33 ára gömul mamma ætlar að vera sú fljótasta í heimi á ÓL í sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. febrúar 2020 13:30 Shelly-Ann Fraser-Pryce fagnar HM-gullinu í fyrrahaust með syninum Zion. Getty/Serhat Cagdas Shelly-Ann Fraser-Pryce skrifaði sig á spjöld sögunnar í september og hefur nú sett stefnuna á að gera það aftur á Ólympíuleikunum í sumar. Shelly-Ann Fraser-Pryce varð í september elsta konan til að verða heims- eða Ólympíumeistari í 100 metra hlaupi þegar hún varð heimsmeistari á HM í Dóha. Þetta var fjórði heimsmeistaratitill hennar í 100 metra hlaupi á ferlinum en sá fyrsti eftir að hún varð mamma í fyrsta sinn. Fraser-Pryce varð einnig heimsmeistari 2009, 2013 og 2015 en hún eignaðist soninn Zyon í ágúst 2017. Shelly-Ann Fraser-Pryce var frá keppni í tvö ár en snéri til baka með glæsibrag og kom fyrst í mark á HM 2019 á 10,71 sekúndum. Hún kom í mark 0,12 sekúndum á undan hinni 24 ára gömlu Dinu Asher-Smith. Nú hefur Fraser-Pryce sett stefnuna á að vinna sitt þriðja Ólympíugull í 100 metra hlaupi en hún vann gull á ÓL í Peking 2008 og ÓL í London 2012 en brons á ÓL í Ríó 2016. The pocket rocket is back! Double 100m Olympic champion Shelly-Ann Fraser-Pryce has her eyes on the top prize at Tokyo. In full https://t.co/5xxouvb0H3pic.twitter.com/PxQfWA2WEw— BBC Sport (@BBCSport) February 5, 2020 „Ég er ekki í vafa á því að þetta er möguleiki miðað við það að ég hef nú haft eitt ár í viðbót til að bæta mitt form. Ég fékk góðan tíma til að hugsa um mín markmið í barnsburðarleyfinu og ég ákvað að halda áfram og ná mínum fjórðu Ólympíuleikum,“ sagði Shelly-Ann Fraser-Pryce. Shelly-Ann Fraser-Pryce ætlar einnig að keppa í 200 metra hlaupi á ÓL í Tókýó en hún varð heimsmeistari í eina skiptið í þeirri grein fyrir sjö árum síðan. Fraser-Pryce vann einnig silfur í 200 metra hlaupi á ÓL í London 2012. „Ég ætlaði alltaf að taka tvennuna á heimsmeistaramótinu líka en þjálfarinn minn vildi það ekki af því að ég var að koma til baka eftir langt hlé. Núna ætla ég að keppa í báðum greinum og allur minn undirbúningur miðast við það,“ sagði Fraser-Pryce. Shelly-Ann Fraser-Pryce eyes 100m and 200m double at Tokyo Olympic Games. Full story https://t.co/FXCWZJlqkF#NewsChain#ShellyAnnFraserPryce@realshellyannfp#Tokyo#OlympicGamespic.twitter.com/syi1SG928c— NewsChain (@newschainuk) February 5, 2020 Shelly-Ann Fraser-Pryce þurfti að fara í keisaraskurð þegar hún eignaðist Zion og þurfti því að hlaupa með sérstakt stuðningsband til að styðja við kviðinn hennar. Hún lét það ekki stoppa sig. Fraser-Pryce vann síðan hug og hjörtu heimsins þegar hún hljóp sigurhringinn með tveggja ára son sinn í fanginu. Frjálsar íþróttir Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Gunnar tekur aftur við Haukum Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Sjá meira
Shelly-Ann Fraser-Pryce skrifaði sig á spjöld sögunnar í september og hefur nú sett stefnuna á að gera það aftur á Ólympíuleikunum í sumar. Shelly-Ann Fraser-Pryce varð í september elsta konan til að verða heims- eða Ólympíumeistari í 100 metra hlaupi þegar hún varð heimsmeistari á HM í Dóha. Þetta var fjórði heimsmeistaratitill hennar í 100 metra hlaupi á ferlinum en sá fyrsti eftir að hún varð mamma í fyrsta sinn. Fraser-Pryce varð einnig heimsmeistari 2009, 2013 og 2015 en hún eignaðist soninn Zyon í ágúst 2017. Shelly-Ann Fraser-Pryce var frá keppni í tvö ár en snéri til baka með glæsibrag og kom fyrst í mark á HM 2019 á 10,71 sekúndum. Hún kom í mark 0,12 sekúndum á undan hinni 24 ára gömlu Dinu Asher-Smith. Nú hefur Fraser-Pryce sett stefnuna á að vinna sitt þriðja Ólympíugull í 100 metra hlaupi en hún vann gull á ÓL í Peking 2008 og ÓL í London 2012 en brons á ÓL í Ríó 2016. The pocket rocket is back! Double 100m Olympic champion Shelly-Ann Fraser-Pryce has her eyes on the top prize at Tokyo. In full https://t.co/5xxouvb0H3pic.twitter.com/PxQfWA2WEw— BBC Sport (@BBCSport) February 5, 2020 „Ég er ekki í vafa á því að þetta er möguleiki miðað við það að ég hef nú haft eitt ár í viðbót til að bæta mitt form. Ég fékk góðan tíma til að hugsa um mín markmið í barnsburðarleyfinu og ég ákvað að halda áfram og ná mínum fjórðu Ólympíuleikum,“ sagði Shelly-Ann Fraser-Pryce. Shelly-Ann Fraser-Pryce ætlar einnig að keppa í 200 metra hlaupi á ÓL í Tókýó en hún varð heimsmeistari í eina skiptið í þeirri grein fyrir sjö árum síðan. Fraser-Pryce vann einnig silfur í 200 metra hlaupi á ÓL í London 2012. „Ég ætlaði alltaf að taka tvennuna á heimsmeistaramótinu líka en þjálfarinn minn vildi það ekki af því að ég var að koma til baka eftir langt hlé. Núna ætla ég að keppa í báðum greinum og allur minn undirbúningur miðast við það,“ sagði Fraser-Pryce. Shelly-Ann Fraser-Pryce eyes 100m and 200m double at Tokyo Olympic Games. Full story https://t.co/FXCWZJlqkF#NewsChain#ShellyAnnFraserPryce@realshellyannfp#Tokyo#OlympicGamespic.twitter.com/syi1SG928c— NewsChain (@newschainuk) February 5, 2020 Shelly-Ann Fraser-Pryce þurfti að fara í keisaraskurð þegar hún eignaðist Zion og þurfti því að hlaupa með sérstakt stuðningsband til að styðja við kviðinn hennar. Hún lét það ekki stoppa sig. Fraser-Pryce vann síðan hug og hjörtu heimsins þegar hún hljóp sigurhringinn með tveggja ára son sinn í fanginu.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Gunnar tekur aftur við Haukum Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Sjá meira