Kosningar í Bandaríkjunum: Biden og Bernie þykja sigurstranglegastir Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 3. febrúar 2020 19:00 Þessir þrír herramenn hafa verið að mælast með mest fylgi undanfarna daga. Biden, Bernie og Buttigieg. Vísir/AP Demókratar í Iowa í Bandaríkjunum kjósa um forsetaframbjóðanda flokksins í dag. Nokkuð mjótt er á munum og fyrirkomulag kosninganna óútreiknanlegt. Útlit er því fyrir spennandi kosningar en niðurstöður ættu að birtast upp úr þrjú í nótt að íslenskum tíma. Í stað hefðbundinna kosninga bíður Iowa-manna mun tímafrekara ferli. Í Iowa, sem og í nokkrum öðrum ríkjum, þurfa kjósendur að safnast saman í stóru rými, til að mynda íþróttahúsum, og skipta sér upp í hópa eftir því hvaða frambjóðendur þeir styðja. Á flestum kjörstöðum þarf frambjóðandi að vera með fimmtán prósent viðstaddra í sínu horni til þess að vinna svokallaða fulltrúa. Eftir fyrstu talningu fær fólk tækifæri til þess að skipta um frambjóðanda og styðja einhvern sem hefur náð þessum fimmtán prósentum. Fulltrúarnir sem keppst er um eru fleiri en tvö þúsund. Þeir verða sendir á kjördæma- og ríkisfundi Demókrata í Iowa þar sem þeir velja svo loksins 41 landsfundarfulltrúa. Það eru þeir fulltrúar sem sjá um hið formlega val á forsetaframbjóðandanum. Til að vinna útnefningu flokksins í fyrstu atkvæðagreiðslu á landsfundinum þarf 1.990 fulltrúa. Þetta er sum sé töluvert flókið kerfi og erfitt að spá fyrir um sigurvegarann í Iowa. Meðaltal kannana sýnir að Bernie Sanders öldungadeildarþingmaður hefur mest fylgi en Joe Biden, fyrrverandi varaforseti, næstmest. Pete Buttigieg borgarstjóri og öldungadeildarþingmaðurinn Elizabeth Warren eru svo í þriðja og fjórða sæti. Öll yfir fimmtán prósentunum. Ef kosningaspá Fivethirtyeight rætist mun Sanders vinna flesta fulltrúa, eða um þrettán, en Biden um tólf. Buttigieg fengi sjö, Warren 6. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Demókratar í Iowa í Bandaríkjunum kjósa um forsetaframbjóðanda flokksins í dag. Nokkuð mjótt er á munum og fyrirkomulag kosninganna óútreiknanlegt. Útlit er því fyrir spennandi kosningar en niðurstöður ættu að birtast upp úr þrjú í nótt að íslenskum tíma. Í stað hefðbundinna kosninga bíður Iowa-manna mun tímafrekara ferli. Í Iowa, sem og í nokkrum öðrum ríkjum, þurfa kjósendur að safnast saman í stóru rými, til að mynda íþróttahúsum, og skipta sér upp í hópa eftir því hvaða frambjóðendur þeir styðja. Á flestum kjörstöðum þarf frambjóðandi að vera með fimmtán prósent viðstaddra í sínu horni til þess að vinna svokallaða fulltrúa. Eftir fyrstu talningu fær fólk tækifæri til þess að skipta um frambjóðanda og styðja einhvern sem hefur náð þessum fimmtán prósentum. Fulltrúarnir sem keppst er um eru fleiri en tvö þúsund. Þeir verða sendir á kjördæma- og ríkisfundi Demókrata í Iowa þar sem þeir velja svo loksins 41 landsfundarfulltrúa. Það eru þeir fulltrúar sem sjá um hið formlega val á forsetaframbjóðandanum. Til að vinna útnefningu flokksins í fyrstu atkvæðagreiðslu á landsfundinum þarf 1.990 fulltrúa. Þetta er sum sé töluvert flókið kerfi og erfitt að spá fyrir um sigurvegarann í Iowa. Meðaltal kannana sýnir að Bernie Sanders öldungadeildarþingmaður hefur mest fylgi en Joe Biden, fyrrverandi varaforseti, næstmest. Pete Buttigieg borgarstjóri og öldungadeildarþingmaðurinn Elizabeth Warren eru svo í þriðja og fjórða sæti. Öll yfir fimmtán prósentunum. Ef kosningaspá Fivethirtyeight rætist mun Sanders vinna flesta fulltrúa, eða um þrettán, en Biden um tólf. Buttigieg fengi sjö, Warren 6.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira