Innlent

Sjö sóttu um stöðu Borgar­leik­hús­stjóra

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Kristín Eysteinsdóttir lætur af störfum sem Borgarleikhússtjóri næsta sumar.
Kristín Eysteinsdóttir lætur af störfum sem Borgarleikhússtjóri næsta sumar. Vísir/Vilhelm

Sjö sóttu um stöðu Borgarleikhússtjóra, sem auglýst var til umsóknar þann 16. janúar síðastliðinn. Stjórn Leikfélags Reykjavíkur vinnur nú úr umsóknunum og mun birta niðurstöðu sína á næstu vikum, að því er fram kemur í tilkynningu frá stjórn LR. Listi yfir umsækjendur  verður ekki birtur.

Seinna ráðningartímabil Kristínar Eysteinsdóttur, núverandi Borgarleikhússtjóra, rennur út í júlí á næsta ári. Umsóknarfrestur rann út 30. janúar síðastliðinn en í auglýsingu um umsóknarferlið var tekið fram að stjórn LR vildi undirbúa ráðningu eftirmanns Kristínar tímanlega.

Kristín hefur verið leikhússtjóri frá árinu 2014. Nýr leikhússtjóri mun byrja að vinna með Kristínu strax í upphafi árs 2021.


Tengdar fréttir

Magnús Geir tekur við Borgarleikhúsinu

Stjórn Borgarleikhússins ákvað á fundi í morgun að ráða Magnús Geir Þórðarson, leikhússtjóra Leikfélags Akureyrar, í stöðu leikhússtjóra Borgarleikhússins í stað Guðjóns Pedersen sem lætur af störfum eftir átta ára valdatíð næsta haust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×