað vegna slyssins. Uppfært kl. 20.55Fjórir fólksbílar lentu saman á Vesturlandsvegi í Melasveit. Gísli Björnsson, yfirmaður sjúkraflutninga á Vesturlandi segir í samtali við fréttastofu að áreksturinn hafi verið ansi harður en til allrar mildi hafi enginn slasast alvarlega. Til að mynda hafi ekki þurft að beita klippum til að ná fólki út úr bílunum. Þrír sjúkrabílar frá Akranesi og einn frá Borgarnesi voru sendir á vettvang auk lögreglu. Gísli segir að þrettán manns hafi verið í bílunum fjórum þar af fjögur börn. Níu hafi verið fluttir með sjúkrabílum til skoðunar á sjúkrahúsinu á Akranesi en hinir fjórir, sem reyndust óslasaðir, þáðu far með sjúkrabíl í Borgarnes. Gísli segir að veðrið á vettvangi hafi verið leiðinlegt. Hríðarbylur. Lögregla hefur tildrög slyssins til rannsóknar. Uppfært klukkan 21:39 Lögreglan á Vesturlandi sendi frá sér yfirlýsingu á Facebook þar sem hún staðfesti að fjögurra bíla árekstur hefði orðið í Melasveit við Geldingaá. Þrettán hafi verið í bílunum og þar af þrjú börn. Mikil hálka hafi verið á slysstað og skyggni lélegt. Meiðsli hafi verið minniháttar. Níu hafi verið fluttir til skoðunar á sjúkrahúsið á Akranesi.
Akranes Borgarbyggð Lögreglumál Samgönguslys Sjúkraflutningar Slökkvilið Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Erlent Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Sex í haldi vegna gruns um manndráp Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Sjá meira