Formanni Eflingar finnst launakröfur ófaglærðra ekki of nálægt launum leikskólakennara Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 6. febrúar 2020 18:55 Sólarhringsverkfall starfsmanna Eflingar hjá borginni stendur enn yfir og gert er ráð fyrir þremur sólarhringsverkföllum í næstu viku ef ekki verður samið. Efling hefur fallist á taxtahækkanir í takt við lífskjarasamninginn sem nema samtals 90 þúsund krónum. En til viðbótar er krafist leiðréttingar á lægstu launum, frá ríflega tuttugu þúsund krónum upp í ríflega fimmtíu þúsund krónur. Lægstu launin myndu þá hækka um ríflega 142 þúsund krónur. Harpa Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Reykjavíkurborgar, vill ekki svara því beint hvort það sé leiðréttingin sem standi í vegi fyrir samningum. „Ég get ekki svarað þessu öðru en því að við erum að fara vel yfir einstök mál og þar kemur launaliðurinn inn í," segir Harpa. Nefnt hefur verið að ef laun ófaglærðra starfsmanna á leikskóla fái þá hækkun sem krafa er um séu þau komin of nálægt launum fagmenntaðra leikskólakennara. „Við erum að horfa í það að það var samið um ákveðinn grunn í lífskjarasamningi og við erum ekki eyland þar.“Þannig að leiðréttingin passar ekki þarna inn í?„Við erum að skoða þetta í einu stóru samhengi. Ég get ekki svarað þessu öðruvísi,“ segir Harpa. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir aftur á móti skýrt að það sé leiðréttingin sem standi í nefndinni. „Já, ég myndi segja að það væri okkar afstaða að þau hafa ekki sýnt henni neinn áhuga.“En eru þessar launahækkanir með viðbættri leiðréttingu of nálægt launum faglærðra leikskólakennara? „Nei. Ég held að það sem búi til erfiðleika er það óþolandi ástand sem hefur látið líðast,“ svarar Sólveig Anna og bendir á að við verkfallsvörslu í dag hafi hún fundið mikinn stuðning frá starfsfólki leikskóla sem komi frá öðrum stéttarfélögum, þar á meðal leikskólakennurum.En ættu ófaglærðir ekki sannarlega að vera með lægri laun en faglærðir kennarar?„Þetta er mjög stór siðferðisleg og pólitísk spurning,“ segir Sólveig Anna og bendir á að svarið sé tilefni í mikla umræðu sem hún ætli ekki að taka að þessu sinni. „Við erum aftur á móti í þeirri stöðu að Eflingarfólk er í mjög miklum mæli að ganga markvisst í þau störf sem faglærðir leikskólakennarar ættu sannarlega að vera að starfa en gera ekki af ýmsum ástæðum. Þá hlýt ég að spyrja á móti: „Er eðlilegt að gera allar sömu kröfur til starfsfólks, láta það bera mjög mikla ábyrgð eins og fjöldi deildarstjóra í Eflingu, en greiða laun sem duga ekki til að komast af á.“Fyrirsögnin fréttarinnar hefur verið uppfærð. Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Engin verkfallsbrot að sögn Sólveigar Önnu Ekkert hefur verið um verkfallsbrot í sólarhrings verkfalli Eflingar sem stendur nú yfir að sögn Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns félgsins. Félagsmenn Eflingar hjá Reykjavíkurborg lögðu niður störf á miðnætti. 6. febrúar 2020 15:38 Sólarhringsverkfall Eflingar hófst á miðnætti Sólarhringsverkfall starfsfólks Eflingar hjá borginni hófst á miðnætti og stendur til miðnættis í kvöld. 6. febrúar 2020 07:26 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Sjá meira
Sólarhringsverkfall starfsmanna Eflingar hjá borginni stendur enn yfir og gert er ráð fyrir þremur sólarhringsverkföllum í næstu viku ef ekki verður samið. Efling hefur fallist á taxtahækkanir í takt við lífskjarasamninginn sem nema samtals 90 þúsund krónum. En til viðbótar er krafist leiðréttingar á lægstu launum, frá ríflega tuttugu þúsund krónum upp í ríflega fimmtíu þúsund krónur. Lægstu launin myndu þá hækka um ríflega 142 þúsund krónur. Harpa Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Reykjavíkurborgar, vill ekki svara því beint hvort það sé leiðréttingin sem standi í vegi fyrir samningum. „Ég get ekki svarað þessu öðru en því að við erum að fara vel yfir einstök mál og þar kemur launaliðurinn inn í," segir Harpa. Nefnt hefur verið að ef laun ófaglærðra starfsmanna á leikskóla fái þá hækkun sem krafa er um séu þau komin of nálægt launum fagmenntaðra leikskólakennara. „Við erum að horfa í það að það var samið um ákveðinn grunn í lífskjarasamningi og við erum ekki eyland þar.“Þannig að leiðréttingin passar ekki þarna inn í?„Við erum að skoða þetta í einu stóru samhengi. Ég get ekki svarað þessu öðruvísi,“ segir Harpa. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir aftur á móti skýrt að það sé leiðréttingin sem standi í nefndinni. „Já, ég myndi segja að það væri okkar afstaða að þau hafa ekki sýnt henni neinn áhuga.“En eru þessar launahækkanir með viðbættri leiðréttingu of nálægt launum faglærðra leikskólakennara? „Nei. Ég held að það sem búi til erfiðleika er það óþolandi ástand sem hefur látið líðast,“ svarar Sólveig Anna og bendir á að við verkfallsvörslu í dag hafi hún fundið mikinn stuðning frá starfsfólki leikskóla sem komi frá öðrum stéttarfélögum, þar á meðal leikskólakennurum.En ættu ófaglærðir ekki sannarlega að vera með lægri laun en faglærðir kennarar?„Þetta er mjög stór siðferðisleg og pólitísk spurning,“ segir Sólveig Anna og bendir á að svarið sé tilefni í mikla umræðu sem hún ætli ekki að taka að þessu sinni. „Við erum aftur á móti í þeirri stöðu að Eflingarfólk er í mjög miklum mæli að ganga markvisst í þau störf sem faglærðir leikskólakennarar ættu sannarlega að vera að starfa en gera ekki af ýmsum ástæðum. Þá hlýt ég að spyrja á móti: „Er eðlilegt að gera allar sömu kröfur til starfsfólks, láta það bera mjög mikla ábyrgð eins og fjöldi deildarstjóra í Eflingu, en greiða laun sem duga ekki til að komast af á.“Fyrirsögnin fréttarinnar hefur verið uppfærð.
Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Engin verkfallsbrot að sögn Sólveigar Önnu Ekkert hefur verið um verkfallsbrot í sólarhrings verkfalli Eflingar sem stendur nú yfir að sögn Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns félgsins. Félagsmenn Eflingar hjá Reykjavíkurborg lögðu niður störf á miðnætti. 6. febrúar 2020 15:38 Sólarhringsverkfall Eflingar hófst á miðnætti Sólarhringsverkfall starfsfólks Eflingar hjá borginni hófst á miðnætti og stendur til miðnættis í kvöld. 6. febrúar 2020 07:26 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Sjá meira
Engin verkfallsbrot að sögn Sólveigar Önnu Ekkert hefur verið um verkfallsbrot í sólarhrings verkfalli Eflingar sem stendur nú yfir að sögn Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns félgsins. Félagsmenn Eflingar hjá Reykjavíkurborg lögðu niður störf á miðnætti. 6. febrúar 2020 15:38
Sólarhringsverkfall Eflingar hófst á miðnætti Sólarhringsverkfall starfsfólks Eflingar hjá borginni hófst á miðnætti og stendur til miðnættis í kvöld. 6. febrúar 2020 07:26