Skóflustunga tekin að mestu framkvæmdum Alþingis í 140 ár Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. febrúar 2020 16:51 Nýju viðbyggingu Alþingis er ætlað að líta svona út. Studio granda arkitektar Fyrsta skóflustungan að nýbyggingu Alþingis var tekin í dag, sem markar mestu framkvæmd á vegum Alþingis í 140 ár. Byggingin verður 6000 fermetrar og mun koma til með að hýsa skrifstofur fyrir þingmenn, aðstöðu fyrir þingflokka, fundaherbergi nefnda og vinnuaðstöðu starfsmanna þeirra, auk funda og ráðstefnuaðstöðu. Byggingin verður tengd flestum byggingum Alþingis og verður þannig innangengt til Skála og þinghússins sjálfs auk húsalengjunnar við Kirkjustræti. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, og Ragna Árnadóttir skrifstofustjóri tóku fyrstu skóflustunguna. Fram kom í máli Steingríms við þetta tilefni að kostnaðaráætlun fyrir bygginguna sjálfa hljóði upp á 4,4 milljarða króna að viðbættum verðbótum á byggingartíma. Byggingunni er þó ætlað að draga úr leigukostnaði til lengri tíma litið - „því leiga á fjölmörgum stöðum hér í Kvosinni á mishentugu húsnæði er óhentugt og dýrt úrræði,“ eins og Steingrímur komst að orði. „Mest um vert er þó að hér verða skapaðar nútímalegar og fyrsta flokks vinnuaðstæður fyrir þingmenn og ekki síður starfsfólk Alþingis. Hér verða góðar aðstæður til að taka á móti gestum sem til Alþingis og þingnefnda koma og Alþingi verður mun betur í stakk búið til að halda ýmis konar fundi og minni ráðstefnur,“ sagði forseti Alþingis aukinheldur. Framkvæmdin væri sú stærsta á vegum Alþingis í 140 ár, að sögn Steingríms, sem vísar þar til byggingu sjálfs Alþingishússins á árunum 1880–1881. Eftir að nýbyggingin hefur risið geta þingmenn gengið innandyra á milli skrifstofa og allra fundarherbergja og þingsalar.studio granda arkitektar Tveir fyrstu verkþættirnir, jarðvegsvinna og steinklæðingin utan á byggingunni, eru þegar umsamdir. Útboð fyrir bygginguna sjálfa verður auglýst í vor og uppsteypa hefst í haust. Sigmundur hafnar steinsteypuvæðingu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, birti pistil á vefsíðu sinni í dag af þessu tilefni. Þar rekur Sigmundur það sem hann telur steinsteypuvæðingu miðborgarinnar, á kostnað eldri borgarmyndar. Þar að auki telur hann nýju viðbygginguna vera kalda og hráa. „Þrátt fyrir að Alþingishúsið hafi verið miðpunktur deilna um allt mögulegt í um 140 ár ber flestum saman um að andinn í húsinu sé góður. Það helgast ekki hvað síst hinni hlýlegu hönnun þess. Þannig eiga þinghús að vera, til þess fallin að lyfta andanum og auka vellíðan og bjartsýni,“ skrifar Sigmundur og bætir við: „Með þessari framkvæmd er Alþingi að kasta á glæ einstöku tækifæri til að auka við það sem gerir gamla bæinn í höfuðborg Íslands sérstakan. [...] Alþingi leggur nú sitt af mörkum við að tískuborgarvæða gamla miðbæinn og tekur þátt í þeirri eyðileggingu sem einkennt hefur skipulagsstefnu undanfarinna ára.“ Hér að neðan má sjá kvöldfrétt Stöðvar 2 frá því desember 2017 um bygginguna. Alþingi Reykjavík Tengdar fréttir Sex þúsund fermetra nýbygging Alþingis rís á kjörtímabilinu Kostar þrjá milljarða og Alþingi sagt spara hátt í tvö hundruð milljónir króna á ári í húsaleigu. 21. desember 2017 18:58 Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira
Fyrsta skóflustungan að nýbyggingu Alþingis var tekin í dag, sem markar mestu framkvæmd á vegum Alþingis í 140 ár. Byggingin verður 6000 fermetrar og mun koma til með að hýsa skrifstofur fyrir þingmenn, aðstöðu fyrir þingflokka, fundaherbergi nefnda og vinnuaðstöðu starfsmanna þeirra, auk funda og ráðstefnuaðstöðu. Byggingin verður tengd flestum byggingum Alþingis og verður þannig innangengt til Skála og þinghússins sjálfs auk húsalengjunnar við Kirkjustræti. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, og Ragna Árnadóttir skrifstofustjóri tóku fyrstu skóflustunguna. Fram kom í máli Steingríms við þetta tilefni að kostnaðaráætlun fyrir bygginguna sjálfa hljóði upp á 4,4 milljarða króna að viðbættum verðbótum á byggingartíma. Byggingunni er þó ætlað að draga úr leigukostnaði til lengri tíma litið - „því leiga á fjölmörgum stöðum hér í Kvosinni á mishentugu húsnæði er óhentugt og dýrt úrræði,“ eins og Steingrímur komst að orði. „Mest um vert er þó að hér verða skapaðar nútímalegar og fyrsta flokks vinnuaðstæður fyrir þingmenn og ekki síður starfsfólk Alþingis. Hér verða góðar aðstæður til að taka á móti gestum sem til Alþingis og þingnefnda koma og Alþingi verður mun betur í stakk búið til að halda ýmis konar fundi og minni ráðstefnur,“ sagði forseti Alþingis aukinheldur. Framkvæmdin væri sú stærsta á vegum Alþingis í 140 ár, að sögn Steingríms, sem vísar þar til byggingu sjálfs Alþingishússins á árunum 1880–1881. Eftir að nýbyggingin hefur risið geta þingmenn gengið innandyra á milli skrifstofa og allra fundarherbergja og þingsalar.studio granda arkitektar Tveir fyrstu verkþættirnir, jarðvegsvinna og steinklæðingin utan á byggingunni, eru þegar umsamdir. Útboð fyrir bygginguna sjálfa verður auglýst í vor og uppsteypa hefst í haust. Sigmundur hafnar steinsteypuvæðingu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, birti pistil á vefsíðu sinni í dag af þessu tilefni. Þar rekur Sigmundur það sem hann telur steinsteypuvæðingu miðborgarinnar, á kostnað eldri borgarmyndar. Þar að auki telur hann nýju viðbygginguna vera kalda og hráa. „Þrátt fyrir að Alþingishúsið hafi verið miðpunktur deilna um allt mögulegt í um 140 ár ber flestum saman um að andinn í húsinu sé góður. Það helgast ekki hvað síst hinni hlýlegu hönnun þess. Þannig eiga þinghús að vera, til þess fallin að lyfta andanum og auka vellíðan og bjartsýni,“ skrifar Sigmundur og bætir við: „Með þessari framkvæmd er Alþingi að kasta á glæ einstöku tækifæri til að auka við það sem gerir gamla bæinn í höfuðborg Íslands sérstakan. [...] Alþingi leggur nú sitt af mörkum við að tískuborgarvæða gamla miðbæinn og tekur þátt í þeirri eyðileggingu sem einkennt hefur skipulagsstefnu undanfarinna ára.“ Hér að neðan má sjá kvöldfrétt Stöðvar 2 frá því desember 2017 um bygginguna.
Alþingi Reykjavík Tengdar fréttir Sex þúsund fermetra nýbygging Alþingis rís á kjörtímabilinu Kostar þrjá milljarða og Alþingi sagt spara hátt í tvö hundruð milljónir króna á ári í húsaleigu. 21. desember 2017 18:58 Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira
Sex þúsund fermetra nýbygging Alþingis rís á kjörtímabilinu Kostar þrjá milljarða og Alþingi sagt spara hátt í tvö hundruð milljónir króna á ári í húsaleigu. 21. desember 2017 18:58