„Ótrúlegt að háskólinn hafi upplýst samþykki einstaklinga að engu“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 3. febrúar 2020 14:30 Stúdentaráð Háskóla Íslands og samtökin No Borders efndu til samstöðufundar gegn aldursgreiningum á Háskólatorgi í hádeginu. Vísir/Stöð 2 Elínborg Harpa Önundardóttir, hjá No Borders segir Háskóla Íslands hafa upplýst samþykki og siðferði skólans að engu með því að leyfa tanngreiningar á ungum hælisleitendum innan veggja skólans. Stúdentaráð Háskóla Íslands og samtökin No Borders efndu til samstöðufundar gegn aldursgreiningum á Háskólatorgi í hádeginu. Rauði krossinn hefur um alllangt skeið gert alvarlegar athugasemdir við tanngreiningar sem leið til að skera úr um aldur ungra hælisleitenda. Rauði krossinn hefur sagt að mikil hætta sé á röngum greiningum því niðurstöður tanngreininga séu engan veginn nákvæmar þótt þær geti vissulega veitt vísbendingu um aldur viðkomandi. Dæmi séu um að einstaklingar hafi verið greindir eldri en átján ára í tanngreiningu hér á landi en síðar hafi komið í ljós að skilríki sem þeir framvísuðu voru ófölsuð og þeir í raun yngri en átján ára. Elínborg Harpa Önundardóttir hjá No Borders segir það vera siðferðislega rangt af háskólanum að leyfa tanngreiningar. „Fyrst og fremst, er ótrúlegt að háskólinn hafi upplýst samþykki einstaklinga að engu og háskólinn hefur algjörlega neitað að svara fyrir kröfuna um upplýst samþykki – hann hunsar hana - og segir í rauninni að þessir ungu einstaklinga, oft börn, sem eru í gífurlega viðkvæmri stöðu hafi frjálst val um að fara í þessa greiningu eða ekki um leið og Útlendingastofnun, ríkisstofnunin sem hefur líf þeirra í sínun höndum, kynnir þeim þann kost að annað hvort fari þau í aldursgreiningu eða að stofnunin ákveði að þeir séu eldri en átján. Þetta veit ég af því að ég þekki fleiri en einn, fleiri en tvo og fleiri en þrjá sem hafa gengið í gegnum nákvæmlega þetta ferli,“ segir Elínborg. Háskólinn á „siðferðislega skrítnu svæði“ Hún bætir við að það gangi þvert gegn læknaeiðnum og fagmennsku að framkvæma læknisfræðilegt inngrip án þess að heilsufarsleg ástæða sé fyrir hendi. „Við vitum alveg að röntgengeislar eru ekki skaðlausir. Þetta er siðferðislegt skrítið svæði“ Elínborg segir að með samstöðufundinum sem haldinn var í hádeginu á Háskólatorgi, hafi fólk reynt að þrýsta á Háskólaráð til hætta við að endurnýja samning við Útlendingastofnun. „Það er mjög merkilegt að þetta er búið að viðgangast í Háskóla Íslands í sextán ár. Við höfum fyrstu vísbendingar um að þetta hafi byrjað árið 2004 en í fjórtan ár af þessum sextán var þetta gert í algjöru tómarúmi innan háskólans. Það var enginn samningur og virtist ekki vera neitt eftirlit með þessu. Þegar við töluðum við rektor virtist hann jafnvel ekki vita af þessu eða ekki viljað vita af þessu. Það var svo fyrir tveimur árum sem No Borders sem fór að athuga með þetta því það var einstaklingur sem lenti svakalega illa í þessum tanngreiningum og við komumst að því að háskólinn er að gera þetta og eftir það var sett mikil pressa. Þá var búinn til samningur til eins árs, með ákveðnum kröfum um að það skyldi bæta ferlið en ekkert hefur breyst, ferlið er alveg eins og nú er kominn tími á að endurnýja samninginn og það verður kosið um það, skilst mér á Háskólaráðsfundi í mars, og það er undir þeim sem í háskólaráði sitja komið að kjósa gegn þessu.“ Hælisleitendur Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Reif upp gjallarhorn og mótmælti veru Katrínar og Jóns Atla á ráðstefnu Mótmælandi greip upp gjallarhorn og mótmælti veru Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og Jóns Atla Benediktssonar, rektor Háskóla Íslands á setningarathöfn ráðstefnu sem haldin er þessa dagana í Reykjavík. 22. maí 2019 17:28 Hvert er siðferði Háskóla Íslands? Háskóli Íslands hefur tekið þátt í umdeildum rannsóknum sem beinast gegn einhverjum viðkvæmasta hópi samfélagsins á undanförnum árum. 1. nóvember 2018 07:30 Telja að tannrannsóknir standist ekki vísindasiðareglur Óvíst er hvort tanngreiningar á hælisleitendum standist siðareglur Háskóla Íslands. Þetta segir meistaranemi í mannfræði við skólann sem sent hefur sérstakt erindi til vísindasiðanefndar. Hún bendir á að slíkum rannsóknum hafi verið hafnað af vísindamönnum víða í nágrannalöndum. 28. janúar 2018 20:00 Kalla eftir skýrri stefnu og verkferlum við móttöku flóttabarna UNICEF á Íslandi og Rauði krossinn á Íslandi krefjast þess að stjórnvöld uppfylli mannréttindi barna á flótta og tryggi að þau búi við viðunandi aðstæður þegar þau koma hingað til lands. 27. október 2016 11:12 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Sjá meira
Elínborg Harpa Önundardóttir, hjá No Borders segir Háskóla Íslands hafa upplýst samþykki og siðferði skólans að engu með því að leyfa tanngreiningar á ungum hælisleitendum innan veggja skólans. Stúdentaráð Háskóla Íslands og samtökin No Borders efndu til samstöðufundar gegn aldursgreiningum á Háskólatorgi í hádeginu. Rauði krossinn hefur um alllangt skeið gert alvarlegar athugasemdir við tanngreiningar sem leið til að skera úr um aldur ungra hælisleitenda. Rauði krossinn hefur sagt að mikil hætta sé á röngum greiningum því niðurstöður tanngreininga séu engan veginn nákvæmar þótt þær geti vissulega veitt vísbendingu um aldur viðkomandi. Dæmi séu um að einstaklingar hafi verið greindir eldri en átján ára í tanngreiningu hér á landi en síðar hafi komið í ljós að skilríki sem þeir framvísuðu voru ófölsuð og þeir í raun yngri en átján ára. Elínborg Harpa Önundardóttir hjá No Borders segir það vera siðferðislega rangt af háskólanum að leyfa tanngreiningar. „Fyrst og fremst, er ótrúlegt að háskólinn hafi upplýst samþykki einstaklinga að engu og háskólinn hefur algjörlega neitað að svara fyrir kröfuna um upplýst samþykki – hann hunsar hana - og segir í rauninni að þessir ungu einstaklinga, oft börn, sem eru í gífurlega viðkvæmri stöðu hafi frjálst val um að fara í þessa greiningu eða ekki um leið og Útlendingastofnun, ríkisstofnunin sem hefur líf þeirra í sínun höndum, kynnir þeim þann kost að annað hvort fari þau í aldursgreiningu eða að stofnunin ákveði að þeir séu eldri en átján. Þetta veit ég af því að ég þekki fleiri en einn, fleiri en tvo og fleiri en þrjá sem hafa gengið í gegnum nákvæmlega þetta ferli,“ segir Elínborg. Háskólinn á „siðferðislega skrítnu svæði“ Hún bætir við að það gangi þvert gegn læknaeiðnum og fagmennsku að framkvæma læknisfræðilegt inngrip án þess að heilsufarsleg ástæða sé fyrir hendi. „Við vitum alveg að röntgengeislar eru ekki skaðlausir. Þetta er siðferðislegt skrítið svæði“ Elínborg segir að með samstöðufundinum sem haldinn var í hádeginu á Háskólatorgi, hafi fólk reynt að þrýsta á Háskólaráð til hætta við að endurnýja samning við Útlendingastofnun. „Það er mjög merkilegt að þetta er búið að viðgangast í Háskóla Íslands í sextán ár. Við höfum fyrstu vísbendingar um að þetta hafi byrjað árið 2004 en í fjórtan ár af þessum sextán var þetta gert í algjöru tómarúmi innan háskólans. Það var enginn samningur og virtist ekki vera neitt eftirlit með þessu. Þegar við töluðum við rektor virtist hann jafnvel ekki vita af þessu eða ekki viljað vita af þessu. Það var svo fyrir tveimur árum sem No Borders sem fór að athuga með þetta því það var einstaklingur sem lenti svakalega illa í þessum tanngreiningum og við komumst að því að háskólinn er að gera þetta og eftir það var sett mikil pressa. Þá var búinn til samningur til eins árs, með ákveðnum kröfum um að það skyldi bæta ferlið en ekkert hefur breyst, ferlið er alveg eins og nú er kominn tími á að endurnýja samninginn og það verður kosið um það, skilst mér á Háskólaráðsfundi í mars, og það er undir þeim sem í háskólaráði sitja komið að kjósa gegn þessu.“
Hælisleitendur Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Reif upp gjallarhorn og mótmælti veru Katrínar og Jóns Atla á ráðstefnu Mótmælandi greip upp gjallarhorn og mótmælti veru Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og Jóns Atla Benediktssonar, rektor Háskóla Íslands á setningarathöfn ráðstefnu sem haldin er þessa dagana í Reykjavík. 22. maí 2019 17:28 Hvert er siðferði Háskóla Íslands? Háskóli Íslands hefur tekið þátt í umdeildum rannsóknum sem beinast gegn einhverjum viðkvæmasta hópi samfélagsins á undanförnum árum. 1. nóvember 2018 07:30 Telja að tannrannsóknir standist ekki vísindasiðareglur Óvíst er hvort tanngreiningar á hælisleitendum standist siðareglur Háskóla Íslands. Þetta segir meistaranemi í mannfræði við skólann sem sent hefur sérstakt erindi til vísindasiðanefndar. Hún bendir á að slíkum rannsóknum hafi verið hafnað af vísindamönnum víða í nágrannalöndum. 28. janúar 2018 20:00 Kalla eftir skýrri stefnu og verkferlum við móttöku flóttabarna UNICEF á Íslandi og Rauði krossinn á Íslandi krefjast þess að stjórnvöld uppfylli mannréttindi barna á flótta og tryggi að þau búi við viðunandi aðstæður þegar þau koma hingað til lands. 27. október 2016 11:12 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Sjá meira
Reif upp gjallarhorn og mótmælti veru Katrínar og Jóns Atla á ráðstefnu Mótmælandi greip upp gjallarhorn og mótmælti veru Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og Jóns Atla Benediktssonar, rektor Háskóla Íslands á setningarathöfn ráðstefnu sem haldin er þessa dagana í Reykjavík. 22. maí 2019 17:28
Hvert er siðferði Háskóla Íslands? Háskóli Íslands hefur tekið þátt í umdeildum rannsóknum sem beinast gegn einhverjum viðkvæmasta hópi samfélagsins á undanförnum árum. 1. nóvember 2018 07:30
Telja að tannrannsóknir standist ekki vísindasiðareglur Óvíst er hvort tanngreiningar á hælisleitendum standist siðareglur Háskóla Íslands. Þetta segir meistaranemi í mannfræði við skólann sem sent hefur sérstakt erindi til vísindasiðanefndar. Hún bendir á að slíkum rannsóknum hafi verið hafnað af vísindamönnum víða í nágrannalöndum. 28. janúar 2018 20:00
Kalla eftir skýrri stefnu og verkferlum við móttöku flóttabarna UNICEF á Íslandi og Rauði krossinn á Íslandi krefjast þess að stjórnvöld uppfylli mannréttindi barna á flótta og tryggi að þau búi við viðunandi aðstæður þegar þau koma hingað til lands. 27. október 2016 11:12