Kosningar í Bandaríkjunum: Biden og Bernie þykja sigurstranglegastir Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 3. febrúar 2020 19:00 Þessir þrír herramenn hafa verið að mælast með mest fylgi undanfarna daga. Biden, Bernie og Buttigieg. Vísir/AP Demókratar í Iowa í Bandaríkjunum kjósa um forsetaframbjóðanda flokksins í dag. Nokkuð mjótt er á munum og fyrirkomulag kosninganna óútreiknanlegt. Útlit er því fyrir spennandi kosningar en niðurstöður ættu að birtast upp úr þrjú í nótt að íslenskum tíma. Í stað hefðbundinna kosninga bíður Iowa-manna mun tímafrekara ferli. Í Iowa, sem og í nokkrum öðrum ríkjum, þurfa kjósendur að safnast saman í stóru rými, til að mynda íþróttahúsum, og skipta sér upp í hópa eftir því hvaða frambjóðendur þeir styðja. Á flestum kjörstöðum þarf frambjóðandi að vera með fimmtán prósent viðstaddra í sínu horni til þess að vinna svokallaða fulltrúa. Eftir fyrstu talningu fær fólk tækifæri til þess að skipta um frambjóðanda og styðja einhvern sem hefur náð þessum fimmtán prósentum. Fulltrúarnir sem keppst er um eru fleiri en tvö þúsund. Þeir verða sendir á kjördæma- og ríkisfundi Demókrata í Iowa þar sem þeir velja svo loksins 41 landsfundarfulltrúa. Það eru þeir fulltrúar sem sjá um hið formlega val á forsetaframbjóðandanum. Til að vinna útnefningu flokksins í fyrstu atkvæðagreiðslu á landsfundinum þarf 1.990 fulltrúa. Þetta er sum sé töluvert flókið kerfi og erfitt að spá fyrir um sigurvegarann í Iowa. Meðaltal kannana sýnir að Bernie Sanders öldungadeildarþingmaður hefur mest fylgi en Joe Biden, fyrrverandi varaforseti, næstmest. Pete Buttigieg borgarstjóri og öldungadeildarþingmaðurinn Elizabeth Warren eru svo í þriðja og fjórða sæti. Öll yfir fimmtán prósentunum. Ef kosningaspá Fivethirtyeight rætist mun Sanders vinna flesta fulltrúa, eða um þrettán, en Biden um tólf. Buttigieg fengi sjö, Warren 6. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Erlent Fleiri fréttir Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Sjá meira
Demókratar í Iowa í Bandaríkjunum kjósa um forsetaframbjóðanda flokksins í dag. Nokkuð mjótt er á munum og fyrirkomulag kosninganna óútreiknanlegt. Útlit er því fyrir spennandi kosningar en niðurstöður ættu að birtast upp úr þrjú í nótt að íslenskum tíma. Í stað hefðbundinna kosninga bíður Iowa-manna mun tímafrekara ferli. Í Iowa, sem og í nokkrum öðrum ríkjum, þurfa kjósendur að safnast saman í stóru rými, til að mynda íþróttahúsum, og skipta sér upp í hópa eftir því hvaða frambjóðendur þeir styðja. Á flestum kjörstöðum þarf frambjóðandi að vera með fimmtán prósent viðstaddra í sínu horni til þess að vinna svokallaða fulltrúa. Eftir fyrstu talningu fær fólk tækifæri til þess að skipta um frambjóðanda og styðja einhvern sem hefur náð þessum fimmtán prósentum. Fulltrúarnir sem keppst er um eru fleiri en tvö þúsund. Þeir verða sendir á kjördæma- og ríkisfundi Demókrata í Iowa þar sem þeir velja svo loksins 41 landsfundarfulltrúa. Það eru þeir fulltrúar sem sjá um hið formlega val á forsetaframbjóðandanum. Til að vinna útnefningu flokksins í fyrstu atkvæðagreiðslu á landsfundinum þarf 1.990 fulltrúa. Þetta er sum sé töluvert flókið kerfi og erfitt að spá fyrir um sigurvegarann í Iowa. Meðaltal kannana sýnir að Bernie Sanders öldungadeildarþingmaður hefur mest fylgi en Joe Biden, fyrrverandi varaforseti, næstmest. Pete Buttigieg borgarstjóri og öldungadeildarþingmaðurinn Elizabeth Warren eru svo í þriðja og fjórða sæti. Öll yfir fimmtán prósentunum. Ef kosningaspá Fivethirtyeight rætist mun Sanders vinna flesta fulltrúa, eða um þrettán, en Biden um tólf. Buttigieg fengi sjö, Warren 6.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Erlent Fleiri fréttir Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent