Tveir menn ákærðir fyrir áratugagamalt morðið á Jam Master Jay Samúel Karl Ólason skrifar 18. ágúst 2020 08:03 Jam Master Jay er hér til hægri á myndinni sem tekin var á Grammy verðlaunahátíðinni árið 1988. Í miðunni er Darryl „DMC“ McDaniels og Joseph „Run“ Simmons er lengst til vinstri. Saman mynduðu þeir hljómsveitina Run-DMC. AP/Mark Lennihan Saksóknarar í New York í Bandaríkjunum hafa ákært tvo menn fyrir morðið á listamanninum víðfræga, Jam Master Jay, úr Run-DMC. Hann var myrtur árið 2002 og hafa morðingjar hans aldrei fundist. Saksóknarar segja nú að Jay, plötusnúður og pródúsent, sem hét í raun Jason Mizell, hafi verið myrtur af tveimur mönnum úr hverfi hans. Þeir hafi setið fyrir honum vegna kókaínviðskipta. Mennirnir sem sagðir eru hafa myrt Jay eru Ronald Washington, sem er 56 ára gamall og situr í fangelsi fyrir fjölda rána sem hann framdi á flótta undan lögreglu eftir morðið, og Karl Jordan Jr. Sá er 36 ára gamall og hefur hann einnig verið ákærður fyrir að selja kókaín árið 2017. Saksóknarar segja, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar, að Washington hafi á þessum tíma búið með Jay og sofið á sófa hans. Hann og Jordan hafi myrt Jay eftir að sá síðastnefndi fór framhjá þeim í fíkniefnaviðskiptum sínum. Mennirnnir tveir eru sagðir hafa farið inn í upptökuver Jay. Þar hafi Washington þvingað fólk til að leggjast niður á meðan Jordan skaut Jay í höfuðið. Báðir voru grímuklæddir þegar morðið var framið. „Þeir myrtu hann í köldu blóði,“ sagði saksóknarinn Seth DuCharme á blaðamannafundi í gær. Jay myndaði hljómsveitina Run-DMC með Joseph „Run“ Simmons og Darryl „DMC“ McDaniel á níunda áratug síðustu aldar. Þeir urðu frægir fyrir lög eins og It's Tricky og Walk This Way, sem þeir gerðu með hljómsveitinni Aerosmith. Hljómsveitin spilaði ítrekað á tónleikum gegn fíkniefnaneyslu og var Jay þekktur fyrir opinbera andstöðu sína við fíkniefni. Nú segja saksóknarar þó að hann hafi flutt mikið magn af kókaíni til New York um árabil. Bandaríkin Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Saksóknarar í New York í Bandaríkjunum hafa ákært tvo menn fyrir morðið á listamanninum víðfræga, Jam Master Jay, úr Run-DMC. Hann var myrtur árið 2002 og hafa morðingjar hans aldrei fundist. Saksóknarar segja nú að Jay, plötusnúður og pródúsent, sem hét í raun Jason Mizell, hafi verið myrtur af tveimur mönnum úr hverfi hans. Þeir hafi setið fyrir honum vegna kókaínviðskipta. Mennirnir sem sagðir eru hafa myrt Jay eru Ronald Washington, sem er 56 ára gamall og situr í fangelsi fyrir fjölda rána sem hann framdi á flótta undan lögreglu eftir morðið, og Karl Jordan Jr. Sá er 36 ára gamall og hefur hann einnig verið ákærður fyrir að selja kókaín árið 2017. Saksóknarar segja, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar, að Washington hafi á þessum tíma búið með Jay og sofið á sófa hans. Hann og Jordan hafi myrt Jay eftir að sá síðastnefndi fór framhjá þeim í fíkniefnaviðskiptum sínum. Mennirnnir tveir eru sagðir hafa farið inn í upptökuver Jay. Þar hafi Washington þvingað fólk til að leggjast niður á meðan Jordan skaut Jay í höfuðið. Báðir voru grímuklæddir þegar morðið var framið. „Þeir myrtu hann í köldu blóði,“ sagði saksóknarinn Seth DuCharme á blaðamannafundi í gær. Jay myndaði hljómsveitina Run-DMC með Joseph „Run“ Simmons og Darryl „DMC“ McDaniel á níunda áratug síðustu aldar. Þeir urðu frægir fyrir lög eins og It's Tricky og Walk This Way, sem þeir gerðu með hljómsveitinni Aerosmith. Hljómsveitin spilaði ítrekað á tónleikum gegn fíkniefnaneyslu og var Jay þekktur fyrir opinbera andstöðu sína við fíkniefni. Nú segja saksóknarar þó að hann hafi flutt mikið magn af kókaíni til New York um árabil.
Bandaríkin Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira