Margrét framkvæmdastjóri hjá Advania Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. febrúar 2020 11:47 Margrét er með BS gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og hefur lokið PMD stjórnendanámi í Háskólanum í Reykjavík. Margrét Gunnlaugsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri ráðgjafar og sérlausna Advania. Hún hefur starfað hjá fyrirtækinu síðan 2018, fyrst sem forstöðumaður á rekstrarlausnasviði og nú síðast sem forstöðumaður mannauðslausna. Í tilkynningu frá Advania segir að Margrét hafi víðtæka stjórnunarreynslu úr upplýsingatæknigeiranum. Hún var áður vöru- og viðskiptaþróunarstjóri hjá Já, sviðsstjóri hjá Wise og rekstrarstjóri tækniþjónustu Íslandsbanka. Margrét stýrir nú fjölmennu sviði og því tilheyra veflausnir, skólalausnir, rafræn viðskipti, mannauðslausnir, sala og ráðgjöf. Í einingum sviðsins er fengist við hugbúnaðarþróun, þjónustu, ráðgjöf og innleiðingar ásamt sölu á vörum Advania og lausnum samstarfsaðila. Margrét tekur við af Önnu Björk Bjarnadóttur sem hverfur til annarra starfa. Advania þakkar Önnu Björk kærlega fyrir vel unnin störf og óskar henni velfarnaðar á nýjum vettvangi. „Það er virkilega gaman að vera treyst fyrir þessu verkefni. Ég veit ekkert skemmtilegra en að skapa virði fyrir viðskiptavini með notkun tækninnar. Ég hlakka mikið til að vinna áfram með því frábæra fólki sem starfar hjá ráðgjöf og sérlausnum Advania, og nú í nýju hlutverki. Okkar markmið er eftir sem áður að hjálpa okkar viðskiptavinum við að ná sem bestum árangri í sínum verkefnum,“ segir Margrét í tilkynningunni. Þórður Ingi Guðmundsson tekur við sem forstöðumaður mannauðslausna Advania. Hann er með BS gráðu í eðlisfræði og vélaverkfræði, og MS gráðu í orkuverkfræði. Hann hefur verið hjá Advania í ár og þar á undan vann hann í sex ár við þróun greiðslulausna hjá Valitor. Framkvæmdastjórn Advania skipa þau Ægir Már Þórisson forstjóri, Sigurður Sæberg Þorsteinsson, Sigrún Ámundadóttir, Einar Þórarinsson, Jón Brynjar Ólafsson og Margrét Gunnlaugsdóttir. Upplýsingatækni Vistaskipti Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira
Margrét Gunnlaugsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri ráðgjafar og sérlausna Advania. Hún hefur starfað hjá fyrirtækinu síðan 2018, fyrst sem forstöðumaður á rekstrarlausnasviði og nú síðast sem forstöðumaður mannauðslausna. Í tilkynningu frá Advania segir að Margrét hafi víðtæka stjórnunarreynslu úr upplýsingatæknigeiranum. Hún var áður vöru- og viðskiptaþróunarstjóri hjá Já, sviðsstjóri hjá Wise og rekstrarstjóri tækniþjónustu Íslandsbanka. Margrét stýrir nú fjölmennu sviði og því tilheyra veflausnir, skólalausnir, rafræn viðskipti, mannauðslausnir, sala og ráðgjöf. Í einingum sviðsins er fengist við hugbúnaðarþróun, þjónustu, ráðgjöf og innleiðingar ásamt sölu á vörum Advania og lausnum samstarfsaðila. Margrét tekur við af Önnu Björk Bjarnadóttur sem hverfur til annarra starfa. Advania þakkar Önnu Björk kærlega fyrir vel unnin störf og óskar henni velfarnaðar á nýjum vettvangi. „Það er virkilega gaman að vera treyst fyrir þessu verkefni. Ég veit ekkert skemmtilegra en að skapa virði fyrir viðskiptavini með notkun tækninnar. Ég hlakka mikið til að vinna áfram með því frábæra fólki sem starfar hjá ráðgjöf og sérlausnum Advania, og nú í nýju hlutverki. Okkar markmið er eftir sem áður að hjálpa okkar viðskiptavinum við að ná sem bestum árangri í sínum verkefnum,“ segir Margrét í tilkynningunni. Þórður Ingi Guðmundsson tekur við sem forstöðumaður mannauðslausna Advania. Hann er með BS gráðu í eðlisfræði og vélaverkfræði, og MS gráðu í orkuverkfræði. Hann hefur verið hjá Advania í ár og þar á undan vann hann í sex ár við þróun greiðslulausna hjá Valitor. Framkvæmdastjórn Advania skipa þau Ægir Már Þórisson forstjóri, Sigurður Sæberg Þorsteinsson, Sigrún Ámundadóttir, Einar Þórarinsson, Jón Brynjar Ólafsson og Margrét Gunnlaugsdóttir.
Upplýsingatækni Vistaskipti Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira