Lækna-Tómas leggur til nýjan sjónvarpsþátt: „Allir geta skorið“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. febrúar 2020 14:46 Geta allir skorið? Það er spurningin. Aðsend7Tómas Guðbjartsson „Það hefur verið erfitt að halda einbeitingunni í löngum aðgerðum undanfarið - svo svekkt er starfsfólk skurðstofu yfir að missa af Allir geta dansað. Hef því reynt að létta stemmninguna og tók nokkur dansspor við borðið í gærkvöldi - en við litlar undirtektir - enda stirður á dansgólfinu.“ Svona hefst Facebook-færsla sem Tómas Guðbjartsson, hjarta- og lungnaskurðlæknir, einnig þekktur sem Lækna-Tómas, birti í gær. Þar segist hann hafa, ásamt samstarfsfólki sínu, hafa ákveðið að bjóða Stöð 2 upp á hugmynd að nýjum þáttum, sem kæmu til með að bera heitið „Allir geta skorið.“ Ekki liggur fyrir hvort Tómasi sé alvara með þessari færslu sinni en blaðamaður ætlar að leyfa sér að leiða að því líkur að færslan sé í gríni gerð. „Þarna kæmu pör sem myndu sjá eina aðgerð, framkvæma aðra og síðan kenna öðru pari þá þriðju ("see one, do one and teach one"). Sigrún Ósk og Auddi myndu vitanlega stýra sjóvinu og ég er sannfærður um að ekki muni vanta þátttakendur. Dettur strax í hug pör eins og Gulla Helga & Guðrúnu Sóleyju og Heimi Karls & Rikku - sem öll álpuðust í að verða ekki skurðlæknar en vita ekkert skemmtilegra,“ skrifar Tómas. Hann segir að flóknara gæti hins vegar orðið að finna sjúklinga sem tilbúnir væru að taka þátt í framleiðslu þáttanna. Mögulega væri þá ráð að bjóða þeim sem tilbúin eru að taka þátt að fara „fram fyrir á biðlista,“ auk þess sem æskilegt væri að þeir einstaklingar væru með góða líftryggingu, eins og Tómas orðar það. „Í einum þætti væri kviðarhol, síðan brjóst og bæklun og í lokaþættinum hjarta og heili. Alltaf væri símakosning og menn gætu styrkt mismunandi deildir LSH með böns af moní. Myndi leysa næstum öll innanhússvandamál LSH á einu breytti - og spara úttektir, m.a. á danshæfileikum mínum,“ skrifar Tómas að lokum. Allir geta dansað Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara strax og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira
„Það hefur verið erfitt að halda einbeitingunni í löngum aðgerðum undanfarið - svo svekkt er starfsfólk skurðstofu yfir að missa af Allir geta dansað. Hef því reynt að létta stemmninguna og tók nokkur dansspor við borðið í gærkvöldi - en við litlar undirtektir - enda stirður á dansgólfinu.“ Svona hefst Facebook-færsla sem Tómas Guðbjartsson, hjarta- og lungnaskurðlæknir, einnig þekktur sem Lækna-Tómas, birti í gær. Þar segist hann hafa, ásamt samstarfsfólki sínu, hafa ákveðið að bjóða Stöð 2 upp á hugmynd að nýjum þáttum, sem kæmu til með að bera heitið „Allir geta skorið.“ Ekki liggur fyrir hvort Tómasi sé alvara með þessari færslu sinni en blaðamaður ætlar að leyfa sér að leiða að því líkur að færslan sé í gríni gerð. „Þarna kæmu pör sem myndu sjá eina aðgerð, framkvæma aðra og síðan kenna öðru pari þá þriðju ("see one, do one and teach one"). Sigrún Ósk og Auddi myndu vitanlega stýra sjóvinu og ég er sannfærður um að ekki muni vanta þátttakendur. Dettur strax í hug pör eins og Gulla Helga & Guðrúnu Sóleyju og Heimi Karls & Rikku - sem öll álpuðust í að verða ekki skurðlæknar en vita ekkert skemmtilegra,“ skrifar Tómas. Hann segir að flóknara gæti hins vegar orðið að finna sjúklinga sem tilbúnir væru að taka þátt í framleiðslu þáttanna. Mögulega væri þá ráð að bjóða þeim sem tilbúin eru að taka þátt að fara „fram fyrir á biðlista,“ auk þess sem æskilegt væri að þeir einstaklingar væru með góða líftryggingu, eins og Tómas orðar það. „Í einum þætti væri kviðarhol, síðan brjóst og bæklun og í lokaþættinum hjarta og heili. Alltaf væri símakosning og menn gætu styrkt mismunandi deildir LSH með böns af moní. Myndi leysa næstum öll innanhússvandamál LSH á einu breytti - og spara úttektir, m.a. á danshæfileikum mínum,“ skrifar Tómas að lokum.
Allir geta dansað Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara strax og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira