„Buttigieg er enginn Obama“ Andri Eysteinsson skrifar 9. febrúar 2020 11:18 Joe Biden gefur lítið fyrir borgarstjóratíð Buttigieg. Getty/Bloomberg Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, virðist sjá færi á að bæta við fylgi sitt með því að gagnrýna Pete Buttigieg sem hlaut nokkuð óvænt góða kosningu í forkosningum Demókrata í Iowa á dögunum. Gengi Biden hefur ekki verið eins gott og búist var við og eltir hann nú uppi forskot þeirra Buttigieg og Bernie Sanders sem þykja í dag líklegastir til að hljóta tilnefningu Demókrata fyrir forsetakosningarnar í nóvember. Biden hefur undanfarið gagnrýnt reynsluleysi Buttigieg og talað niður afrek hans sem bæjarstjóra South Bend í Indiana. „Buttigieg er engin Barack Obama,“ sagði Biden á kosningafundi í New Hampshire þar sem næstu forkosningar munu fara fram en Buttegieg hefur verið líkt við forsetann fyrrverandi á undanförnum vikum. Biden hélt svo áfram að gagnrýna reynsluleysi mótframbjóðanda síns. „Flokkurinn er í vanda staddur ef til tilnefnum einhvern sem hefur aldrei gengt æðra embætti en bæjarstjóri South Bend í Indiana,“ sagði Biden við fylgismenn sína í borginni Manchester í New Hampshire.Buttigieg hefur, rétt eins og Obama fyrir kosningarnar 2008, verið gagnrýndur fyrir reynsluleysi og segir AP kosningaskrifstofu hans hafa reynt að líkja kosningabaráttu sinni við baráttu Obama.„Obama hafði skýra sýn á hvernig heimsmyndin ætti að vera og hafði í smáatriðum skipulagt aðgerðir í efnahagsmálum,“ sagði Biden og gaf í skyn að sama ætti ekki við um Buttigieg. Auglýsing Biden, þar sem afrek hans eru tíunduð og borin saman við afrek Buttigieg, hefur farið á flug. Minnist Biden þar á aðgerðir sínar í efnahags- og heilbrigðismálum og ber saman við ákvarðanir Buttegieg um að bæta við ljósum í bænum South Bend. Former Mayor Pete doesn’t think very highly of the Obama-Biden record. Let’s compare. pic.twitter.com/132TB7MHaq— Joe Biden (Text Join to 30330) (@JoeBiden) February 8, 2020 Buttigieg hefur gagnrýnt auglýsinguna og sagt Biden hafa gert lítið úr þeirri miklu vinnu sem unnin er í smábæjum víða um Bandaríkin. Ásamt Buttigieg hefur fjöldi annarra bæjarstjóra smábæja gagnrýnt auglýsinguna og sagt hana merki um örvæntingu í herbúðum Biden. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira
Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, virðist sjá færi á að bæta við fylgi sitt með því að gagnrýna Pete Buttigieg sem hlaut nokkuð óvænt góða kosningu í forkosningum Demókrata í Iowa á dögunum. Gengi Biden hefur ekki verið eins gott og búist var við og eltir hann nú uppi forskot þeirra Buttigieg og Bernie Sanders sem þykja í dag líklegastir til að hljóta tilnefningu Demókrata fyrir forsetakosningarnar í nóvember. Biden hefur undanfarið gagnrýnt reynsluleysi Buttigieg og talað niður afrek hans sem bæjarstjóra South Bend í Indiana. „Buttigieg er engin Barack Obama,“ sagði Biden á kosningafundi í New Hampshire þar sem næstu forkosningar munu fara fram en Buttegieg hefur verið líkt við forsetann fyrrverandi á undanförnum vikum. Biden hélt svo áfram að gagnrýna reynsluleysi mótframbjóðanda síns. „Flokkurinn er í vanda staddur ef til tilnefnum einhvern sem hefur aldrei gengt æðra embætti en bæjarstjóri South Bend í Indiana,“ sagði Biden við fylgismenn sína í borginni Manchester í New Hampshire.Buttigieg hefur, rétt eins og Obama fyrir kosningarnar 2008, verið gagnrýndur fyrir reynsluleysi og segir AP kosningaskrifstofu hans hafa reynt að líkja kosningabaráttu sinni við baráttu Obama.„Obama hafði skýra sýn á hvernig heimsmyndin ætti að vera og hafði í smáatriðum skipulagt aðgerðir í efnahagsmálum,“ sagði Biden og gaf í skyn að sama ætti ekki við um Buttigieg. Auglýsing Biden, þar sem afrek hans eru tíunduð og borin saman við afrek Buttigieg, hefur farið á flug. Minnist Biden þar á aðgerðir sínar í efnahags- og heilbrigðismálum og ber saman við ákvarðanir Buttegieg um að bæta við ljósum í bænum South Bend. Former Mayor Pete doesn’t think very highly of the Obama-Biden record. Let’s compare. pic.twitter.com/132TB7MHaq— Joe Biden (Text Join to 30330) (@JoeBiden) February 8, 2020 Buttigieg hefur gagnrýnt auglýsinguna og sagt Biden hafa gert lítið úr þeirri miklu vinnu sem unnin er í smábæjum víða um Bandaríkin. Ásamt Buttigieg hefur fjöldi annarra bæjarstjóra smábæja gagnrýnt auglýsinguna og sagt hana merki um örvæntingu í herbúðum Biden.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira