Bönnum börnum okkar að ganga Björn Teitsson skrifar 3. febrúar 2020 09:00 Í Reykjavík og nágrenni eru bílferðir um 75% allra ferða. Það er augljóslega allt of mikið, og mun hærra hlutfall en annars staðar þekkist, hvort sem við miðum við Norðurlönd eða Evrópu. Þetta á við um staði í Evrópu sem eru fjölmennari, fámennari. Sem eru staðsettir í mildara loftslagi, en einnig þar sem loftslag er enn erfiðara, kaldara og miskunnarlausara. Staðan er óásættanleg, hvernig sem á það er litið. Hér eru nokkrar staðreyndir. Um helmingur allra bílferða er um 2 km ferðir eða styttri. Það er svipuð vegalengd og að labba frá Hlemmi niður að höfn, eða frá Hlemmi Mathöll til Granda Mathallar. Það er vegalengd sem hægt er að labba á 20-25 mínútum fyrir heilbrigða manneskju á venjulegum til hóflegum hraða. Það er vegalengd sem hægt er að hjóla á 5-10 mínútum. Árið 2017 voru 87.432 skráð lögbrot á Íslandi. Þar af: 69.874 umferðarlagabrot. Þetta þýðir að umferðarlagabrot eru 79,92% allra skráðra brota. En það er ekki allt. Rannsóknir sýna að um 70 prósent ökumanna á venjulegum degi brjóta umferðarlög á einn eða annan hátt, án þess að lögreglan hafi af því vitneskju eða afskipti. Þá erum við að tala um brot eins og að tala í síma á meðan akstri stendur, eða jafnvel senda textaskilaboð á meðan akstri stendur. Brot sem eru óþolandi algeng eru svo ökumenn sem skilja bílana sína eftir upp á gangstétt, þannig að gangandi eða hjólandi komast hreinlega ekki leiðar sinnar án þess að setja líf sitt í hættu. Þarna eru brot eins og hraðakstur (sem flest fólk stundar á hverjum degi), sleppa stöðvunarskyldu, svo ekki sé rætt um ölvunar-eða fíkniefnaakstur. Öll þessi brot setja fólk í lífshættu á hverjum einasta degi. Miðað við að aðeins 30% umferðarlagabrota fá raunveruleg afskipti lögreglu, þýðir það að raunverulega eru brotin líklega um 230.000 á hverju ári. Spáið í hvað það myndi gera fyrir þjóðarbúið ef við fengjum að njóta allra þeirra fjármuna sem þær sektir gætu skilað? En nú, án þess að fara út í tölur um mannfall sem ökumenn bíla valda á hverju ári, eða þeirra líkamlegu áverka sem þeir skilja eftir sig, sem veldur oft varanlegum skaða, fötlun eða hlutfallslegri örorku fyrir lífstíð, ræðum þá aðeins meðvirkni okkar með þessu rugli, og sérstaklega meðvirkni stjórnvalda og lögreglu. Nýlega stóð ég í umræðum við foreldra sem eru búsettir í Vesturbæ Reykjavíkur, einu þéttbyggðasta hverfi höfuðborgarsvæðisins, með eitt besta hlutfall fólks sem notar umhverfisvæna ferðamáta, altso, aðra ferðamáta en einkabílinn. Umræðurnar snerust um, í stuttu máli, hvort það væri ekki furðulegt að vantreysta stálpuðum börnum til að ganga í tómstundir eða á íþróttaæfingar. Nú er ég nokkuð viss um að sú kynslóð sem nú stýrir samgönguráðuneyti, dómsmálaráðuneyti, heilbrigðisráðuneyti, Vegagerðinni, lögreglu, Reykjavíkurborg og nágrannasveitarfélögum, kannist vel við - rétt eins og ég - að labba, hjóli, eða taki almenningssamgöngur í tómstundir og á íþróttaæfingar. Það gerði ég til dæmis frá 7 ára aldri seint á 9. áratug síðustu aldar, allt fram til loka 10. áratugar sömu aldar. Þetta kannast flestöll við sem eru á mínum aldri eða eldri. Nýlega heyrði ég sjónarmið foreldra sem treysta sér hreinlega ekki til að leyfa börnum sínum að labba á æfingar eða í tómstundir, því umferðarlög eru stöðugt brotin, ökumenn aka of hratt, þeir fara yfir á rauðu ljósi og horfa ekki í kringum sig, jafnvel að senda textaskilaboð þegar þeir ættu að vera að hemla á gönguljósi fyrir börnum. Ef þetta er sú raunverulega staða sem upp er komin, sem ég efast reyndar ekki um, þá verðum við að staldra við. Það þýðir að kerfið okkar er bilað, það þýðir að við þurfum að gera breytingar og laga það. Annað hvort eru umferðarlög til að þeim sé hlýtt og framfylgt, eða ekki. Hugsið ykkur, fólk er beinlínis nauðbeygt til að stunda óþarfa akstur, ferðir sem eru innan við 1-2 km að lengd, því lögum er ekki framfylgt. Getið þið ímyndað ykkur vistsporið og stressið sem sparast ef farið væri í alvöru átak til að leiðrétta þetta rugl? Heilsuna, ferðasjálfstæði og umhverfisgreind barna sem verður til, ef farið væri í alvöru átak til að leiðrétta þetta rugl? Því það er það sem þetta er, þetta er algert rugl. Ég skora á samgönguráðuneyti, dómsmálaráðuneyti, heilbrigðisráðuneyti, Vegagerðina, lögreglu, Reykjavíkurborg og nágrannasveitarfélög, til að gera betur. Ekki aðeins í Vesturbæ heldur um allt höfuðborgarsvæðið og allt land. Það er lágmarksréttur barna að mega labba á æfingu án þess að eiga á hættu að verða ekið niður af bíl á leið sinni. Það er lágmarksréttur foreldra að neyðast ekki til að skutla börnum á bíl vegalengdir sem þau geta hæglega gengið. Höfundur er meistaranemi í borgarfræðum við Bauhaus Universität-Weimar í Þýskalandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Teitsson Börn og uppeldi Reykjavík Samgöngur Mest lesið Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Sjá meira
Í Reykjavík og nágrenni eru bílferðir um 75% allra ferða. Það er augljóslega allt of mikið, og mun hærra hlutfall en annars staðar þekkist, hvort sem við miðum við Norðurlönd eða Evrópu. Þetta á við um staði í Evrópu sem eru fjölmennari, fámennari. Sem eru staðsettir í mildara loftslagi, en einnig þar sem loftslag er enn erfiðara, kaldara og miskunnarlausara. Staðan er óásættanleg, hvernig sem á það er litið. Hér eru nokkrar staðreyndir. Um helmingur allra bílferða er um 2 km ferðir eða styttri. Það er svipuð vegalengd og að labba frá Hlemmi niður að höfn, eða frá Hlemmi Mathöll til Granda Mathallar. Það er vegalengd sem hægt er að labba á 20-25 mínútum fyrir heilbrigða manneskju á venjulegum til hóflegum hraða. Það er vegalengd sem hægt er að hjóla á 5-10 mínútum. Árið 2017 voru 87.432 skráð lögbrot á Íslandi. Þar af: 69.874 umferðarlagabrot. Þetta þýðir að umferðarlagabrot eru 79,92% allra skráðra brota. En það er ekki allt. Rannsóknir sýna að um 70 prósent ökumanna á venjulegum degi brjóta umferðarlög á einn eða annan hátt, án þess að lögreglan hafi af því vitneskju eða afskipti. Þá erum við að tala um brot eins og að tala í síma á meðan akstri stendur, eða jafnvel senda textaskilaboð á meðan akstri stendur. Brot sem eru óþolandi algeng eru svo ökumenn sem skilja bílana sína eftir upp á gangstétt, þannig að gangandi eða hjólandi komast hreinlega ekki leiðar sinnar án þess að setja líf sitt í hættu. Þarna eru brot eins og hraðakstur (sem flest fólk stundar á hverjum degi), sleppa stöðvunarskyldu, svo ekki sé rætt um ölvunar-eða fíkniefnaakstur. Öll þessi brot setja fólk í lífshættu á hverjum einasta degi. Miðað við að aðeins 30% umferðarlagabrota fá raunveruleg afskipti lögreglu, þýðir það að raunverulega eru brotin líklega um 230.000 á hverju ári. Spáið í hvað það myndi gera fyrir þjóðarbúið ef við fengjum að njóta allra þeirra fjármuna sem þær sektir gætu skilað? En nú, án þess að fara út í tölur um mannfall sem ökumenn bíla valda á hverju ári, eða þeirra líkamlegu áverka sem þeir skilja eftir sig, sem veldur oft varanlegum skaða, fötlun eða hlutfallslegri örorku fyrir lífstíð, ræðum þá aðeins meðvirkni okkar með þessu rugli, og sérstaklega meðvirkni stjórnvalda og lögreglu. Nýlega stóð ég í umræðum við foreldra sem eru búsettir í Vesturbæ Reykjavíkur, einu þéttbyggðasta hverfi höfuðborgarsvæðisins, með eitt besta hlutfall fólks sem notar umhverfisvæna ferðamáta, altso, aðra ferðamáta en einkabílinn. Umræðurnar snerust um, í stuttu máli, hvort það væri ekki furðulegt að vantreysta stálpuðum börnum til að ganga í tómstundir eða á íþróttaæfingar. Nú er ég nokkuð viss um að sú kynslóð sem nú stýrir samgönguráðuneyti, dómsmálaráðuneyti, heilbrigðisráðuneyti, Vegagerðinni, lögreglu, Reykjavíkurborg og nágrannasveitarfélögum, kannist vel við - rétt eins og ég - að labba, hjóli, eða taki almenningssamgöngur í tómstundir og á íþróttaæfingar. Það gerði ég til dæmis frá 7 ára aldri seint á 9. áratug síðustu aldar, allt fram til loka 10. áratugar sömu aldar. Þetta kannast flestöll við sem eru á mínum aldri eða eldri. Nýlega heyrði ég sjónarmið foreldra sem treysta sér hreinlega ekki til að leyfa börnum sínum að labba á æfingar eða í tómstundir, því umferðarlög eru stöðugt brotin, ökumenn aka of hratt, þeir fara yfir á rauðu ljósi og horfa ekki í kringum sig, jafnvel að senda textaskilaboð þegar þeir ættu að vera að hemla á gönguljósi fyrir börnum. Ef þetta er sú raunverulega staða sem upp er komin, sem ég efast reyndar ekki um, þá verðum við að staldra við. Það þýðir að kerfið okkar er bilað, það þýðir að við þurfum að gera breytingar og laga það. Annað hvort eru umferðarlög til að þeim sé hlýtt og framfylgt, eða ekki. Hugsið ykkur, fólk er beinlínis nauðbeygt til að stunda óþarfa akstur, ferðir sem eru innan við 1-2 km að lengd, því lögum er ekki framfylgt. Getið þið ímyndað ykkur vistsporið og stressið sem sparast ef farið væri í alvöru átak til að leiðrétta þetta rugl? Heilsuna, ferðasjálfstæði og umhverfisgreind barna sem verður til, ef farið væri í alvöru átak til að leiðrétta þetta rugl? Því það er það sem þetta er, þetta er algert rugl. Ég skora á samgönguráðuneyti, dómsmálaráðuneyti, heilbrigðisráðuneyti, Vegagerðina, lögreglu, Reykjavíkurborg og nágrannasveitarfélög, til að gera betur. Ekki aðeins í Vesturbæ heldur um allt höfuðborgarsvæðið og allt land. Það er lágmarksréttur barna að mega labba á æfingu án þess að eiga á hættu að verða ekið niður af bíl á leið sinni. Það er lágmarksréttur foreldra að neyðast ekki til að skutla börnum á bíl vegalengdir sem þau geta hæglega gengið. Höfundur er meistaranemi í borgarfræðum við Bauhaus Universität-Weimar í Þýskalandi.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun