Stjórnvöld vilja bregðast við vaxandi atvinnuleysi með framkvæmdum Heimir Már Pétursson skrifar 6. febrúar 2020 19:30 Hátt í tvö þúsund fleiri voru skráðir atvinnulausir í lok síðasta árs en á sama tímabili í fyrra og spáð er að það aukist enn frekar. Fjármálaráðherra segir samdrátt í ferðaþjónustu, fjárfestingum fyrirtækja og loðnubrest helstu orsökina. Ríkið verði að auka útgjöld til framkvæmda. Á meðfylgjandi mynd frá Hagstofunni sést atvinnuleysi eftir ársfjórðungum, frá vinstri allt frá árinu 2011 til 2019 lengst til hægri á súluritunum. Hér má sjá atvinnuleysi eftir ársfjórðungum undanfarin ár.grafík/hafsteinn Atvinnuleysi fór að aukast strax á öðrum ársfjórðungi ársins í fyrra og hélst hærra út árið en það var þrjú ár þar á undan. Á fjórða ársfjórðungi síðasta árs voru 6.800 manns án atvinnu eða að jafnaði 3,3 prósent á landinu öllu hjá fólki á aldrinum 16 til 74 ára. Hins vegar var atvinnuleysi mun meira á Reykjanesi eða hátt í 9 prósent. Til samanburðar voru um 4.900 manns atvinnulausir á fjórða ársfjórðungi 2018. Atvinnulausum milli ára á þessum tíma árs fjölgaði því um 1.900 manns, eða um hundrað fleiri en búa í Sandgerði. Fjármálaráðherra sagði á Alþingi í dag að aukið atvinnuleysi og minni hagvöxt mætti aðallega rekja til samdráttar í annars öflugri ferðaþjóustu, loðnubrests og að fyrirtæki væru að bregðast við launahækkunum undanfarin ár með samdrætti í framkvæmdum. Ríkisstjórnin hefði þegar brugðist við með auknum útgjöldum og Seðlabankinn með lækkun vaxta. „Ég er þeirrar skoðunar að nú þurfi að fara að auka við fjárfestingu hins opinbera á næstu árum. Enn frekar en þegar er orðið. Meðal annars í innviðunum og við erum í ágætum færum til að gera það. Við eigum bæði verðmætar eignir og við stöndum vel vegna þess að við höfum ráðstafað ávinningnum af góðæri undanfarinna ára til uppgreiðslu skulda,“ sagði Bjarni. Og eftir vaxtalækkun gærdagsins sagði Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri bankann reiðubúinn til að fara með vexti allt niður í núll prósent til að örva hagkerfið. En verulega hefur dregið úr lánveitingum banka til fyrirtækja að undanförnu. „Já, já ef á þarf að halda og við teljum að það muni skila ávinningi,“ sagði Ásgeir. Alþingi Vinnumarkaður Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Fleiri fréttir Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána FJallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Sjá meira
Hátt í tvö þúsund fleiri voru skráðir atvinnulausir í lok síðasta árs en á sama tímabili í fyrra og spáð er að það aukist enn frekar. Fjármálaráðherra segir samdrátt í ferðaþjónustu, fjárfestingum fyrirtækja og loðnubrest helstu orsökina. Ríkið verði að auka útgjöld til framkvæmda. Á meðfylgjandi mynd frá Hagstofunni sést atvinnuleysi eftir ársfjórðungum, frá vinstri allt frá árinu 2011 til 2019 lengst til hægri á súluritunum. Hér má sjá atvinnuleysi eftir ársfjórðungum undanfarin ár.grafík/hafsteinn Atvinnuleysi fór að aukast strax á öðrum ársfjórðungi ársins í fyrra og hélst hærra út árið en það var þrjú ár þar á undan. Á fjórða ársfjórðungi síðasta árs voru 6.800 manns án atvinnu eða að jafnaði 3,3 prósent á landinu öllu hjá fólki á aldrinum 16 til 74 ára. Hins vegar var atvinnuleysi mun meira á Reykjanesi eða hátt í 9 prósent. Til samanburðar voru um 4.900 manns atvinnulausir á fjórða ársfjórðungi 2018. Atvinnulausum milli ára á þessum tíma árs fjölgaði því um 1.900 manns, eða um hundrað fleiri en búa í Sandgerði. Fjármálaráðherra sagði á Alþingi í dag að aukið atvinnuleysi og minni hagvöxt mætti aðallega rekja til samdráttar í annars öflugri ferðaþjóustu, loðnubrests og að fyrirtæki væru að bregðast við launahækkunum undanfarin ár með samdrætti í framkvæmdum. Ríkisstjórnin hefði þegar brugðist við með auknum útgjöldum og Seðlabankinn með lækkun vaxta. „Ég er þeirrar skoðunar að nú þurfi að fara að auka við fjárfestingu hins opinbera á næstu árum. Enn frekar en þegar er orðið. Meðal annars í innviðunum og við erum í ágætum færum til að gera það. Við eigum bæði verðmætar eignir og við stöndum vel vegna þess að við höfum ráðstafað ávinningnum af góðæri undanfarinna ára til uppgreiðslu skulda,“ sagði Bjarni. Og eftir vaxtalækkun gærdagsins sagði Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri bankann reiðubúinn til að fara með vexti allt niður í núll prósent til að örva hagkerfið. En verulega hefur dregið úr lánveitingum banka til fyrirtækja að undanförnu. „Já, já ef á þarf að halda og við teljum að það muni skila ávinningi,“ sagði Ásgeir.
Alþingi Vinnumarkaður Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Fleiri fréttir Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána FJallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Sjá meira