Umræðan um Wuhan-veiruna ekki stormur í vatnsglasi Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. febrúar 2020 13:13 Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir. Vísir/Baldur Hrafnkell Sóttvarnarlæknir segir umfjöllun um Wuhan-kórónaveiruna ekki vera storm í vatnsglasi. Hana verði að taka alvarlega og deildarstjóri almannavarna tekur í sama streng. Hótelstjóri segir útbreiðslu veirunnar hafa mikil áhrif á ferðaþjónustuna og ætla má að hún setji áform kínverskra flugfélaga í uppnám. Þrátt fyrir að engar vísbendingar séu uppi um að Wuhan-kórónaveiran sé komin hingað til lands eru íslensk stjórnvöld í viðbragðsstöðu. Þannig var Samhæfingarmiðstöð almannavarna virkjuð á föstudag, til vonar og vara, og Landspítalinn hefur hafið undirbúning til þess að geta tekið á móti fólki smituðu af veirunni. Þannig stendur til að setja upp gámaeiningu upp með það fyrir augum að taka á móti smituðum. Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir segir enda nauðsynlegt að taka faraldurinn alvarlega. „Þá eru þetta tölur sem svipar mjög til SARS faraldursins 2002. Tölur um útbreiðslu og smithæfni eru svipaðar eins og sást við spænsku veikina 1918, þó ég ætli ekki að líkja þeim saman. Þetta eru blákaldar tölur og það verður að taka þeim alvarlega,“ sagði Þórólfur. Hjálmar Björgvinsson deildarstjóri hjá Almannavörnum tekur í sama streng. „Ég hef fengið spurninguna er þetta ekki allt of harkalegt, getum við ekki beðið, svar mitt við því er nei. Einfaldlega vegna þess að við erum viku-hálfum mánuði á undan. Þannig að þegar og ef hlutirnir gerast erum við reiðubúin,“ sagði Hjálmar. Ólafur Stephensen framkvæmdarstjóri íslensk-kínverska viðskiptaráðsins óttast að þetta hafi áhrif á áætlanir kínverskra flugfélaga. „Þetta þýðir auðvitað að áætlanir um fjölgun kínverskra ferðamanna á árinu, sem margir í ferðaþjónustunni hafa bundið miklar vonir við, eru í uppnámi. Kínverskt flugfélag ætlaði að hefja flug hingað í mars, mér finnst sennilegt að það frestist,“ segir Ólafur.Ingibjörg Ólafsdóttir, hótelstjóri á Hótel Sögu, segir Wuhan-veiruna þungt högg fyrir ferðaþjónustuna.„Skammtíma áhrifin eru mjög mikil, febrúar er mikill ferðamannamánuður. Ég tók saman á hótelinu hjá okkur að það eru um fimm hundruð manns en við erum ekki með hátt hlutfall af Kínverjum. Fyrir hótelin sem eru að gera út á þennan kínverska markað, þá er þetta bara gríðarlegt reiðarslag,“ sagði Ingibjörg Ólafsdóttir, hótelstjóri á Hótel Sögu. Viðtalið við þau fjögur má heyra í heild sinni á Vísi. Heilbrigðismál Kína Sprengisandur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Sjá meira
Sóttvarnarlæknir segir umfjöllun um Wuhan-kórónaveiruna ekki vera storm í vatnsglasi. Hana verði að taka alvarlega og deildarstjóri almannavarna tekur í sama streng. Hótelstjóri segir útbreiðslu veirunnar hafa mikil áhrif á ferðaþjónustuna og ætla má að hún setji áform kínverskra flugfélaga í uppnám. Þrátt fyrir að engar vísbendingar séu uppi um að Wuhan-kórónaveiran sé komin hingað til lands eru íslensk stjórnvöld í viðbragðsstöðu. Þannig var Samhæfingarmiðstöð almannavarna virkjuð á föstudag, til vonar og vara, og Landspítalinn hefur hafið undirbúning til þess að geta tekið á móti fólki smituðu af veirunni. Þannig stendur til að setja upp gámaeiningu upp með það fyrir augum að taka á móti smituðum. Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir segir enda nauðsynlegt að taka faraldurinn alvarlega. „Þá eru þetta tölur sem svipar mjög til SARS faraldursins 2002. Tölur um útbreiðslu og smithæfni eru svipaðar eins og sást við spænsku veikina 1918, þó ég ætli ekki að líkja þeim saman. Þetta eru blákaldar tölur og það verður að taka þeim alvarlega,“ sagði Þórólfur. Hjálmar Björgvinsson deildarstjóri hjá Almannavörnum tekur í sama streng. „Ég hef fengið spurninguna er þetta ekki allt of harkalegt, getum við ekki beðið, svar mitt við því er nei. Einfaldlega vegna þess að við erum viku-hálfum mánuði á undan. Þannig að þegar og ef hlutirnir gerast erum við reiðubúin,“ sagði Hjálmar. Ólafur Stephensen framkvæmdarstjóri íslensk-kínverska viðskiptaráðsins óttast að þetta hafi áhrif á áætlanir kínverskra flugfélaga. „Þetta þýðir auðvitað að áætlanir um fjölgun kínverskra ferðamanna á árinu, sem margir í ferðaþjónustunni hafa bundið miklar vonir við, eru í uppnámi. Kínverskt flugfélag ætlaði að hefja flug hingað í mars, mér finnst sennilegt að það frestist,“ segir Ólafur.Ingibjörg Ólafsdóttir, hótelstjóri á Hótel Sögu, segir Wuhan-veiruna þungt högg fyrir ferðaþjónustuna.„Skammtíma áhrifin eru mjög mikil, febrúar er mikill ferðamannamánuður. Ég tók saman á hótelinu hjá okkur að það eru um fimm hundruð manns en við erum ekki með hátt hlutfall af Kínverjum. Fyrir hótelin sem eru að gera út á þennan kínverska markað, þá er þetta bara gríðarlegt reiðarslag,“ sagði Ingibjörg Ólafsdóttir, hótelstjóri á Hótel Sögu. Viðtalið við þau fjögur má heyra í heild sinni á Vísi.
Heilbrigðismál Kína Sprengisandur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Sjá meira