Forval demókrata hefst í Iowa Kjartan Kjartansson og Þórgnýr Einar Albertsson skrifa 3. febrúar 2020 08:31 Frá kosningafundi Bernie Sanders sem mælist með mestan stuðning frambjóðanda fyrir forvalið í Iowa. AP/John Locher Kosið er í fyrsta ríkinu í prófkjöri Demókrata fyrir bandarísku forsetakosningarnar í smáríkinu Iowa í dag. Úrslitin þar eru almennt talin geta gefið sterkar vísbendingar um hvernig forvalið þróast. Kjósendur þurfa að gera upp á milli ellefu frambjóðenda. Skoðanakannanir í Iowa benda nú til þess að öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders, sem er lengst til vinstri í frambjóðendahópnum, njóti mests stuðnings. Joe Biden, fyrrverandi varaforseti, er þó ekki langt á eftir. Borgarstjórinn Pete Buttigieg og Elizabeth Warren, öldungadeildarþingmaður frá Massachusetts, eru svo í þriðja og fjórða sæti. Iowa í miðvesturhluta Bandaríkjanna hefur töluverða þýðingu í bandarískum stjórnmálum enda kýs ríkið fyrst í prófkjörum bæði Demókrata- og Repúblikanaflokksins. Í von um að slá tóninn, og byrja af krafti, hafa frambjóðendur því sett töluverða orku í kosningabaráttu í ríkinu. Á landsvísu er myndin örlítið frábrugðin. Sanders og Biden skipta um sæti, Warren er í þriðja sætinu og auðjöfurinn Mike Bloomberg, sem býður sig ekki fram í fyrstu ríkjunum, er í því fjórða. Fylgi Buttigiegs er töluvert minna en í Iowa. Hvítari ríki en landið í heild Í Iowa eru prófkjörin ekki með hefðbundnu sniði og engir verða kjörseðlarnir. Í staðinn safnast fólk saman í stóru rými á kjörfundi og skiptir sér upp í hópa eftir því hvaða frambjóðanda það styður. Frambjóðendur þurfa að ná að minnsta kosti 15% stuðningi til að teljast raunhæfir. Takist frambjóðanda það ekki mega kjósendur annarra frambjóðenda reyna að sannfæra stuðningsmenn hans um að ganga til liðs við þá. Því getur skipt miklu máli hvaða frambjóðanda kjósendum líst næstbest á. Fyrirkomulag forvalsins í Iowa er tímafrekt og hefur það sætt gagnrýni vegna þess að aðeins þeir sem geti tekið sér slíkan tíma hafi möguleika á að taka þátt. Þá hefur einnig talsverð umræða farið fram um að forvalið byrji á smáríkjunum Iowa og New Hampshire þar sem hlutfall hvítra íbúa er mun hærra en á landsvísu. Enginn frambjóðandi tryggir sér útnefningu flokksins í ríkjunum tveimur en slæm úrslit þar geta þó verið dauðadómur yfir framboðum. Ef litið er til sögulegs mikilvægis þess að vinna Iowa má sjá að í síðustu átta skipti, eða frá árinu 1980, hefur sigurvegarinn í Iowa að lokum fengið útnefningu demókrata til forsetaframboðs. Til dæmis síðast, þegar Hillary Clinton vann Sanders naumlega. Næsta ríki á dagskrá er svo New Hampshire á þriðjudag í næstu viku þar sem Sanders er með myndarlegt forskot. Hann verður í afbragðsgóðri stöðu ef hann vinnur í báðum ríkjum, enda hefur enginn frambjóðandi demókrata unnið í báðum ríkjum en ekki fengið útnefninguna síðan árið 1992. Forvalinu lýkur þó ekki fyrr en í byrjun júní. Forval repúblikana í Iowa fer einnig fram í dag. Tveir mótframbjóðendur gegn Donald Trump forseta taka þátt en forsetinn er þó í yfirburðastöðu og er litið á forvalið sem formsatriði. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Vaktin: Þrír látnir lausir og fimm í haldi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Fleiri fréttir Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Sjá meira
Kosið er í fyrsta ríkinu í prófkjöri Demókrata fyrir bandarísku forsetakosningarnar í smáríkinu Iowa í dag. Úrslitin þar eru almennt talin geta gefið sterkar vísbendingar um hvernig forvalið þróast. Kjósendur þurfa að gera upp á milli ellefu frambjóðenda. Skoðanakannanir í Iowa benda nú til þess að öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders, sem er lengst til vinstri í frambjóðendahópnum, njóti mests stuðnings. Joe Biden, fyrrverandi varaforseti, er þó ekki langt á eftir. Borgarstjórinn Pete Buttigieg og Elizabeth Warren, öldungadeildarþingmaður frá Massachusetts, eru svo í þriðja og fjórða sæti. Iowa í miðvesturhluta Bandaríkjanna hefur töluverða þýðingu í bandarískum stjórnmálum enda kýs ríkið fyrst í prófkjörum bæði Demókrata- og Repúblikanaflokksins. Í von um að slá tóninn, og byrja af krafti, hafa frambjóðendur því sett töluverða orku í kosningabaráttu í ríkinu. Á landsvísu er myndin örlítið frábrugðin. Sanders og Biden skipta um sæti, Warren er í þriðja sætinu og auðjöfurinn Mike Bloomberg, sem býður sig ekki fram í fyrstu ríkjunum, er í því fjórða. Fylgi Buttigiegs er töluvert minna en í Iowa. Hvítari ríki en landið í heild Í Iowa eru prófkjörin ekki með hefðbundnu sniði og engir verða kjörseðlarnir. Í staðinn safnast fólk saman í stóru rými á kjörfundi og skiptir sér upp í hópa eftir því hvaða frambjóðanda það styður. Frambjóðendur þurfa að ná að minnsta kosti 15% stuðningi til að teljast raunhæfir. Takist frambjóðanda það ekki mega kjósendur annarra frambjóðenda reyna að sannfæra stuðningsmenn hans um að ganga til liðs við þá. Því getur skipt miklu máli hvaða frambjóðanda kjósendum líst næstbest á. Fyrirkomulag forvalsins í Iowa er tímafrekt og hefur það sætt gagnrýni vegna þess að aðeins þeir sem geti tekið sér slíkan tíma hafi möguleika á að taka þátt. Þá hefur einnig talsverð umræða farið fram um að forvalið byrji á smáríkjunum Iowa og New Hampshire þar sem hlutfall hvítra íbúa er mun hærra en á landsvísu. Enginn frambjóðandi tryggir sér útnefningu flokksins í ríkjunum tveimur en slæm úrslit þar geta þó verið dauðadómur yfir framboðum. Ef litið er til sögulegs mikilvægis þess að vinna Iowa má sjá að í síðustu átta skipti, eða frá árinu 1980, hefur sigurvegarinn í Iowa að lokum fengið útnefningu demókrata til forsetaframboðs. Til dæmis síðast, þegar Hillary Clinton vann Sanders naumlega. Næsta ríki á dagskrá er svo New Hampshire á þriðjudag í næstu viku þar sem Sanders er með myndarlegt forskot. Hann verður í afbragðsgóðri stöðu ef hann vinnur í báðum ríkjum, enda hefur enginn frambjóðandi demókrata unnið í báðum ríkjum en ekki fengið útnefninguna síðan árið 1992. Forvalinu lýkur þó ekki fyrr en í byrjun júní. Forval repúblikana í Iowa fer einnig fram í dag. Tveir mótframbjóðendur gegn Donald Trump forseta taka þátt en forsetinn er þó í yfirburðastöðu og er litið á forvalið sem formsatriði.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Vaktin: Þrír látnir lausir og fimm í haldi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Fleiri fréttir Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Sjá meira