Innlent

Fremur ró­legt á skjálfta­svæðunum við Grinda­vík í nótt

Atli Ísleifsson skrifar
Frá Grindavík en óvissustigs hefur verið lýst yfir vegna óvenjulegs landriss í grennd við bæinn.
Frá Grindavík en óvissustigs hefur verið lýst yfir vegna óvenjulegs landriss í grennd við bæinn.

Fremur rólegt virðist hafa verið á svæðinu í kringum fjallið Þorbjörn á Reykjanesi í nótt en frá miðnætti mældust um sex skjálftar á svæðinu.

Stærsti skjálftinn var þó ekki nema 1,5 stig að stærð og flestir hinna um eða undir einu stigi.

Rétt eftir klukkan sjö í gærkvöldi kom hins vegar stærri skjálfti, 3,3 stig en frá miðnætti aðfararnótt sunnudags og fram á gærkvöld voru skjálftarnir um 150 að tölu á svæðinu.

Frá 21. janúar hafa yfir þúsund skjálftar verið staðsettir á svæðinu, þar af um sjö hundruð yfir helgina.

Mælingar jarðvísindamanna Veðurstofunnar sýna áframhaldandi landris á svæðinu vestan við Þorbjörn en land hefur þar risið yfir fjóra sentímetra frá 20. janúar síðastliðnum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×