Fjármálaráðherra boðar aukin útgjöld ríkissjóðs Heimir Már Pétursson skrifar 6. febrúar 2020 12:08 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Vísir/vilhelm Fjármálaráðherra hefur áhyggjur af minni hagvexti og segir að hið opinbera þurfi að auka fjárfestingar sínar enn frekar. Íslendingar séu þó ekki í kreppu en hleypa þurfi súrefni inn í atvinnulífið. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins ræddi versnandi efnahagshorfur í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í morgun. Fjármálaráðherra hlyti að hafa áhyggjur af spá Seðlabankans um samdrátt í hagvexti og aukið atvinnuleysi. „Því spyr ég einfaldlega; hvernig hyggst hæstvirtur ráðherra og ríkisstjórnin bregðast við þessu ástandi. Þessari þróun sem er að einhverju leyti fyrirséð,“ sagði Sigmundur Davíð. Annars vegar í ríkisfjármálum og fjárfestingum og hins vegar gagnvart ekki hvað síst litlum og meðalstórum fyrirtækjum sem átt hafi í erfiðleikum að undanförnu. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagðist deila áhyggjum af þróuninni með Sigmundi Davíð. Hana mætti að mestu rekja til minni vaxtar í ferðaþjónustunni sem þó væri enn gríðarlega öflug. Þá væru vonbrigði að mælingar á loðnustofninum gæfu ekki tilefni til veiða þótt öll von væri ekki úti enn hvað hana varðaði. „Við sjáum að miklar launahækkanir á undanförnum árum eru að brjótast núna fram í því að atvinnufyrirtækin draga úr fjárfestingum,“ sagði Bjarni. Rétt viðbrögð ríkisins hafi þegar byrjað að birtast með minna aðhaldi og Seðlabankinn hafi lækkað vexti. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hafði ýmislegt við fyrirætlanir fjármálaráðherra að athuga.vísir/vilhelm „Og ég er þeirrar skoðunar að nú þurfi að fara að auka við fjárfestingu hins opinbera á næstu árum. Enn frekar en þegar er orðið. Meðal annars í innviðunum og við erum í ágætum færum til að gera það. Við eigum bæði verðmætar eignir og við stöndum vel vegna þess að við höfum ráðstafað ávinningnum af góðæri undanfarinna ára til uppgreiðslu skulda,“ sagði fjármálaráðherra. Það ríki ekki kreppa á Íslandi. En formaður Miðflokksins hvatti til endurskoðunar á útgjöldum ríkisins. „Minni hagvöxtur mun að sjálfsögðu draga úr tekjum ríkisins. En á sama tíma er aukin þörf fyrir innviðafjárfestingu. Kemur þess vegna ekki til greina að mati háttvirts ráðherra að endurskoða forgangsröðun í útgjöldum ríkisins,“ spurði Sigmundur Davíð. Bjarni sagði stóru fjárhæðirnar vera í almannatryggingakerfinu, heilbrigðiskerfinu, samgöngunum og menntakerfinu þar sem framlög hafi verið aukin verulega. „Ég verð bara að spyrja þegar menn segja að það séu einhverjir stórir þættir á útgjaldahlið ríkisins sem við ættum að stokka upp og færa fjármuni til. Hvort menn séu að tala um þessa stóru útgjaldaliði. Eru menn að tala um almannatryggingar eða hvað eru menn að tala um í þessu sambandi,“ sagði Bjarni Benediktsson. Alþingi Efnahagsmál Tengdar fréttir Stýrivextir lækka í 2,75 prósent Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. 5. febrúar 2020 08:56 Mesti samdráttur í útflutningi í tæp þrjátíu ár Efnahagshorfur á þessu ári og næsta versna mikið frá fyrri spám Seðlabankans sem er reiðubúinn að lækka vexti niður í núll ef á þurfi að halda. Samdráttur í útflutningi hefur ekki verið meiri en í fyrra í tæp þrjátíu ár. 5. febrúar 2020 19:45 Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendur Fleiri fréttir Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Sjá meira
Fjármálaráðherra hefur áhyggjur af minni hagvexti og segir að hið opinbera þurfi að auka fjárfestingar sínar enn frekar. Íslendingar séu þó ekki í kreppu en hleypa þurfi súrefni inn í atvinnulífið. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins ræddi versnandi efnahagshorfur í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í morgun. Fjármálaráðherra hlyti að hafa áhyggjur af spá Seðlabankans um samdrátt í hagvexti og aukið atvinnuleysi. „Því spyr ég einfaldlega; hvernig hyggst hæstvirtur ráðherra og ríkisstjórnin bregðast við þessu ástandi. Þessari þróun sem er að einhverju leyti fyrirséð,“ sagði Sigmundur Davíð. Annars vegar í ríkisfjármálum og fjárfestingum og hins vegar gagnvart ekki hvað síst litlum og meðalstórum fyrirtækjum sem átt hafi í erfiðleikum að undanförnu. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagðist deila áhyggjum af þróuninni með Sigmundi Davíð. Hana mætti að mestu rekja til minni vaxtar í ferðaþjónustunni sem þó væri enn gríðarlega öflug. Þá væru vonbrigði að mælingar á loðnustofninum gæfu ekki tilefni til veiða þótt öll von væri ekki úti enn hvað hana varðaði. „Við sjáum að miklar launahækkanir á undanförnum árum eru að brjótast núna fram í því að atvinnufyrirtækin draga úr fjárfestingum,“ sagði Bjarni. Rétt viðbrögð ríkisins hafi þegar byrjað að birtast með minna aðhaldi og Seðlabankinn hafi lækkað vexti. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hafði ýmislegt við fyrirætlanir fjármálaráðherra að athuga.vísir/vilhelm „Og ég er þeirrar skoðunar að nú þurfi að fara að auka við fjárfestingu hins opinbera á næstu árum. Enn frekar en þegar er orðið. Meðal annars í innviðunum og við erum í ágætum færum til að gera það. Við eigum bæði verðmætar eignir og við stöndum vel vegna þess að við höfum ráðstafað ávinningnum af góðæri undanfarinna ára til uppgreiðslu skulda,“ sagði fjármálaráðherra. Það ríki ekki kreppa á Íslandi. En formaður Miðflokksins hvatti til endurskoðunar á útgjöldum ríkisins. „Minni hagvöxtur mun að sjálfsögðu draga úr tekjum ríkisins. En á sama tíma er aukin þörf fyrir innviðafjárfestingu. Kemur þess vegna ekki til greina að mati háttvirts ráðherra að endurskoða forgangsröðun í útgjöldum ríkisins,“ spurði Sigmundur Davíð. Bjarni sagði stóru fjárhæðirnar vera í almannatryggingakerfinu, heilbrigðiskerfinu, samgöngunum og menntakerfinu þar sem framlög hafi verið aukin verulega. „Ég verð bara að spyrja þegar menn segja að það séu einhverjir stórir þættir á útgjaldahlið ríkisins sem við ættum að stokka upp og færa fjármuni til. Hvort menn séu að tala um þessa stóru útgjaldaliði. Eru menn að tala um almannatryggingar eða hvað eru menn að tala um í þessu sambandi,“ sagði Bjarni Benediktsson.
Alþingi Efnahagsmál Tengdar fréttir Stýrivextir lækka í 2,75 prósent Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. 5. febrúar 2020 08:56 Mesti samdráttur í útflutningi í tæp þrjátíu ár Efnahagshorfur á þessu ári og næsta versna mikið frá fyrri spám Seðlabankans sem er reiðubúinn að lækka vexti niður í núll ef á þurfi að halda. Samdráttur í útflutningi hefur ekki verið meiri en í fyrra í tæp þrjátíu ár. 5. febrúar 2020 19:45 Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendur Fleiri fréttir Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Sjá meira
Stýrivextir lækka í 2,75 prósent Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. 5. febrúar 2020 08:56
Mesti samdráttur í útflutningi í tæp þrjátíu ár Efnahagshorfur á þessu ári og næsta versna mikið frá fyrri spám Seðlabankans sem er reiðubúinn að lækka vexti niður í núll ef á þurfi að halda. Samdráttur í útflutningi hefur ekki verið meiri en í fyrra í tæp þrjátíu ár. 5. febrúar 2020 19:45