Vonast til þess að úrslit í fyrsta forvali demókrata liggi fyrir í dag Kjartan Kjartansson skrifar 4. febrúar 2020 10:20 Kjósendur bíða í röð eftir að kjörfundur hefjist í Hoover-framhaldsskólanum í Des Moines í Iowa í gær. AP/Charlie Neibergall Demókrataflokkurinn í Iowa segist búast við því að greint verði frá úrslitum í forvali flokksins þar síðar í dag. Miklar tafir hafa orðið á birtingu úrslita í forvalinu sem fór fram í gær vegna tæknilegra örðugleika í nýju snjallforriti sem var notað til að halda utan um talninguna. Ringulreið hefur ríkt á meðal frambjóðenda og stuðningsmanna þeirra í forvali demókrata vegna tafanna. Fulltrúar flokksins sögðu í gærkvöldi að úrslitin tefðust vegna „misræmis“ í tilkynningum kjörstaða um úrslit. Troy Price, formaður Demókrataflokksins í Iowa, sagði við fréttamenn í nótt að hann byggist við úrslitum þegar búið væri að handtelja gögn um úrslitin „síðar í dag“. Lagði hann áherslu á að tafirnar væru vegna tæknilegra vandamála, ekki vegna þess að brotist hefði verið inn í tölvukerfi. „Þetta tekur lengur en við bjuggumst við. Kerfið er til staðar til að tryggja að við getum greint frá úrslitum með fullri vissu,“ sagði Price og New York Times hefur eftir. Nota myndir, skjöl og tölvukerfi til að telja aftur Forvalið í Iowa er ekki hefðbundin atkvæðagreiðsla heldur safnast kjósendur saman á kjörfundum í íþróttahúsum og samkomusölum þar sem þeir skipta sér í hópa eftir því hvaða frambjóðanda þeir styðja. Auk tölvukerfis sem var notað til að skrásetja úrslitin styðjast fulltrúar flokksins við myndir af úrslitum og skjölum um þau til að staðfesta úrslit. Ellefu frambjóðendur keppast um að hljóta útnefningu sem forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins í forvalinu. Framboð Bernie Sanders, óháðs öldungadeildarþingmanns frá Vermont, og Pete Buttigieg, borgarstjóra frá South Bend í Indiana, birtu eigin tölur um úrslit í gærkvöldi og töldu sig hafa gert vel. Forval Repúblikanaflokksins í Iowa fór einnig fram í gær en þar hafði Donald Trump forseti öruggan sigur. Tveir buðu sig fram gegn honum, þeir Bill Weld, fyrrverandi ríkisstjóri Massachusetts, og Joe Walsh, fyrrverandi fulltrúadeildarþingmaður frá Illinois. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Forval demókrata hefst í Iowa Bernie Sanders og Joe Biden mælast með mestan stuðning frambjóðenda í Iowa þar sem val demókrata á forsetaframbjóðanda sínum hefst í dag. 3. febrúar 2020 08:31 Kosningar í Bandaríkjunum: Biden og Bernie þykja sigurstranglegastir Demókratar í Iowa í Bandaríkjunum kjósa um forsetaframbjóðanda flokksins í dag. Nokkuð mjótt er á munum og fyrirkomulag kosninganna óútreiknanlegt. Útlit er því fyrir spennandi kosningar. 3. febrúar 2020 19:00 Óánægja og tafir í Iowa Miklar tafir hafa orðið á því að hægt sé að greina frá úrslitum í forvali demókrata í Iowa sem fram fór í gær. 4. febrúar 2020 07:00 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Erlent Fleiri fréttir Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Sjá meira
Demókrataflokkurinn í Iowa segist búast við því að greint verði frá úrslitum í forvali flokksins þar síðar í dag. Miklar tafir hafa orðið á birtingu úrslita í forvalinu sem fór fram í gær vegna tæknilegra örðugleika í nýju snjallforriti sem var notað til að halda utan um talninguna. Ringulreið hefur ríkt á meðal frambjóðenda og stuðningsmanna þeirra í forvali demókrata vegna tafanna. Fulltrúar flokksins sögðu í gærkvöldi að úrslitin tefðust vegna „misræmis“ í tilkynningum kjörstaða um úrslit. Troy Price, formaður Demókrataflokksins í Iowa, sagði við fréttamenn í nótt að hann byggist við úrslitum þegar búið væri að handtelja gögn um úrslitin „síðar í dag“. Lagði hann áherslu á að tafirnar væru vegna tæknilegra vandamála, ekki vegna þess að brotist hefði verið inn í tölvukerfi. „Þetta tekur lengur en við bjuggumst við. Kerfið er til staðar til að tryggja að við getum greint frá úrslitum með fullri vissu,“ sagði Price og New York Times hefur eftir. Nota myndir, skjöl og tölvukerfi til að telja aftur Forvalið í Iowa er ekki hefðbundin atkvæðagreiðsla heldur safnast kjósendur saman á kjörfundum í íþróttahúsum og samkomusölum þar sem þeir skipta sér í hópa eftir því hvaða frambjóðanda þeir styðja. Auk tölvukerfis sem var notað til að skrásetja úrslitin styðjast fulltrúar flokksins við myndir af úrslitum og skjölum um þau til að staðfesta úrslit. Ellefu frambjóðendur keppast um að hljóta útnefningu sem forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins í forvalinu. Framboð Bernie Sanders, óháðs öldungadeildarþingmanns frá Vermont, og Pete Buttigieg, borgarstjóra frá South Bend í Indiana, birtu eigin tölur um úrslit í gærkvöldi og töldu sig hafa gert vel. Forval Repúblikanaflokksins í Iowa fór einnig fram í gær en þar hafði Donald Trump forseti öruggan sigur. Tveir buðu sig fram gegn honum, þeir Bill Weld, fyrrverandi ríkisstjóri Massachusetts, og Joe Walsh, fyrrverandi fulltrúadeildarþingmaður frá Illinois.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Forval demókrata hefst í Iowa Bernie Sanders og Joe Biden mælast með mestan stuðning frambjóðenda í Iowa þar sem val demókrata á forsetaframbjóðanda sínum hefst í dag. 3. febrúar 2020 08:31 Kosningar í Bandaríkjunum: Biden og Bernie þykja sigurstranglegastir Demókratar í Iowa í Bandaríkjunum kjósa um forsetaframbjóðanda flokksins í dag. Nokkuð mjótt er á munum og fyrirkomulag kosninganna óútreiknanlegt. Útlit er því fyrir spennandi kosningar. 3. febrúar 2020 19:00 Óánægja og tafir í Iowa Miklar tafir hafa orðið á því að hægt sé að greina frá úrslitum í forvali demókrata í Iowa sem fram fór í gær. 4. febrúar 2020 07:00 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Erlent Fleiri fréttir Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Sjá meira
Forval demókrata hefst í Iowa Bernie Sanders og Joe Biden mælast með mestan stuðning frambjóðenda í Iowa þar sem val demókrata á forsetaframbjóðanda sínum hefst í dag. 3. febrúar 2020 08:31
Kosningar í Bandaríkjunum: Biden og Bernie þykja sigurstranglegastir Demókratar í Iowa í Bandaríkjunum kjósa um forsetaframbjóðanda flokksins í dag. Nokkuð mjótt er á munum og fyrirkomulag kosninganna óútreiknanlegt. Útlit er því fyrir spennandi kosningar. 3. febrúar 2020 19:00
Óánægja og tafir í Iowa Miklar tafir hafa orðið á því að hægt sé að greina frá úrslitum í forvali demókrata í Iowa sem fram fór í gær. 4. febrúar 2020 07:00
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent