Leikkonan Margot Robbie var á dögunum gestur í þætti First We Feast á You-Tube en þeir kallast einfaldlega Hot Ones.
Í þáttunum ræða þáttastjórnandinn og gesturinn saman en á sama tíma borða þau vel sterka vængi með mismunandi sósum.
Það má með sanni segja að Margot Robbie er ekki vön sterkum mat og var hún í stökustu vandræðum þegar leið á viðtalið.
Í viðtalinu er farið yfir feril leikkonunnar en hún er hvað þekktust fyrir hlutverk sín í The Wolf of Wall Street, Suicide Squad, Focus og I, Tonya.
Hún hefur í tvígang verið tilnefnd til Óskarsverðlauna. Hér að neðan má sjá þáttinn í heild sinni.