Erfitt að halda uppi löggæslu í fíkniefnamálum sökum álags Nadine Guðrún Yaghi skrifar 2. febrúar 2020 20:30 Lögreglan á Suðurnesjum lagði hald á rúmlega 63 kíló af hörðum fíkniefnum í fyrra, rúmlega fjórfalt meira en árið á undan. Lögreglustjóri segir embættið vera í vandræðum með að halda uppi löggæslu í málaflokknum. Álag á lögreglumönnum sé gríðarlegt. Árið 2017 lagði lögreglan á Suðurnesjum, í samstarfi við tollgæsluna, hald á 46 kíló af sterkum fíkniefnum. kókaíni, amfetamíni og metamfetamíni. Árið 2018 var hald lagt á 15 kíló. Árið 2019 lagði lögreglan hald á 63,3 kíló. „Árið 2019 var algjört metár hjá okkur, bæði hvað varðar haldlögð fíkniefni og umfang mála,“ segir Jón Halldór Sigurðsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Jón Halldór Sigurðsson, lögreglufulltrúi.Vísir/Frikki Yfir tvö þúsund gæsluvarðhaldsdagar í fyrra „Það er ljóst að aukningin er mjög mikil og það vekur auðvitað upp spurningar hvernig eigum við að taka á því, hvað er að gerast og hver er þróunin,“ segir Ólafur Helgi. Meira er nú flutt inn í einu, málin orðin mun flóknari og rannsóknirnar taka lengri tíma. „Til að mynda hefur lögreglustjórinn á Suðurnesjum verið með algjört met í gæsluvarðhaldsdögum ef við getum sagt sem svo,“ segir Jón Halldór. 63 einstaklingar sættu gæsluvarðhaldi árið 2019 í samtals 2240 daga. Það þýðir að að meðaltali sættu 6 einstaklingar gæsluvarðhaldi alla daga ársins. Langflestir vegna fíkniefnamála eða 33 einstaklingar í samtals 1415 daga. „Af þessum hópi er þetta að stærstum hluta burðardýr,“ segir Jón Halldór. Vantar meiri mannskap til að sinna málunum Margir lögreglumenn koma að hverju máli og segja þeir að álagið hafi aukist til muna. 7 manns sinna rannsókn fíkniefnamála hjá embættinu. „Við erum í vandræðum með að hafa mannskap til þess að halda uppi þeirri löggæslu í þessum efnum sem við viljum,“ segir Ólafur Helgi. Jón Halldór tegur í sama streng. „Við þyrftum í þessari deild sem sinnir skipulagðri brotastarfsemi að vera helmingi fleiri ef vel á að vera,“ segir Jón Halldór. Þá hafi öðrum málum, til dæmis er varða smygl á fólki einnig aukist í umdæminu. Þeir segja ljóst að fíkniefnamarkaðurinn sé að stækka og mikilvægt sé að bregðast við því. Fíkniefnavandinn vágestur fyrir samfélagið „Þetta hefur gríðarlega skaðleg áhrif og skemmir fyrir mörgum. Þetta er harmleikur,“ segir Ólafur Helgi. Bæði fyrir þá sem neyti fíkniefnanna og burðardýranna. Ólafur Helgi Kjartansson.Vísir/Frikki Samfélagið verði að fara huga að því hvernig takst eigi á við fíkniefnavandann. „Þetta er náttúrulega mikill vágestur fyrir samfélagið. Þetta er að kosta heilbrigðiskerfið, lögreglu og samfélagið mjög mikið. Fyrir utan þann harmleik sem tengist þessum fjölskyldum sem standa að baki þessum einstaklingum sem verða svona óheppnir,“ segir Jón Halldór. Ef það eigi að takast sé mikilvægt að bæta í löggæslu og efla greiningavinnu. Til þess þurfi meiri mannskap. Embættið hefur sent minniblað um ástandið til dómsmálaráðherra. „Okkar vilji er sá að reyna sinna þessu sem allra best og hafa til þess nægan mannskap þannig að álagið á rannsóknarlögreglumönnum verði ekki eins mikið á hvern mann,“ segir Ólafur Helgi. Fíkn Lögreglan Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Tré úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Sjá meira
Lögreglan á Suðurnesjum lagði hald á rúmlega 63 kíló af hörðum fíkniefnum í fyrra, rúmlega fjórfalt meira en árið á undan. Lögreglustjóri segir embættið vera í vandræðum með að halda uppi löggæslu í málaflokknum. Álag á lögreglumönnum sé gríðarlegt. Árið 2017 lagði lögreglan á Suðurnesjum, í samstarfi við tollgæsluna, hald á 46 kíló af sterkum fíkniefnum. kókaíni, amfetamíni og metamfetamíni. Árið 2018 var hald lagt á 15 kíló. Árið 2019 lagði lögreglan hald á 63,3 kíló. „Árið 2019 var algjört metár hjá okkur, bæði hvað varðar haldlögð fíkniefni og umfang mála,“ segir Jón Halldór Sigurðsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Jón Halldór Sigurðsson, lögreglufulltrúi.Vísir/Frikki Yfir tvö þúsund gæsluvarðhaldsdagar í fyrra „Það er ljóst að aukningin er mjög mikil og það vekur auðvitað upp spurningar hvernig eigum við að taka á því, hvað er að gerast og hver er þróunin,“ segir Ólafur Helgi. Meira er nú flutt inn í einu, málin orðin mun flóknari og rannsóknirnar taka lengri tíma. „Til að mynda hefur lögreglustjórinn á Suðurnesjum verið með algjört met í gæsluvarðhaldsdögum ef við getum sagt sem svo,“ segir Jón Halldór. 63 einstaklingar sættu gæsluvarðhaldi árið 2019 í samtals 2240 daga. Það þýðir að að meðaltali sættu 6 einstaklingar gæsluvarðhaldi alla daga ársins. Langflestir vegna fíkniefnamála eða 33 einstaklingar í samtals 1415 daga. „Af þessum hópi er þetta að stærstum hluta burðardýr,“ segir Jón Halldór. Vantar meiri mannskap til að sinna málunum Margir lögreglumenn koma að hverju máli og segja þeir að álagið hafi aukist til muna. 7 manns sinna rannsókn fíkniefnamála hjá embættinu. „Við erum í vandræðum með að hafa mannskap til þess að halda uppi þeirri löggæslu í þessum efnum sem við viljum,“ segir Ólafur Helgi. Jón Halldór tegur í sama streng. „Við þyrftum í þessari deild sem sinnir skipulagðri brotastarfsemi að vera helmingi fleiri ef vel á að vera,“ segir Jón Halldór. Þá hafi öðrum málum, til dæmis er varða smygl á fólki einnig aukist í umdæminu. Þeir segja ljóst að fíkniefnamarkaðurinn sé að stækka og mikilvægt sé að bregðast við því. Fíkniefnavandinn vágestur fyrir samfélagið „Þetta hefur gríðarlega skaðleg áhrif og skemmir fyrir mörgum. Þetta er harmleikur,“ segir Ólafur Helgi. Bæði fyrir þá sem neyti fíkniefnanna og burðardýranna. Ólafur Helgi Kjartansson.Vísir/Frikki Samfélagið verði að fara huga að því hvernig takst eigi á við fíkniefnavandann. „Þetta er náttúrulega mikill vágestur fyrir samfélagið. Þetta er að kosta heilbrigðiskerfið, lögreglu og samfélagið mjög mikið. Fyrir utan þann harmleik sem tengist þessum fjölskyldum sem standa að baki þessum einstaklingum sem verða svona óheppnir,“ segir Jón Halldór. Ef það eigi að takast sé mikilvægt að bæta í löggæslu og efla greiningavinnu. Til þess þurfi meiri mannskap. Embættið hefur sent minniblað um ástandið til dómsmálaráðherra. „Okkar vilji er sá að reyna sinna þessu sem allra best og hafa til þess nægan mannskap þannig að álagið á rannsóknarlögreglumönnum verði ekki eins mikið á hvern mann,“ segir Ólafur Helgi.
Fíkn Lögreglan Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Tré úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Sjá meira