Fjölskyldan þakklát fyrir stuðninginn: „Það er eins og draumur hafi ræst“ Nadine Guðrún Yaghi og Sylvía Hall skrifa 2. febrúar 2020 19:15 Íslensk stjórnvöld hafa fallið frá því að vísa hinum sjö ára gamla Muhammed og foreldrum hans af landi brott á morgun. Brottvísun þeirra og annarra barnafjölskyldna sem hafa verið hér lengur en en í sextán mánuði hefur verið frestað. Fjölskyldan segir að draumur þeirra hafi ræst. Fjöldi fólks kom saman í Vesturbæjarskóla í dag til að sýna þeim Faisal, Niku og syni þeirra Muhammed samstöðu. Fjölskyldan er frá Pakistan en þau sóttu um vernd hér á landi í desember 2017 og hafa því búið hér í tvö ár. Beiðninni var hafnað og stóð til á flytja þau úr landi á morgun.Sjá einnig: Muhammed og fjölskyldu verður ekki vísað úr landi Viðburðurinn í dag var skipulagður af foreldrum barna í Vesturbæjarskóla, en Muhammed, sem átti sjö ára afmæli í gær, er nemandi við skólann. Fyrirhuguð brottvísun fjölskyldunnar vakti mikla reiði og sorg en Muhammed var aðeins fjögurra ára gamall þegar hann kom til landsins. Hátt í tuttugu þúsund manns höfðu skrifað undir undirskriftalista þar sem skorað var á stjórnvöld að leyfa fjölskyldunni að dvelja hér. Frá samstöðufundinum í dag.Vísir „Hann er altalandi á íslensku. Hann er góður námsmaður og ég sé mjög mikla framtíð fyrir hann hérna á Íslandi,“ segir Ingunn Jónsdóttir, einn kennara Muhammeds. Þeim hafi orðið verulega brugðið þegar þær fréttu að það ætti að vísa honum úr landi. „Þetta er eitthvað sem við höfum aldrei lent í áður. Maður kann ekkert á þetta en maður reynir allt.“ Það voru börn mætt á viðburðinn til að sýna samstöðu. Margir vinir Muhammeds mættu með skilti þar sem brottvísunum barna var mótmælt og lýstu því yfir að þeir vildu ekki að honum yrði vísað úr landi. Vinir Muhammeds vildu ekki að honum yrði vísað úr landi.Vísir „Hann er mjög góður vinur minn og í gær fór ég með honum á KFC,“ sagði einn vinur Muhammeds í samtali við fréttastofu. Skömmu eftir að undirskriftirnar voru afhentar síðdegis í dag fékk fjölskyldan símtal um að þeim yrði ekki vísað úr landi. Í tilkynningu á vef dómsmálaráðuneytisins segir að brottvísun barnafjölskyldna sem hafa verið hér lengur en í sextán mánuði hafi verið frestað. Athygli dómsmálaráðherra hafi nýlega verið vakin á því að í einstökum málum geti tíminn orðið óhæfilega langur. Fjölskyldan varð orðlaus þegar fréttirnar bárust. Þau segjast þakklát þeim sem skipulögðu samstöðufundinn sem og ríkisstjórn Íslands að endurskoða afstöðu sína. Þá líta þau framtíðina björtum augum, sérstaklega Muhammed. „Ég er rosa spenntur að ég verði áfram á Íslandi,“ segir Muhammed. Hælisleitendur Reykjavík Tengdar fréttir Muhammed og fjölskyldu verður ekki vísað úr landi Ákveðið hefur verið að fresta brottvísun barna í málum þar sem málsmeðferð hefur tekið lengri tíma en sextán mánuði. 2. febrúar 2020 16:31 Mikil samstaða með Muhammed og fjölskyldu í Vesturbæjarskóla Mikill fjöldi fólks kom saman í Vesturbæjarskóla í dag til þess að mótmæla fyrirhugaðri brottvísun Muhammed Zohair Faisal og foreldra hans. 2. febrúar 2020 16:04 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fleiri fréttir Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sjá meira
Íslensk stjórnvöld hafa fallið frá því að vísa hinum sjö ára gamla Muhammed og foreldrum hans af landi brott á morgun. Brottvísun þeirra og annarra barnafjölskyldna sem hafa verið hér lengur en en í sextán mánuði hefur verið frestað. Fjölskyldan segir að draumur þeirra hafi ræst. Fjöldi fólks kom saman í Vesturbæjarskóla í dag til að sýna þeim Faisal, Niku og syni þeirra Muhammed samstöðu. Fjölskyldan er frá Pakistan en þau sóttu um vernd hér á landi í desember 2017 og hafa því búið hér í tvö ár. Beiðninni var hafnað og stóð til á flytja þau úr landi á morgun.Sjá einnig: Muhammed og fjölskyldu verður ekki vísað úr landi Viðburðurinn í dag var skipulagður af foreldrum barna í Vesturbæjarskóla, en Muhammed, sem átti sjö ára afmæli í gær, er nemandi við skólann. Fyrirhuguð brottvísun fjölskyldunnar vakti mikla reiði og sorg en Muhammed var aðeins fjögurra ára gamall þegar hann kom til landsins. Hátt í tuttugu þúsund manns höfðu skrifað undir undirskriftalista þar sem skorað var á stjórnvöld að leyfa fjölskyldunni að dvelja hér. Frá samstöðufundinum í dag.Vísir „Hann er altalandi á íslensku. Hann er góður námsmaður og ég sé mjög mikla framtíð fyrir hann hérna á Íslandi,“ segir Ingunn Jónsdóttir, einn kennara Muhammeds. Þeim hafi orðið verulega brugðið þegar þær fréttu að það ætti að vísa honum úr landi. „Þetta er eitthvað sem við höfum aldrei lent í áður. Maður kann ekkert á þetta en maður reynir allt.“ Það voru börn mætt á viðburðinn til að sýna samstöðu. Margir vinir Muhammeds mættu með skilti þar sem brottvísunum barna var mótmælt og lýstu því yfir að þeir vildu ekki að honum yrði vísað úr landi. Vinir Muhammeds vildu ekki að honum yrði vísað úr landi.Vísir „Hann er mjög góður vinur minn og í gær fór ég með honum á KFC,“ sagði einn vinur Muhammeds í samtali við fréttastofu. Skömmu eftir að undirskriftirnar voru afhentar síðdegis í dag fékk fjölskyldan símtal um að þeim yrði ekki vísað úr landi. Í tilkynningu á vef dómsmálaráðuneytisins segir að brottvísun barnafjölskyldna sem hafa verið hér lengur en í sextán mánuði hafi verið frestað. Athygli dómsmálaráðherra hafi nýlega verið vakin á því að í einstökum málum geti tíminn orðið óhæfilega langur. Fjölskyldan varð orðlaus þegar fréttirnar bárust. Þau segjast þakklát þeim sem skipulögðu samstöðufundinn sem og ríkisstjórn Íslands að endurskoða afstöðu sína. Þá líta þau framtíðina björtum augum, sérstaklega Muhammed. „Ég er rosa spenntur að ég verði áfram á Íslandi,“ segir Muhammed.
Hælisleitendur Reykjavík Tengdar fréttir Muhammed og fjölskyldu verður ekki vísað úr landi Ákveðið hefur verið að fresta brottvísun barna í málum þar sem málsmeðferð hefur tekið lengri tíma en sextán mánuði. 2. febrúar 2020 16:31 Mikil samstaða með Muhammed og fjölskyldu í Vesturbæjarskóla Mikill fjöldi fólks kom saman í Vesturbæjarskóla í dag til þess að mótmæla fyrirhugaðri brottvísun Muhammed Zohair Faisal og foreldra hans. 2. febrúar 2020 16:04 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fleiri fréttir Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sjá meira
Muhammed og fjölskyldu verður ekki vísað úr landi Ákveðið hefur verið að fresta brottvísun barna í málum þar sem málsmeðferð hefur tekið lengri tíma en sextán mánuði. 2. febrúar 2020 16:31
Mikil samstaða með Muhammed og fjölskyldu í Vesturbæjarskóla Mikill fjöldi fólks kom saman í Vesturbæjarskóla í dag til þess að mótmæla fyrirhugaðri brottvísun Muhammed Zohair Faisal og foreldra hans. 2. febrúar 2020 16:04