3.500 leikskólabörn send heim á hádegi á morgun Birgir Olgeirsson skrifar 3. febrúar 2020 20:00 Ljóst er að verkfall Eflingar á leikskólum Reykjavíkurborgar á morgun mun hafa víðtæk áhrif á starfsemi skólanna. vísir/vilhelm 3.500 leikskólabörn verða senda heim á hádegi á morgun vegna verkfallsaðgerða Eflingar. Enginn árangur náðist á samningafundi félagsins og borgarinnar hjá sáttasemjara í dag. Efling hefur fallist á þær hækkanir sem lífskjarasamningarnir hljóða upp. Félagið gerir hins vegar kröfu um 52 þúsund króna hækkun aukalega til að leiðrétta lág laun félagsmanna, samtals 142 þúsund króna hækkun á mánuði. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sagði við fréttastofu í dag að viðræðurnar strönduðu helst á þessari kröfu og ekki sæist til lands. Því er ljóst að verkfallsaðgerðir munu hefjast í hádeginu morgun og hafa talsverð áhrif. 3.500 börn verða til dæmis send heim á hádegi á morgun en áhrifin eru mismunandi eftir leikskólum. „Þannig eru tveir leikskólar sem munu hreinlega loka en síðan eru aðrir skólar sem munu geta haldið uppi nánast fullri þjónustu og aðrir þar sem þjónustan verður mjög skert,“ segir Bjarni Brynjólfsson, upplýsingafulltrúi Reykjavíkurborgar. Bjarni segir að foreldrar verði vel upplýstir um hvernig röskunin mun hafa áhrif. Aðgerðirnar hafa auk þess þau áhrif að sorp verður ekki hirt eftir hádegi á morgun. „Það verður frestun á hirðu í einhverjum hverfum þar sem þeir eru að hirða en þeir munu vinna það af sér á föstudag og síðan á laugardag væntanlega og þá fá þeir borgaða yfirvinnu fyrir það,“ segir Bjarni Þá munu snjóhreinsun og hálkuvarnir á aðskildum hjólaleiðum og stofnanaleiðum falla niður. Reykjavíkurborg sótti um undanþágu fyrir 250 stöðugildi af 450 hjá velferðarsviði. „Þetta eru náttúrulega bara undanþágur vegna viðkvæmustu þjónustunnar sem við rekum, fyrir aldrað fólk og fatlað fólk og svona þá sem minnst sem mega sín í samfélaginu, fólk með greiningar sem þarf á neyðargistingu að halda og slíkt og Efling varð við þessu öllu saman,“ segir Bjarni. Félagsmál Kjaramál Skóla - og menntamál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Segja ríkið hækka laun langt umfram lífskjarasamninginn Stéttarfélagið Efling segir að ríkið hafi nú þegar samið við hálaunahópa um launahækkanir sem séu í raun langt umfram lífskjarasamninginn svokallaða sem Efling og VR undirrituðu við Samtök atvinnulífsins í byrjun apríl í fyrra. 31. janúar 2020 07:00 Sólveig Anna segir Björn Leví henda skít í láglaunakonur Björn Leví segir besta starf í heimi að vinna á leikskóla og hann væri þar enn ef launin væru ekki svo lág. 3. febrúar 2020 13:20 Svona verða áhrifin af verkfallsaðgerðum Eflingarfólks í borginni Ljóst má vera að fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir Eflingarfólks mun hafa umtalsverð áhrif á borgarbúa en fyrstu aðgerðir hefjast á hádegi á þriðjudaginn. 31. janúar 2020 14:50 Mest lesið Verkföll hafin í sex skólum Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Heiða Björg verður borgarstjóri Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
3.500 leikskólabörn verða senda heim á hádegi á morgun vegna verkfallsaðgerða Eflingar. Enginn árangur náðist á samningafundi félagsins og borgarinnar hjá sáttasemjara í dag. Efling hefur fallist á þær hækkanir sem lífskjarasamningarnir hljóða upp. Félagið gerir hins vegar kröfu um 52 þúsund króna hækkun aukalega til að leiðrétta lág laun félagsmanna, samtals 142 þúsund króna hækkun á mánuði. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sagði við fréttastofu í dag að viðræðurnar strönduðu helst á þessari kröfu og ekki sæist til lands. Því er ljóst að verkfallsaðgerðir munu hefjast í hádeginu morgun og hafa talsverð áhrif. 3.500 börn verða til dæmis send heim á hádegi á morgun en áhrifin eru mismunandi eftir leikskólum. „Þannig eru tveir leikskólar sem munu hreinlega loka en síðan eru aðrir skólar sem munu geta haldið uppi nánast fullri þjónustu og aðrir þar sem þjónustan verður mjög skert,“ segir Bjarni Brynjólfsson, upplýsingafulltrúi Reykjavíkurborgar. Bjarni segir að foreldrar verði vel upplýstir um hvernig röskunin mun hafa áhrif. Aðgerðirnar hafa auk þess þau áhrif að sorp verður ekki hirt eftir hádegi á morgun. „Það verður frestun á hirðu í einhverjum hverfum þar sem þeir eru að hirða en þeir munu vinna það af sér á föstudag og síðan á laugardag væntanlega og þá fá þeir borgaða yfirvinnu fyrir það,“ segir Bjarni Þá munu snjóhreinsun og hálkuvarnir á aðskildum hjólaleiðum og stofnanaleiðum falla niður. Reykjavíkurborg sótti um undanþágu fyrir 250 stöðugildi af 450 hjá velferðarsviði. „Þetta eru náttúrulega bara undanþágur vegna viðkvæmustu þjónustunnar sem við rekum, fyrir aldrað fólk og fatlað fólk og svona þá sem minnst sem mega sín í samfélaginu, fólk með greiningar sem þarf á neyðargistingu að halda og slíkt og Efling varð við þessu öllu saman,“ segir Bjarni.
Félagsmál Kjaramál Skóla - og menntamál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Segja ríkið hækka laun langt umfram lífskjarasamninginn Stéttarfélagið Efling segir að ríkið hafi nú þegar samið við hálaunahópa um launahækkanir sem séu í raun langt umfram lífskjarasamninginn svokallaða sem Efling og VR undirrituðu við Samtök atvinnulífsins í byrjun apríl í fyrra. 31. janúar 2020 07:00 Sólveig Anna segir Björn Leví henda skít í láglaunakonur Björn Leví segir besta starf í heimi að vinna á leikskóla og hann væri þar enn ef launin væru ekki svo lág. 3. febrúar 2020 13:20 Svona verða áhrifin af verkfallsaðgerðum Eflingarfólks í borginni Ljóst má vera að fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir Eflingarfólks mun hafa umtalsverð áhrif á borgarbúa en fyrstu aðgerðir hefjast á hádegi á þriðjudaginn. 31. janúar 2020 14:50 Mest lesið Verkföll hafin í sex skólum Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Heiða Björg verður borgarstjóri Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
Segja ríkið hækka laun langt umfram lífskjarasamninginn Stéttarfélagið Efling segir að ríkið hafi nú þegar samið við hálaunahópa um launahækkanir sem séu í raun langt umfram lífskjarasamninginn svokallaða sem Efling og VR undirrituðu við Samtök atvinnulífsins í byrjun apríl í fyrra. 31. janúar 2020 07:00
Sólveig Anna segir Björn Leví henda skít í láglaunakonur Björn Leví segir besta starf í heimi að vinna á leikskóla og hann væri þar enn ef launin væru ekki svo lág. 3. febrúar 2020 13:20
Svona verða áhrifin af verkfallsaðgerðum Eflingarfólks í borginni Ljóst má vera að fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir Eflingarfólks mun hafa umtalsverð áhrif á borgarbúa en fyrstu aðgerðir hefjast á hádegi á þriðjudaginn. 31. janúar 2020 14:50