Meistaradeildarævintýri Söru með Lyon í beinni á Stöð 2 Sport Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. ágúst 2020 15:30 Sara Björk Gunnarsdóttir er þegar búin að vinna titil með Lyon en hún varð franskur bikarmeistari á dögunum. Hér er mynd af henni með bikarinn sem Sara setti inn á Instagram síðuna sína. Mynd/Instagram Stöð 2 Sport hefur tryggt sér sýningarréttinn að Meistaradeild Evrópu kvenna frá og með átta liða úrslitunum. Allir sjö leikirnir sem eftir eru verða sýndir beint. Átta lið eru eftir í Meistaradeild Evrópu og líkt og hjá körlunum verður úrslitakeppnin kláruð á rúmri viku. Allir leikirnir fara fram í Baskalandi á Norður Spáni en spilað verður á heimavöllum spænsku úrvalsdeildarliðanna Athletic Bilbao (San Mamés) og Real Sociedad (Anoeta leikvangurinn). Við Íslendingar eigum mjög flottan fulltrúa í lokaúrslitum Meistaradeildarinnar í ár því landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir gekk nýverið til liðs við Evrópumeistara Olympique Lyon. Lyon-liðið hefur unnið Meistaradeildina undanfarin fjögur ár. #UWCL quarter-final @OLfeminin outdid @VfLWob_Frauen at this stage last year - will it be a repeat against @FCBfrauen in Bilbao on Saturday? pic.twitter.com/209DX8Pp0r— #UWCL (@UWCL) August 17, 2020 Átta liða úrslitin fara fram föstudaginn 21. ágúst og laugardaginn 22. ágúst. Undanúrslitaleikirnir verða spilaðir 25. og 26. ágúst og úrslitaleikur Meistaradeildarinnar í ár fer síðan fram sunnudaginn 30. ágúst næstkomandi. Olympique Lyon mætir þýska liðinu Bayern München í átta liða úrslitunum laugardaginn 22. ágúst og vinni liðið leikinn spila Sara Björk og félagar við Arsenal eða Paris Saint-Germain í undanúrslitunum miðvikudaginn 26. ágúst. Á hinum vængjum berjast síðan Atlético Madrid, Barcelona, Glasgow City og Wolfsburg um hitt sætið í úrslitaleiknum. The #UWCL quarter-final schedule was confirmed today - and we now have kick-off times The full list https://t.co/GtD8s1nFtk pic.twitter.com/M2QzaFWW2N— #UWCL (@UWCL) June 26, 2020 Olympique Lyon hefur unnið Meistaradeild kvenna undanfarin fjögur ár. Liðið vann Barcelona 4-1 í úrslitaleiknum í fyrra, Wolfsburg 4-1 í framlengingu í úrslitaleiknum 2018, Paris Saint-Germain 7-6 í vítakeppni 2017 og svo Wolfsburg 4-3 í vítakeppni í úrslitaleiknum 2016. Síðasta liðið til að vinna Meistaradeildina á undan Lyon var þýska liðið Frankfurt sem vann úrslitaleikinn árið 2015. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Fleiri fréttir Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Sjá meira
Stöð 2 Sport hefur tryggt sér sýningarréttinn að Meistaradeild Evrópu kvenna frá og með átta liða úrslitunum. Allir sjö leikirnir sem eftir eru verða sýndir beint. Átta lið eru eftir í Meistaradeild Evrópu og líkt og hjá körlunum verður úrslitakeppnin kláruð á rúmri viku. Allir leikirnir fara fram í Baskalandi á Norður Spáni en spilað verður á heimavöllum spænsku úrvalsdeildarliðanna Athletic Bilbao (San Mamés) og Real Sociedad (Anoeta leikvangurinn). Við Íslendingar eigum mjög flottan fulltrúa í lokaúrslitum Meistaradeildarinnar í ár því landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir gekk nýverið til liðs við Evrópumeistara Olympique Lyon. Lyon-liðið hefur unnið Meistaradeildina undanfarin fjögur ár. #UWCL quarter-final @OLfeminin outdid @VfLWob_Frauen at this stage last year - will it be a repeat against @FCBfrauen in Bilbao on Saturday? pic.twitter.com/209DX8Pp0r— #UWCL (@UWCL) August 17, 2020 Átta liða úrslitin fara fram föstudaginn 21. ágúst og laugardaginn 22. ágúst. Undanúrslitaleikirnir verða spilaðir 25. og 26. ágúst og úrslitaleikur Meistaradeildarinnar í ár fer síðan fram sunnudaginn 30. ágúst næstkomandi. Olympique Lyon mætir þýska liðinu Bayern München í átta liða úrslitunum laugardaginn 22. ágúst og vinni liðið leikinn spila Sara Björk og félagar við Arsenal eða Paris Saint-Germain í undanúrslitunum miðvikudaginn 26. ágúst. Á hinum vængjum berjast síðan Atlético Madrid, Barcelona, Glasgow City og Wolfsburg um hitt sætið í úrslitaleiknum. The #UWCL quarter-final schedule was confirmed today - and we now have kick-off times The full list https://t.co/GtD8s1nFtk pic.twitter.com/M2QzaFWW2N— #UWCL (@UWCL) June 26, 2020 Olympique Lyon hefur unnið Meistaradeild kvenna undanfarin fjögur ár. Liðið vann Barcelona 4-1 í úrslitaleiknum í fyrra, Wolfsburg 4-1 í framlengingu í úrslitaleiknum 2018, Paris Saint-Germain 7-6 í vítakeppni 2017 og svo Wolfsburg 4-3 í vítakeppni í úrslitaleiknum 2016. Síðasta liðið til að vinna Meistaradeildina á undan Lyon var þýska liðið Frankfurt sem vann úrslitaleikinn árið 2015.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Fleiri fréttir Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Sjá meira