Einn nú látinn eftir flugslysið í Istanbúl og 157 slasaðir Eiður Þór Árnason skrifar 5. febrúar 2020 21:02 Farþegaflugvélin stórskemmdist þegar hún rann út á engi við hlið flugbrautarinnar. Vísir/Getty Einn er nú sagður látinn eftir flugslysið sem átti sér stað á flugvelli í Istanbúl í Tyrklandi í dag þegar farþegaþota rann út af flugbraut og brotnaði í hluta. Fahrettin Koca, heilbrigðisráðherra Tyrklands, greindi frá þessu í kvöld. Á sama tíma hefur opinber tala slasaðra hækkað úr 120 í 157. Koca sagði hin slösuðu hafa verið flutt á fleira en eitt sjúkrahús og að þrír hafi þurft að gangast undir læknisaðgerð. Tveir aðrir eru sagðir vera á gjörgæslu eftir slysið en engir hinna fimm einstaklinga eru taldir vera í lífshættu. Flugvélin var á vegum lággjaldaflugfélagsins Pegasus og kom frá borginni Izmir til lendingar á Sabiha Gocken-flugvellinum í Istanbúl, að sögn AP-fréttastofunnar. Við lendinguna rann vélin út af flugbrautinni og brotnaði í að því er virðist þrjá hluta á engi. Farþegar sáust skríða út úr sprungum í flakinu á sjónvarpsmyndum. Tyrknesk sjónvarpsstöð fullyrti að kviknað hefði í flakinu en að slökkt hefði verið í eldinum. Vindasamt og mikil rigning var á svæðinu þegar atvikið átti sér stað en samkvæmt þarlendum samgönguyfirvöldum átti vélin erfitt með lendingu og tókst ekki að hægja fyllilega á ferð hennar á flugbrautinni með fyrrnefndum afleiðingum. Talið er að um 177 manns hafi verið um borð í vélinni, þar af sex í áhöfn, en hún er af gerðinni Boeing 737. Flugvellinum var lokað vegna slyssins og umferð beint á aðalflugvöll borgarinnar. Slysið á sér stað einungis um mánuði eftir að önnur vél í eigu sama flugfélags með 164 farþega um borð rann út af flugbraut á sama flugvelli þann 7. janúar síðastliðinn. Engum varð meint af í því óhappi. Fréttir af flugi Tyrkland Tengdar fréttir 120 slasaðir eftir að flugvél rann út af flugbraut og brotnaði í hluta Talið er að 177 manns hafi verið um borð í farþegaflugvél sem rann út af flugbrautinni við Istanbúl í Tyrklandi. 5. febrúar 2020 16:39 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Sjá meira
Einn er nú sagður látinn eftir flugslysið sem átti sér stað á flugvelli í Istanbúl í Tyrklandi í dag þegar farþegaþota rann út af flugbraut og brotnaði í hluta. Fahrettin Koca, heilbrigðisráðherra Tyrklands, greindi frá þessu í kvöld. Á sama tíma hefur opinber tala slasaðra hækkað úr 120 í 157. Koca sagði hin slösuðu hafa verið flutt á fleira en eitt sjúkrahús og að þrír hafi þurft að gangast undir læknisaðgerð. Tveir aðrir eru sagðir vera á gjörgæslu eftir slysið en engir hinna fimm einstaklinga eru taldir vera í lífshættu. Flugvélin var á vegum lággjaldaflugfélagsins Pegasus og kom frá borginni Izmir til lendingar á Sabiha Gocken-flugvellinum í Istanbúl, að sögn AP-fréttastofunnar. Við lendinguna rann vélin út af flugbrautinni og brotnaði í að því er virðist þrjá hluta á engi. Farþegar sáust skríða út úr sprungum í flakinu á sjónvarpsmyndum. Tyrknesk sjónvarpsstöð fullyrti að kviknað hefði í flakinu en að slökkt hefði verið í eldinum. Vindasamt og mikil rigning var á svæðinu þegar atvikið átti sér stað en samkvæmt þarlendum samgönguyfirvöldum átti vélin erfitt með lendingu og tókst ekki að hægja fyllilega á ferð hennar á flugbrautinni með fyrrnefndum afleiðingum. Talið er að um 177 manns hafi verið um borð í vélinni, þar af sex í áhöfn, en hún er af gerðinni Boeing 737. Flugvellinum var lokað vegna slyssins og umferð beint á aðalflugvöll borgarinnar. Slysið á sér stað einungis um mánuði eftir að önnur vél í eigu sama flugfélags með 164 farþega um borð rann út af flugbraut á sama flugvelli þann 7. janúar síðastliðinn. Engum varð meint af í því óhappi.
Fréttir af flugi Tyrkland Tengdar fréttir 120 slasaðir eftir að flugvél rann út af flugbraut og brotnaði í hluta Talið er að 177 manns hafi verið um borð í farþegaflugvél sem rann út af flugbrautinni við Istanbúl í Tyrklandi. 5. febrúar 2020 16:39 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Sjá meira
120 slasaðir eftir að flugvél rann út af flugbraut og brotnaði í hluta Talið er að 177 manns hafi verið um borð í farþegaflugvél sem rann út af flugbrautinni við Istanbúl í Tyrklandi. 5. febrúar 2020 16:39