33 ára gömul mamma ætlar að vera sú fljótasta í heimi á ÓL í sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. febrúar 2020 13:30 Shelly-Ann Fraser-Pryce fagnar HM-gullinu í fyrrahaust með syninum Zion. Getty/Serhat Cagdas Shelly-Ann Fraser-Pryce skrifaði sig á spjöld sögunnar í september og hefur nú sett stefnuna á að gera það aftur á Ólympíuleikunum í sumar. Shelly-Ann Fraser-Pryce varð í september elsta konan til að verða heims- eða Ólympíumeistari í 100 metra hlaupi þegar hún varð heimsmeistari á HM í Dóha. Þetta var fjórði heimsmeistaratitill hennar í 100 metra hlaupi á ferlinum en sá fyrsti eftir að hún varð mamma í fyrsta sinn. Fraser-Pryce varð einnig heimsmeistari 2009, 2013 og 2015 en hún eignaðist soninn Zyon í ágúst 2017. Shelly-Ann Fraser-Pryce var frá keppni í tvö ár en snéri til baka með glæsibrag og kom fyrst í mark á HM 2019 á 10,71 sekúndum. Hún kom í mark 0,12 sekúndum á undan hinni 24 ára gömlu Dinu Asher-Smith. Nú hefur Fraser-Pryce sett stefnuna á að vinna sitt þriðja Ólympíugull í 100 metra hlaupi en hún vann gull á ÓL í Peking 2008 og ÓL í London 2012 en brons á ÓL í Ríó 2016. The pocket rocket is back! Double 100m Olympic champion Shelly-Ann Fraser-Pryce has her eyes on the top prize at Tokyo. In full https://t.co/5xxouvb0H3pic.twitter.com/PxQfWA2WEw— BBC Sport (@BBCSport) February 5, 2020 „Ég er ekki í vafa á því að þetta er möguleiki miðað við það að ég hef nú haft eitt ár í viðbót til að bæta mitt form. Ég fékk góðan tíma til að hugsa um mín markmið í barnsburðarleyfinu og ég ákvað að halda áfram og ná mínum fjórðu Ólympíuleikum,“ sagði Shelly-Ann Fraser-Pryce. Shelly-Ann Fraser-Pryce ætlar einnig að keppa í 200 metra hlaupi á ÓL í Tókýó en hún varð heimsmeistari í eina skiptið í þeirri grein fyrir sjö árum síðan. Fraser-Pryce vann einnig silfur í 200 metra hlaupi á ÓL í London 2012. „Ég ætlaði alltaf að taka tvennuna á heimsmeistaramótinu líka en þjálfarinn minn vildi það ekki af því að ég var að koma til baka eftir langt hlé. Núna ætla ég að keppa í báðum greinum og allur minn undirbúningur miðast við það,“ sagði Fraser-Pryce. Shelly-Ann Fraser-Pryce eyes 100m and 200m double at Tokyo Olympic Games. Full story https://t.co/FXCWZJlqkF#NewsChain#ShellyAnnFraserPryce@realshellyannfp#Tokyo#OlympicGamespic.twitter.com/syi1SG928c— NewsChain (@newschainuk) February 5, 2020 Shelly-Ann Fraser-Pryce þurfti að fara í keisaraskurð þegar hún eignaðist Zion og þurfti því að hlaupa með sérstakt stuðningsband til að styðja við kviðinn hennar. Hún lét það ekki stoppa sig. Fraser-Pryce vann síðan hug og hjörtu heimsins þegar hún hljóp sigurhringinn með tveggja ára son sinn í fanginu. Frjálsar íþróttir Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sjá meira
Shelly-Ann Fraser-Pryce skrifaði sig á spjöld sögunnar í september og hefur nú sett stefnuna á að gera það aftur á Ólympíuleikunum í sumar. Shelly-Ann Fraser-Pryce varð í september elsta konan til að verða heims- eða Ólympíumeistari í 100 metra hlaupi þegar hún varð heimsmeistari á HM í Dóha. Þetta var fjórði heimsmeistaratitill hennar í 100 metra hlaupi á ferlinum en sá fyrsti eftir að hún varð mamma í fyrsta sinn. Fraser-Pryce varð einnig heimsmeistari 2009, 2013 og 2015 en hún eignaðist soninn Zyon í ágúst 2017. Shelly-Ann Fraser-Pryce var frá keppni í tvö ár en snéri til baka með glæsibrag og kom fyrst í mark á HM 2019 á 10,71 sekúndum. Hún kom í mark 0,12 sekúndum á undan hinni 24 ára gömlu Dinu Asher-Smith. Nú hefur Fraser-Pryce sett stefnuna á að vinna sitt þriðja Ólympíugull í 100 metra hlaupi en hún vann gull á ÓL í Peking 2008 og ÓL í London 2012 en brons á ÓL í Ríó 2016. The pocket rocket is back! Double 100m Olympic champion Shelly-Ann Fraser-Pryce has her eyes on the top prize at Tokyo. In full https://t.co/5xxouvb0H3pic.twitter.com/PxQfWA2WEw— BBC Sport (@BBCSport) February 5, 2020 „Ég er ekki í vafa á því að þetta er möguleiki miðað við það að ég hef nú haft eitt ár í viðbót til að bæta mitt form. Ég fékk góðan tíma til að hugsa um mín markmið í barnsburðarleyfinu og ég ákvað að halda áfram og ná mínum fjórðu Ólympíuleikum,“ sagði Shelly-Ann Fraser-Pryce. Shelly-Ann Fraser-Pryce ætlar einnig að keppa í 200 metra hlaupi á ÓL í Tókýó en hún varð heimsmeistari í eina skiptið í þeirri grein fyrir sjö árum síðan. Fraser-Pryce vann einnig silfur í 200 metra hlaupi á ÓL í London 2012. „Ég ætlaði alltaf að taka tvennuna á heimsmeistaramótinu líka en þjálfarinn minn vildi það ekki af því að ég var að koma til baka eftir langt hlé. Núna ætla ég að keppa í báðum greinum og allur minn undirbúningur miðast við það,“ sagði Fraser-Pryce. Shelly-Ann Fraser-Pryce eyes 100m and 200m double at Tokyo Olympic Games. Full story https://t.co/FXCWZJlqkF#NewsChain#ShellyAnnFraserPryce@realshellyannfp#Tokyo#OlympicGamespic.twitter.com/syi1SG928c— NewsChain (@newschainuk) February 5, 2020 Shelly-Ann Fraser-Pryce þurfti að fara í keisaraskurð þegar hún eignaðist Zion og þurfti því að hlaupa með sérstakt stuðningsband til að styðja við kviðinn hennar. Hún lét það ekki stoppa sig. Fraser-Pryce vann síðan hug og hjörtu heimsins þegar hún hljóp sigurhringinn með tveggja ára son sinn í fanginu.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sjá meira