„Það var eins og trukkur hefði keyrt á húsið okkar“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 1. febrúar 2020 19:00 Íbúum í Grindavík var verulega brugðið þegar stórir skjálftar riðu yfir í gærkvöldi. Síðasta sólarhring hafa meira en 700 jarðskjálftar mælst í grennd við bæinn, sá öflugasti 4,3 að stærð. Talið er að skjálftarnir séu afleiðingar landriss en ekki merki um gosóróa. Jarðskjálftavirknin í grennd við Grindavík jókst verulega í gærkvöldi en jarðskjalftahrina hófst á svæðinu þann 22. janúar. Um sex skjálftar yfir 3,0 að stærð hafa mælst síðasta sólarhringinn og voru stærstu skjálftarnir um 4 og 4,3 að stærð um klukkan tíu í gærkvöldi. „Þetta var sá snarpasti í þessari hrinu sem staðið hefur yfir í sex daga þannig við fundum óþyrmilega fyrir honum,“ segir Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík. Viðbrögð íbúa við skjálftunum séu misjöfn. „Eðlilega eru sumir áhyggjufullir og kvíðnir en aðrir líta svo á að þetta sé bara partur af því að búa hérna á þessu svæði,“ segir Fannar. Margir hafi verið viðbúnir enda jarðvísindamenn búnir að greina frá mögulegum skjálftum á svæðinu. Grettir Sigurjónsson, íbúi í Grindavík, segir að það hafi verið eins og trukkur hafi keyrt yfir húsið þegar skálftinn reið yfir. „Við vorum þarna fjölskyldan að horfa á sjónvarpið og börnin inn í herbergjum. Við fundum verulega fyrir honum og líka þeim sem komu á eftir,“ segir Grettir. Dóróthea Jónsdóttir, íbúi í Grindavík, tekur í sama streng. „Þeir voru mjög snarpir og stutt á milli. Manni var ekkert sama. Maður byrjar náttúrulega að fara beint inn á símann til að skoða hvað hann var nálægt okkur og hvað hann var stór.“ „Ég fékk alveg fiðring í magann. Ég veit ekki hvort það er hræðsla eða óttaviðbrögð. En svo róast maður,“ segir Grettir. Ákveðið var að hafa opið hús í menningarhúsi Grindvíkinga um helgina til að íbúar gætu komið saman og rætt málin. Boðið var upp á kaffi og kökur, frítt var inn á sýningar og þá var boðið var upp á jógatíma fyrir þá sem vildu losa um spennu. Íbúar voru sammála um að bærinn væri að standa sig mjög vel. „Mér finnst frábært framtak að geta hisst hér. Hér prestur og bæjarstjórinn og Magnús Tumi ætlar að koma hér á eftir,“ segir Dóróthea. Þá búa um 400 hundruð Pólverjar í Grindavík og leggur bærinn allt kapp á að reyna ná til þeirra með upplýsingar. Unnið er að því að þýða upplýsingabæklinga á pólsku. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands hefur land risið um rúma fjóra sendimetra á svæðinu vestan við Þorbjörn. Skjálftarnir séu afleiðingar landris en ekki merki um gosóróa. Líklegast sé að jarðskjálftavirkninni ljúki án eldsumbrota. Þá hafa almannavarnir hafa brýnt fyrir íbúum að fara yfir heimili hvað varðar hættu á óstöðugum hlutum, eins og hillum eða munum sem geta fallið vegna jarðskjálfta. „Við vorum búin að ákveða að taka helgina í að taka saman þriggja daga birgðir og einmitt huga að þessu, þannig það var markmiðið með helginni,“ segir Grettir. Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Fleiri fréttir Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Sjá meira
Íbúum í Grindavík var verulega brugðið þegar stórir skjálftar riðu yfir í gærkvöldi. Síðasta sólarhring hafa meira en 700 jarðskjálftar mælst í grennd við bæinn, sá öflugasti 4,3 að stærð. Talið er að skjálftarnir séu afleiðingar landriss en ekki merki um gosóróa. Jarðskjálftavirknin í grennd við Grindavík jókst verulega í gærkvöldi en jarðskjalftahrina hófst á svæðinu þann 22. janúar. Um sex skjálftar yfir 3,0 að stærð hafa mælst síðasta sólarhringinn og voru stærstu skjálftarnir um 4 og 4,3 að stærð um klukkan tíu í gærkvöldi. „Þetta var sá snarpasti í þessari hrinu sem staðið hefur yfir í sex daga þannig við fundum óþyrmilega fyrir honum,“ segir Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík. Viðbrögð íbúa við skjálftunum séu misjöfn. „Eðlilega eru sumir áhyggjufullir og kvíðnir en aðrir líta svo á að þetta sé bara partur af því að búa hérna á þessu svæði,“ segir Fannar. Margir hafi verið viðbúnir enda jarðvísindamenn búnir að greina frá mögulegum skjálftum á svæðinu. Grettir Sigurjónsson, íbúi í Grindavík, segir að það hafi verið eins og trukkur hafi keyrt yfir húsið þegar skálftinn reið yfir. „Við vorum þarna fjölskyldan að horfa á sjónvarpið og börnin inn í herbergjum. Við fundum verulega fyrir honum og líka þeim sem komu á eftir,“ segir Grettir. Dóróthea Jónsdóttir, íbúi í Grindavík, tekur í sama streng. „Þeir voru mjög snarpir og stutt á milli. Manni var ekkert sama. Maður byrjar náttúrulega að fara beint inn á símann til að skoða hvað hann var nálægt okkur og hvað hann var stór.“ „Ég fékk alveg fiðring í magann. Ég veit ekki hvort það er hræðsla eða óttaviðbrögð. En svo róast maður,“ segir Grettir. Ákveðið var að hafa opið hús í menningarhúsi Grindvíkinga um helgina til að íbúar gætu komið saman og rætt málin. Boðið var upp á kaffi og kökur, frítt var inn á sýningar og þá var boðið var upp á jógatíma fyrir þá sem vildu losa um spennu. Íbúar voru sammála um að bærinn væri að standa sig mjög vel. „Mér finnst frábært framtak að geta hisst hér. Hér prestur og bæjarstjórinn og Magnús Tumi ætlar að koma hér á eftir,“ segir Dóróthea. Þá búa um 400 hundruð Pólverjar í Grindavík og leggur bærinn allt kapp á að reyna ná til þeirra með upplýsingar. Unnið er að því að þýða upplýsingabæklinga á pólsku. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands hefur land risið um rúma fjóra sendimetra á svæðinu vestan við Þorbjörn. Skjálftarnir séu afleiðingar landris en ekki merki um gosóróa. Líklegast sé að jarðskjálftavirkninni ljúki án eldsumbrota. Þá hafa almannavarnir hafa brýnt fyrir íbúum að fara yfir heimili hvað varðar hættu á óstöðugum hlutum, eins og hillum eða munum sem geta fallið vegna jarðskjálfta. „Við vorum búin að ákveða að taka helgina í að taka saman þriggja daga birgðir og einmitt huga að þessu, þannig það var markmiðið með helginni,“ segir Grettir.
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Fleiri fréttir Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Sjá meira