Frestast að taka nýju stólalyftuna í Hlíðarfjalli í notkun Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. febrúar 2020 23:15 Þessi mynd var tekin af lyftunni fyrir áramót. Vísir/Tryggvi Það mun frestast um rúman mánuð eða svo að taka nýja skíðalyftu í Hlíðarfjalli í notkun. Taka átti lyftuna í notkun nú um mánaðamótin en greint er frá því á Facebook-síðu Akureyrarbæjar að það muni frestast af óviðráðanlegum orsökum. Guðmundur Karl Jónsson, forstöðumaður skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli, segir í samtali við Vísi að það sé stefnt að því að taka nýju lyftuna í notkun í seinni hluta mars. Það ætti því að nást að taka hana í notkun fyrir páskana sem eru í apríl. Í Facebook-færslu bæjarins segir að slæm veðurskilyrði um of langan tíma hafi gert mönnum óhægt um vik að klára ýmsa tæknilega vinnu við uppsetningu og frágang lyftunnar. „Janúar fauk bara út í veður og vind,“ segir Guðmundur og vísar þar í slæmt veður í síðasta mánuði þar sem hver lægðin rak aðra með tilheyrandi úrkomu og roki. Það sé erfitt að skipuleggja vinnuna þegar svo illa viðrar. „Svo stillum við upp iðnaðarmönnunum og þeir eiga að gera þetta og þetta og þetta. Svo geta þeir ekki unnið í viku og fara að vinna í einhverju öðru og koma þá ekki alveg stökkvandi þegar veðrið dettur niður,“ segir Guðmundur. Eins og áður segir er stefnt að því að taka lyftuna í notkun í seinni hluta mars. Það mun því tæplega takast að opna hana fyrir vetrarfrí grunnskólanna. Hins vegar tekst það tæplega að ná að taka lyftuna í notkun fyrir vetrarfrí grunnskólanna. Það hefur notið vinsælda hjá fjölskyldum að fara í skíðaferð norður í vetrarfríinu. Hjá stærsta sveitarfélagi landsins, Reykjavíkurborg, er vetrarfrí um mánaðamótin febrúar-mars eða eftir um þrjár vikur. Akureyri Skíðasvæði Tengdar fréttir Framkvæmdir við nýja skíðalyftu komnar á fullt Framkvæmdir við gerð nýrrar stólalyftu á skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli við Akureyri eru komnar á fullt. Allt kapp er lagt á að lyftan verði komin í gagnið í tæka tíð fyrir skíðavertíðina í vetur. 24. ágúst 2019 21:22 Styttist í að nýja stólalyftan í Hlíðarfjalli verði tekin í notkun Skíðavertíðin hefur varið vel af stað í Hlíðarfjalli þessi jólin og það styttist í að ný stólalyfta verði opnuð. 30. desember 2019 09:30 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Sjá meira
Það mun frestast um rúman mánuð eða svo að taka nýja skíðalyftu í Hlíðarfjalli í notkun. Taka átti lyftuna í notkun nú um mánaðamótin en greint er frá því á Facebook-síðu Akureyrarbæjar að það muni frestast af óviðráðanlegum orsökum. Guðmundur Karl Jónsson, forstöðumaður skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli, segir í samtali við Vísi að það sé stefnt að því að taka nýju lyftuna í notkun í seinni hluta mars. Það ætti því að nást að taka hana í notkun fyrir páskana sem eru í apríl. Í Facebook-færslu bæjarins segir að slæm veðurskilyrði um of langan tíma hafi gert mönnum óhægt um vik að klára ýmsa tæknilega vinnu við uppsetningu og frágang lyftunnar. „Janúar fauk bara út í veður og vind,“ segir Guðmundur og vísar þar í slæmt veður í síðasta mánuði þar sem hver lægðin rak aðra með tilheyrandi úrkomu og roki. Það sé erfitt að skipuleggja vinnuna þegar svo illa viðrar. „Svo stillum við upp iðnaðarmönnunum og þeir eiga að gera þetta og þetta og þetta. Svo geta þeir ekki unnið í viku og fara að vinna í einhverju öðru og koma þá ekki alveg stökkvandi þegar veðrið dettur niður,“ segir Guðmundur. Eins og áður segir er stefnt að því að taka lyftuna í notkun í seinni hluta mars. Það mun því tæplega takast að opna hana fyrir vetrarfrí grunnskólanna. Hins vegar tekst það tæplega að ná að taka lyftuna í notkun fyrir vetrarfrí grunnskólanna. Það hefur notið vinsælda hjá fjölskyldum að fara í skíðaferð norður í vetrarfríinu. Hjá stærsta sveitarfélagi landsins, Reykjavíkurborg, er vetrarfrí um mánaðamótin febrúar-mars eða eftir um þrjár vikur.
Akureyri Skíðasvæði Tengdar fréttir Framkvæmdir við nýja skíðalyftu komnar á fullt Framkvæmdir við gerð nýrrar stólalyftu á skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli við Akureyri eru komnar á fullt. Allt kapp er lagt á að lyftan verði komin í gagnið í tæka tíð fyrir skíðavertíðina í vetur. 24. ágúst 2019 21:22 Styttist í að nýja stólalyftan í Hlíðarfjalli verði tekin í notkun Skíðavertíðin hefur varið vel af stað í Hlíðarfjalli þessi jólin og það styttist í að ný stólalyfta verði opnuð. 30. desember 2019 09:30 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Sjá meira
Framkvæmdir við nýja skíðalyftu komnar á fullt Framkvæmdir við gerð nýrrar stólalyftu á skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli við Akureyri eru komnar á fullt. Allt kapp er lagt á að lyftan verði komin í gagnið í tæka tíð fyrir skíðavertíðina í vetur. 24. ágúst 2019 21:22
Styttist í að nýja stólalyftan í Hlíðarfjalli verði tekin í notkun Skíðavertíðin hefur varið vel af stað í Hlíðarfjalli þessi jólin og það styttist í að ný stólalyfta verði opnuð. 30. desember 2019 09:30