Ekki bjartsýni að loðna finnist í öðrum rannsóknarleiðangri Jóhann K. Jóhannsson og Sylvía Hall skrifa 7. febrúar 2020 23:15 Ekki er mikil bjartsýni á að loðna finnist í öðrum rannsóknarleiðangri Hafrannsóknarstofnunnar. Sjávarútvegsráðherra segir loðnubrest tvö ár í röð vera skell en ólíklegt sé að stjórnvöld hlaupi undir bagga með þeim sveitarfélögum sem bresturinn bitni þyngst á. Fimm skip undir forystu rannsóknarskipsins Árna Friðrikssonar leita nú að loðnu í kappi við tímann og beinist leitin að Vestfjörðum og norðaustur- og austurhluta landsins. Menn eru ekki bjartsýnir og gera ráð fyrir loðnubresti á Íslandsmiðum annað árið í röð. Engin loðnuveiði á síðasta ári var mikið högg fyrir þjóðarbúið, sveitarfélög og mörg sjávarútvegsfyrirtæki. Ef loðna hins vegar finnst nú í febrúar gæti hagvöxtur reynst 0,5 prósentum hærri en ella. Í tilkynningu frá Fjármála- og efnahagsráðuneytinu í gær segir að aukin fjölbreytni útflutningsvega og vöxtur hagkerfisins geri það að verkum að aflabrestur í loðnu hafi ekki sömu þýðingu í þjóðhagslegu samhengi og áður. Sjávarútvegsráðherra segir að áhrifin verði aðallega staðbundin og geti verið veruleg. „Það er skellur, vissulega. Þetta er töluverður hluti hagkerfisins en vigtar eðlilega mjög þyngra inn í þessu tiltölulega fáu sveitarfélög sem hýsa þessa atvinnugrein,“ segir Kristján Þór Júlíusson. Sjávarútvegsráðherra og sveitastjórnarráðherra eru sammála um að loðnubresturinn sé áhyggjuefni.Vísir Hluti af því að lifa við sveiflukennda náttúru Samtök sjávarútvegssveitarfélaga kalla eftir samráði við stjórnvöld um mótvægisaðgerðir. Sveitarstjórnarráðherra segir loðnubrestinn áhyggjuefni verði það raunin og segir að huga þurfi almennt efnahagsaðgerðum. „Hvort það eigi sérstaklega að beinast að þessum sveitarfélögum, þá gætum við hugsanlega með einhverjum aðgerðum reynt að miða að því að þau gætu nýtt sér það,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson sveitastjórnarráðherra. Sjávarútvegsráðherra segir ekki líkur á mótvægisaðgerðum frá stjórnvöldum. „Ég sé ekki með hvaða hætti það ætti að gerast. Þetta hefur verið rætt og það er sjálfsagt að taka þetta samtal. Við höfum sömuleiðis séð svona gerast áður. Rækju- og skelbætur voru settar á en við sjáum núna hrun í humarstofninum og sömuleiðis hefur orðið gríðarlegur samdráttur í sæbjúgum án þess að komið hafi til einhverra sérstakra aðgerða. þetta er því miður bara hluti af því að lifa hér á Íslandi við þessa sveiflukenndu náttúru, harðbýlu en um leið gjöfula náttúru. Það er þannig, vertíðarlífið er með þessum hætti.“ Sjávarútvegur Tengdar fréttir Tapaðar launatekjur vegna loðnubrests í Eyjum milljarður króna Þungt hljóð í Vestmannaeyingum vegna loðnubrests. 5. febrúar 2020 09:02 Efnahagsóveðurskýin hrannast upp yfir Íslandi Ingólfur Bender telur menn hafa brugðist of seint við versnandi efnahagshorfum. 5. febrúar 2020 11:43 Annar loðnuleiðangur Hafrannsóknarstofnunnar: Loðna á „stangli“ en ekkert magn sem heitir „Það hefur nú lítið breyst. Við erum svona að byrja að þreifa á þessu og enn sem komið er að þá er búið að vera lítið að sjá. Það eru þrjú skip sem eru komin þarna fyrir austan land og eru að skanna bæði utan við landgrunnsbrúnina og uppá landgrunninum og þar er enn sem komið er lítið að sjá. Það er svona loðna á stangli en ekkert magn sem heitir,“ segir Birkir Bárðarson, leiðangursstjóri rannsóknarskipsins Árna Friðrikssonar. 5. febrúar 2020 12:00 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Ekki er mikil bjartsýni á að loðna finnist í öðrum rannsóknarleiðangri Hafrannsóknarstofnunnar. Sjávarútvegsráðherra segir loðnubrest tvö ár í röð vera skell en ólíklegt sé að stjórnvöld hlaupi undir bagga með þeim sveitarfélögum sem bresturinn bitni þyngst á. Fimm skip undir forystu rannsóknarskipsins Árna Friðrikssonar leita nú að loðnu í kappi við tímann og beinist leitin að Vestfjörðum og norðaustur- og austurhluta landsins. Menn eru ekki bjartsýnir og gera ráð fyrir loðnubresti á Íslandsmiðum annað árið í röð. Engin loðnuveiði á síðasta ári var mikið högg fyrir þjóðarbúið, sveitarfélög og mörg sjávarútvegsfyrirtæki. Ef loðna hins vegar finnst nú í febrúar gæti hagvöxtur reynst 0,5 prósentum hærri en ella. Í tilkynningu frá Fjármála- og efnahagsráðuneytinu í gær segir að aukin fjölbreytni útflutningsvega og vöxtur hagkerfisins geri það að verkum að aflabrestur í loðnu hafi ekki sömu þýðingu í þjóðhagslegu samhengi og áður. Sjávarútvegsráðherra segir að áhrifin verði aðallega staðbundin og geti verið veruleg. „Það er skellur, vissulega. Þetta er töluverður hluti hagkerfisins en vigtar eðlilega mjög þyngra inn í þessu tiltölulega fáu sveitarfélög sem hýsa þessa atvinnugrein,“ segir Kristján Þór Júlíusson. Sjávarútvegsráðherra og sveitastjórnarráðherra eru sammála um að loðnubresturinn sé áhyggjuefni.Vísir Hluti af því að lifa við sveiflukennda náttúru Samtök sjávarútvegssveitarfélaga kalla eftir samráði við stjórnvöld um mótvægisaðgerðir. Sveitarstjórnarráðherra segir loðnubrestinn áhyggjuefni verði það raunin og segir að huga þurfi almennt efnahagsaðgerðum. „Hvort það eigi sérstaklega að beinast að þessum sveitarfélögum, þá gætum við hugsanlega með einhverjum aðgerðum reynt að miða að því að þau gætu nýtt sér það,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson sveitastjórnarráðherra. Sjávarútvegsráðherra segir ekki líkur á mótvægisaðgerðum frá stjórnvöldum. „Ég sé ekki með hvaða hætti það ætti að gerast. Þetta hefur verið rætt og það er sjálfsagt að taka þetta samtal. Við höfum sömuleiðis séð svona gerast áður. Rækju- og skelbætur voru settar á en við sjáum núna hrun í humarstofninum og sömuleiðis hefur orðið gríðarlegur samdráttur í sæbjúgum án þess að komið hafi til einhverra sérstakra aðgerða. þetta er því miður bara hluti af því að lifa hér á Íslandi við þessa sveiflukenndu náttúru, harðbýlu en um leið gjöfula náttúru. Það er þannig, vertíðarlífið er með þessum hætti.“
Sjávarútvegur Tengdar fréttir Tapaðar launatekjur vegna loðnubrests í Eyjum milljarður króna Þungt hljóð í Vestmannaeyingum vegna loðnubrests. 5. febrúar 2020 09:02 Efnahagsóveðurskýin hrannast upp yfir Íslandi Ingólfur Bender telur menn hafa brugðist of seint við versnandi efnahagshorfum. 5. febrúar 2020 11:43 Annar loðnuleiðangur Hafrannsóknarstofnunnar: Loðna á „stangli“ en ekkert magn sem heitir „Það hefur nú lítið breyst. Við erum svona að byrja að þreifa á þessu og enn sem komið er að þá er búið að vera lítið að sjá. Það eru þrjú skip sem eru komin þarna fyrir austan land og eru að skanna bæði utan við landgrunnsbrúnina og uppá landgrunninum og þar er enn sem komið er lítið að sjá. Það er svona loðna á stangli en ekkert magn sem heitir,“ segir Birkir Bárðarson, leiðangursstjóri rannsóknarskipsins Árna Friðrikssonar. 5. febrúar 2020 12:00 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Tapaðar launatekjur vegna loðnubrests í Eyjum milljarður króna Þungt hljóð í Vestmannaeyingum vegna loðnubrests. 5. febrúar 2020 09:02
Efnahagsóveðurskýin hrannast upp yfir Íslandi Ingólfur Bender telur menn hafa brugðist of seint við versnandi efnahagshorfum. 5. febrúar 2020 11:43
Annar loðnuleiðangur Hafrannsóknarstofnunnar: Loðna á „stangli“ en ekkert magn sem heitir „Það hefur nú lítið breyst. Við erum svona að byrja að þreifa á þessu og enn sem komið er að þá er búið að vera lítið að sjá. Það eru þrjú skip sem eru komin þarna fyrir austan land og eru að skanna bæði utan við landgrunnsbrúnina og uppá landgrunninum og þar er enn sem komið er lítið að sjá. Það er svona loðna á stangli en ekkert magn sem heitir,“ segir Birkir Bárðarson, leiðangursstjóri rannsóknarskipsins Árna Friðrikssonar. 5. febrúar 2020 12:00