Marel umbunaði Árna Oddi ríkulega fyrir síðasta ár Stefán Ó. Jónsson skrifar 6. febrúar 2020 12:15 Árni Oddur Þórðarson hefur haldið um stjórnartaumana í Marel frá því í lok árs 2013. Marel Uppfært klukkan 16:10. Marel hefur sent frá sér leiðrétta útgáfu af ársreikningi síðasta árs. Í honum lækka laun forstjóra Marels um fjórðung. Leiðréttingu Marels má sjá hér en upprunalega frétt að neðan. Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels, hafði að jafnaði um 17 milljónir króna í mánaðartekjur á síðasta ári. Hann fékk greiddar alls um 200 milljónir króna í laun, hlunnindi og kaupauka í fyrra, að því er fram kemur í ársreikningi Marels fyrir síðasta ár. Fréttablaðið gerði sér fyrst mat úr honum en ársreikninginn má nálgast í heild sinni hér. Í viðauka við ársreikninginn eru laun stjórnarmanna og Árna Odds sundurliðuð, eins og sjá má hér að neðan. Þar má til að mynda lesa að forstjórinn fékk greiddar um 125 milljónir króna í laun, hlunnindi og kaupaukagreiðslur árið 2018, séu 910 þúsund evrurnar sem hann hlaut reiknaðar á núverandi gengi. Þar að auki veitti stjórn Marels Árna Oddi kauprétt að því sem samsvarar 1.610 þúsund hlutum í félaginu árið 2018. Þóknanir forstjórans jukust hins vegar nokkuð á síðasta ári ef marka má nýja ársreikninginn. Þannig hafði Árni Oddur 1,06 milljónir evra í regluleg laun og hlunndi í fyrra, næstum 150 milljónir króna, og hlaut kaupaukagreiðslu upp á ríflega 380 þúsund evrur, 53 milljónir króna. Samanlagt gerir þetta næstum 1,4 milljónir evra, tæplega 200 milljónir króna. Kaupréttur hans á nýliðnu rekstrarári jókst jafnframt í 2.260 þúsund hluti. Síðastliðið ár var viðburðaríkt og gjöfult í rekstri Marels. Tekjur ársins 2019 voru tæplega 1,3 milljarðar evra, skráning Marels í kauphöllina í Amsterdam síðastliðið sumar telst hafa heppnast vel meðfram hlutafjáraukningu um 15 prósent. Þá hækkaði hlutabréfaverð Marels í Kauphöllinn um 66 prósent í fyrra, mest allra félaga. Þá greindi félagið í gær frá nýrri langtímafjármögnun upp á 700 milljónir evra, sem ætlað er að veita félaginu „aukinn rekstrarlegan sveigjanleika og styður við langtímavaxtarmarkmið félagsins.“ Að sama skapi landaði Marel á dögunum samningi við Bell & Evans um hönnun og uppbyggingu á „nýrri og byltingarkenndri hátækni kjúklingaverksmiðju“ í Bandaríkjunum. Fyrstu vikur ársins 2020 gefa því „góð fyrirheit um framhaldið,“ eins og Árni Oddur komst að orði í tilkynningu í gærkvöldi.Sjá einnig: Árni Oddur sæmdur riddarakrossi Stjórn Marel mun leggja til við aðalfund félagsins, sem haldinn verður þann 18.mars nk., að hluthafar fái greiddan arð fyrir rekstrarárið 2019 sem nemur 5,79 evrusentum á hlut. Áætluð heildararðgreiðsla nemur um 44 milljónum evra sem samsvarar um það bil 40 prósent af hagnaði ársins, sem nam 110,1 milljónum evra. Þar á Árni aftur von á greiðslu enda á hann næstum fimmtungshlut í félaginu Eyri Invest, næst stærsta hluthafa Marels. Meðal annarra eigenda Eyris Invest eru Þórður Magnússon, faðir Árna, sem á 20,6 prósent og Landsbankinn með 14,1 prósent. Eyrir Invest á nú tæplega 25 prósent í Marel. Markaðir Tekjur Tengdar fréttir Árni Oddur sæmdur riddarakrossi Fjórtán Íslendingar voru sæmdir heiðursmerki hinnar íslenski fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag. 1. janúar 2020 15:02 Keyptu í Marel fyrir 1.350 milljónir Erlendir fjárfestingarsjóðir, sem komu fyrst inn í hluthafahóp Marels í útboði í júní, bættu við sig um 2,3 milljónum hluta að nafnverði í félaginu í síðasta mánuði, eða fyrir um 1.350 milljónir króna miðað við núverandi gengi bréfa Marels. 6. nóvember 2019 08:00 Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Uppfært klukkan 16:10. Marel hefur sent frá sér leiðrétta útgáfu af ársreikningi síðasta árs. Í honum lækka laun forstjóra Marels um fjórðung. Leiðréttingu Marels má sjá hér en upprunalega frétt að neðan. Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels, hafði að jafnaði um 17 milljónir króna í mánaðartekjur á síðasta ári. Hann fékk greiddar alls um 200 milljónir króna í laun, hlunnindi og kaupauka í fyrra, að því er fram kemur í ársreikningi Marels fyrir síðasta ár. Fréttablaðið gerði sér fyrst mat úr honum en ársreikninginn má nálgast í heild sinni hér. Í viðauka við ársreikninginn eru laun stjórnarmanna og Árna Odds sundurliðuð, eins og sjá má hér að neðan. Þar má til að mynda lesa að forstjórinn fékk greiddar um 125 milljónir króna í laun, hlunnindi og kaupaukagreiðslur árið 2018, séu 910 þúsund evrurnar sem hann hlaut reiknaðar á núverandi gengi. Þar að auki veitti stjórn Marels Árna Oddi kauprétt að því sem samsvarar 1.610 þúsund hlutum í félaginu árið 2018. Þóknanir forstjórans jukust hins vegar nokkuð á síðasta ári ef marka má nýja ársreikninginn. Þannig hafði Árni Oddur 1,06 milljónir evra í regluleg laun og hlunndi í fyrra, næstum 150 milljónir króna, og hlaut kaupaukagreiðslu upp á ríflega 380 þúsund evrur, 53 milljónir króna. Samanlagt gerir þetta næstum 1,4 milljónir evra, tæplega 200 milljónir króna. Kaupréttur hans á nýliðnu rekstrarári jókst jafnframt í 2.260 þúsund hluti. Síðastliðið ár var viðburðaríkt og gjöfult í rekstri Marels. Tekjur ársins 2019 voru tæplega 1,3 milljarðar evra, skráning Marels í kauphöllina í Amsterdam síðastliðið sumar telst hafa heppnast vel meðfram hlutafjáraukningu um 15 prósent. Þá hækkaði hlutabréfaverð Marels í Kauphöllinn um 66 prósent í fyrra, mest allra félaga. Þá greindi félagið í gær frá nýrri langtímafjármögnun upp á 700 milljónir evra, sem ætlað er að veita félaginu „aukinn rekstrarlegan sveigjanleika og styður við langtímavaxtarmarkmið félagsins.“ Að sama skapi landaði Marel á dögunum samningi við Bell & Evans um hönnun og uppbyggingu á „nýrri og byltingarkenndri hátækni kjúklingaverksmiðju“ í Bandaríkjunum. Fyrstu vikur ársins 2020 gefa því „góð fyrirheit um framhaldið,“ eins og Árni Oddur komst að orði í tilkynningu í gærkvöldi.Sjá einnig: Árni Oddur sæmdur riddarakrossi Stjórn Marel mun leggja til við aðalfund félagsins, sem haldinn verður þann 18.mars nk., að hluthafar fái greiddan arð fyrir rekstrarárið 2019 sem nemur 5,79 evrusentum á hlut. Áætluð heildararðgreiðsla nemur um 44 milljónum evra sem samsvarar um það bil 40 prósent af hagnaði ársins, sem nam 110,1 milljónum evra. Þar á Árni aftur von á greiðslu enda á hann næstum fimmtungshlut í félaginu Eyri Invest, næst stærsta hluthafa Marels. Meðal annarra eigenda Eyris Invest eru Þórður Magnússon, faðir Árna, sem á 20,6 prósent og Landsbankinn með 14,1 prósent. Eyrir Invest á nú tæplega 25 prósent í Marel.
Markaðir Tekjur Tengdar fréttir Árni Oddur sæmdur riddarakrossi Fjórtán Íslendingar voru sæmdir heiðursmerki hinnar íslenski fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag. 1. janúar 2020 15:02 Keyptu í Marel fyrir 1.350 milljónir Erlendir fjárfestingarsjóðir, sem komu fyrst inn í hluthafahóp Marels í útboði í júní, bættu við sig um 2,3 milljónum hluta að nafnverði í félaginu í síðasta mánuði, eða fyrir um 1.350 milljónir króna miðað við núverandi gengi bréfa Marels. 6. nóvember 2019 08:00 Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Árni Oddur sæmdur riddarakrossi Fjórtán Íslendingar voru sæmdir heiðursmerki hinnar íslenski fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag. 1. janúar 2020 15:02
Keyptu í Marel fyrir 1.350 milljónir Erlendir fjárfestingarsjóðir, sem komu fyrst inn í hluthafahóp Marels í útboði í júní, bættu við sig um 2,3 milljónum hluta að nafnverði í félaginu í síðasta mánuði, eða fyrir um 1.350 milljónir króna miðað við núverandi gengi bréfa Marels. 6. nóvember 2019 08:00