Muhammed og fjölskyldu verður ekki vísað úr landi Sylvía Hall skrifar 2. febrúar 2020 16:31 Fjölskyldan á samstöðufundinum í dag. Vísir/Nadine Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra mun kynna áform um styttingu hámarkstíma málsmeðferðar í hælismálum þar sem börn eiga í hlut. Tíminn færi þá úr átján mánuðum niður í sextán og hefur nú þegar verið ákveðið að fresta brottvísun barna í málum þar sem málsmeðferð hefur tekið lengri tíma en sextán mánuði. Með þessu verður Muhammed Zohair Faisal og foreldrum hans ekki vísað úr landi. Valur Grettisson, blaðamaður og talsmaður fjölskyldunnar, segir þau hafa fengið fregnirnar nú fyrir skömmu. „Við fengum símtal um þetta fyrir örstuttu síðan. Þá er búið að breyta reglum þannig að ríkisstjórnin mun ekki vísa fjölskyldum úr landi sem hafa verið hér lengur en í sextán mánuði,“ segir Valur í samtali við Vísi. Hann segir fjölskylduna orðlausa. „Við vorum bara að fá fréttirnar, við erum bara á Horninu að fá okkur pizzu. Hér erum við bara að faðmast og fagna.“ Hann segir niðurstöðuna mikið gleðiefni. Fjölskyldan sé ekki einungis orðin nátengd landinu heldur sé Muhammed Íslendingur og þekki ekkert annað. „Það má óska Íslendingum til hamingju með fyrsta Nóbelsverðlaunahafann sinn í eðlisfræði,“ segir Valur. Mikill fjöldi fólks kom saman á samstöðufundi í Vesturbæjarskóla fyrr í dag þar sem brottvísun fjölskyldunnar var mótmælt. Þá höfðu hátt í átján þúsund manns skrifað undir undirskriftalista þar sem óskað var eftir því að þeim yrði ekki vísað úr landi. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir það skýran vilja stjórnvalda að taka sérstakt tillit til barna við afgreiðslu umsókna um alþjóðlega vernd.Vísir/vilhelm Vilji stjórnvalda skýr Áslaug Arna greindi frá áformunum á Facebook-síðu sinni. Hún segist vona að þetta sé aðeins fyrsta skrefið í að stytta málsmeðferð slíkra mála en undirstrikar þó að þetta sé hámarkstími. Málsmeðferð eigi almennt að taka styttri tíma. „Vilji löggjafans og stjórnvalda er skýr: Taka ber sérstakt tillit til hagsmuna barna við afgreiðslu umsókna um alþjóðlega vernd,“ skrifar Áslaug Arna. Fyrir helgi hafi þingmannanefnd um málefni útlendinga fundað um stöðu barna og fólks í viðkvæmri stöðu og nefndin muni fylgja þeirri vinnu eftir. Á vef Stjórnarráðsins segir að dómsmálaráðherra hafi heimild á grundvelli 23. greinar laga um útlendinga að setja í reglugerð nánari ákvæði um málsmeðferð Útlendingastofnunar, kærunefndar útlendingamála og lögreglu. Ráðherra sé því heimilt að mæla nánar fyrir um málsmeðferðartíma. Hælisleitendur Reykjavík Tengdar fréttir Foreldrar skora á stjórnvöld að stöðva brottvísun sjö ára drengs: UNICEF vill að meira sé horft til Barnasáttmála SÞ í málum barna Fulltrúar foreldra og starfsfólks í Réttindaráði Vesturbæjarskóla skora á stjórnvöld að stöðva brottvísun hins sex ára Muhammed Zohair Faisal og fjölskyldu hans. Til stendur að vísa fjölskyldunni til Pakistan næsta mánudag en hún hefur dvalið hér á landi í rúm tvö ár og hefur Muhammed gengið í Vesturbæjarskóla. 1. febrúar 2020 23:00 Mikil samstaða með Muhammed og fjölskyldu í Vesturbæjarskóla Mikill fjöldi fólks kom saman í Vesturbæjarskóla í dag til þess að mótmæla fyrirhugaðri brottvísun Muhammed Zohair Faisal og foreldra hans. 2. febrúar 2020 16:04 Mest lesið Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veður Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Fleiri fréttir Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra mun kynna áform um styttingu hámarkstíma málsmeðferðar í hælismálum þar sem börn eiga í hlut. Tíminn færi þá úr átján mánuðum niður í sextán og hefur nú þegar verið ákveðið að fresta brottvísun barna í málum þar sem málsmeðferð hefur tekið lengri tíma en sextán mánuði. Með þessu verður Muhammed Zohair Faisal og foreldrum hans ekki vísað úr landi. Valur Grettisson, blaðamaður og talsmaður fjölskyldunnar, segir þau hafa fengið fregnirnar nú fyrir skömmu. „Við fengum símtal um þetta fyrir örstuttu síðan. Þá er búið að breyta reglum þannig að ríkisstjórnin mun ekki vísa fjölskyldum úr landi sem hafa verið hér lengur en í sextán mánuði,“ segir Valur í samtali við Vísi. Hann segir fjölskylduna orðlausa. „Við vorum bara að fá fréttirnar, við erum bara á Horninu að fá okkur pizzu. Hér erum við bara að faðmast og fagna.“ Hann segir niðurstöðuna mikið gleðiefni. Fjölskyldan sé ekki einungis orðin nátengd landinu heldur sé Muhammed Íslendingur og þekki ekkert annað. „Það má óska Íslendingum til hamingju með fyrsta Nóbelsverðlaunahafann sinn í eðlisfræði,“ segir Valur. Mikill fjöldi fólks kom saman á samstöðufundi í Vesturbæjarskóla fyrr í dag þar sem brottvísun fjölskyldunnar var mótmælt. Þá höfðu hátt í átján þúsund manns skrifað undir undirskriftalista þar sem óskað var eftir því að þeim yrði ekki vísað úr landi. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir það skýran vilja stjórnvalda að taka sérstakt tillit til barna við afgreiðslu umsókna um alþjóðlega vernd.Vísir/vilhelm Vilji stjórnvalda skýr Áslaug Arna greindi frá áformunum á Facebook-síðu sinni. Hún segist vona að þetta sé aðeins fyrsta skrefið í að stytta málsmeðferð slíkra mála en undirstrikar þó að þetta sé hámarkstími. Málsmeðferð eigi almennt að taka styttri tíma. „Vilji löggjafans og stjórnvalda er skýr: Taka ber sérstakt tillit til hagsmuna barna við afgreiðslu umsókna um alþjóðlega vernd,“ skrifar Áslaug Arna. Fyrir helgi hafi þingmannanefnd um málefni útlendinga fundað um stöðu barna og fólks í viðkvæmri stöðu og nefndin muni fylgja þeirri vinnu eftir. Á vef Stjórnarráðsins segir að dómsmálaráðherra hafi heimild á grundvelli 23. greinar laga um útlendinga að setja í reglugerð nánari ákvæði um málsmeðferð Útlendingastofnunar, kærunefndar útlendingamála og lögreglu. Ráðherra sé því heimilt að mæla nánar fyrir um málsmeðferðartíma.
Hælisleitendur Reykjavík Tengdar fréttir Foreldrar skora á stjórnvöld að stöðva brottvísun sjö ára drengs: UNICEF vill að meira sé horft til Barnasáttmála SÞ í málum barna Fulltrúar foreldra og starfsfólks í Réttindaráði Vesturbæjarskóla skora á stjórnvöld að stöðva brottvísun hins sex ára Muhammed Zohair Faisal og fjölskyldu hans. Til stendur að vísa fjölskyldunni til Pakistan næsta mánudag en hún hefur dvalið hér á landi í rúm tvö ár og hefur Muhammed gengið í Vesturbæjarskóla. 1. febrúar 2020 23:00 Mikil samstaða með Muhammed og fjölskyldu í Vesturbæjarskóla Mikill fjöldi fólks kom saman í Vesturbæjarskóla í dag til þess að mótmæla fyrirhugaðri brottvísun Muhammed Zohair Faisal og foreldra hans. 2. febrúar 2020 16:04 Mest lesið Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veður Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Fleiri fréttir Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Sjá meira
Foreldrar skora á stjórnvöld að stöðva brottvísun sjö ára drengs: UNICEF vill að meira sé horft til Barnasáttmála SÞ í málum barna Fulltrúar foreldra og starfsfólks í Réttindaráði Vesturbæjarskóla skora á stjórnvöld að stöðva brottvísun hins sex ára Muhammed Zohair Faisal og fjölskyldu hans. Til stendur að vísa fjölskyldunni til Pakistan næsta mánudag en hún hefur dvalið hér á landi í rúm tvö ár og hefur Muhammed gengið í Vesturbæjarskóla. 1. febrúar 2020 23:00
Mikil samstaða með Muhammed og fjölskyldu í Vesturbæjarskóla Mikill fjöldi fólks kom saman í Vesturbæjarskóla í dag til þess að mótmæla fyrirhugaðri brottvísun Muhammed Zohair Faisal og foreldra hans. 2. febrúar 2020 16:04