„Buttigieg er enginn Obama“ Andri Eysteinsson skrifar 9. febrúar 2020 11:18 Joe Biden gefur lítið fyrir borgarstjóratíð Buttigieg. Getty/Bloomberg Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, virðist sjá færi á að bæta við fylgi sitt með því að gagnrýna Pete Buttigieg sem hlaut nokkuð óvænt góða kosningu í forkosningum Demókrata í Iowa á dögunum. Gengi Biden hefur ekki verið eins gott og búist var við og eltir hann nú uppi forskot þeirra Buttigieg og Bernie Sanders sem þykja í dag líklegastir til að hljóta tilnefningu Demókrata fyrir forsetakosningarnar í nóvember. Biden hefur undanfarið gagnrýnt reynsluleysi Buttigieg og talað niður afrek hans sem bæjarstjóra South Bend í Indiana. „Buttigieg er engin Barack Obama,“ sagði Biden á kosningafundi í New Hampshire þar sem næstu forkosningar munu fara fram en Buttegieg hefur verið líkt við forsetann fyrrverandi á undanförnum vikum. Biden hélt svo áfram að gagnrýna reynsluleysi mótframbjóðanda síns. „Flokkurinn er í vanda staddur ef til tilnefnum einhvern sem hefur aldrei gengt æðra embætti en bæjarstjóri South Bend í Indiana,“ sagði Biden við fylgismenn sína í borginni Manchester í New Hampshire.Buttigieg hefur, rétt eins og Obama fyrir kosningarnar 2008, verið gagnrýndur fyrir reynsluleysi og segir AP kosningaskrifstofu hans hafa reynt að líkja kosningabaráttu sinni við baráttu Obama.„Obama hafði skýra sýn á hvernig heimsmyndin ætti að vera og hafði í smáatriðum skipulagt aðgerðir í efnahagsmálum,“ sagði Biden og gaf í skyn að sama ætti ekki við um Buttigieg. Auglýsing Biden, þar sem afrek hans eru tíunduð og borin saman við afrek Buttigieg, hefur farið á flug. Minnist Biden þar á aðgerðir sínar í efnahags- og heilbrigðismálum og ber saman við ákvarðanir Buttegieg um að bæta við ljósum í bænum South Bend. Former Mayor Pete doesn’t think very highly of the Obama-Biden record. Let’s compare. pic.twitter.com/132TB7MHaq— Joe Biden (Text Join to 30330) (@JoeBiden) February 8, 2020 Buttigieg hefur gagnrýnt auglýsinguna og sagt Biden hafa gert lítið úr þeirri miklu vinnu sem unnin er í smábæjum víða um Bandaríkin. Ásamt Buttigieg hefur fjöldi annarra bæjarstjóra smábæja gagnrýnt auglýsinguna og sagt hana merki um örvæntingu í herbúðum Biden. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira
Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, virðist sjá færi á að bæta við fylgi sitt með því að gagnrýna Pete Buttigieg sem hlaut nokkuð óvænt góða kosningu í forkosningum Demókrata í Iowa á dögunum. Gengi Biden hefur ekki verið eins gott og búist var við og eltir hann nú uppi forskot þeirra Buttigieg og Bernie Sanders sem þykja í dag líklegastir til að hljóta tilnefningu Demókrata fyrir forsetakosningarnar í nóvember. Biden hefur undanfarið gagnrýnt reynsluleysi Buttigieg og talað niður afrek hans sem bæjarstjóra South Bend í Indiana. „Buttigieg er engin Barack Obama,“ sagði Biden á kosningafundi í New Hampshire þar sem næstu forkosningar munu fara fram en Buttegieg hefur verið líkt við forsetann fyrrverandi á undanförnum vikum. Biden hélt svo áfram að gagnrýna reynsluleysi mótframbjóðanda síns. „Flokkurinn er í vanda staddur ef til tilnefnum einhvern sem hefur aldrei gengt æðra embætti en bæjarstjóri South Bend í Indiana,“ sagði Biden við fylgismenn sína í borginni Manchester í New Hampshire.Buttigieg hefur, rétt eins og Obama fyrir kosningarnar 2008, verið gagnrýndur fyrir reynsluleysi og segir AP kosningaskrifstofu hans hafa reynt að líkja kosningabaráttu sinni við baráttu Obama.„Obama hafði skýra sýn á hvernig heimsmyndin ætti að vera og hafði í smáatriðum skipulagt aðgerðir í efnahagsmálum,“ sagði Biden og gaf í skyn að sama ætti ekki við um Buttigieg. Auglýsing Biden, þar sem afrek hans eru tíunduð og borin saman við afrek Buttigieg, hefur farið á flug. Minnist Biden þar á aðgerðir sínar í efnahags- og heilbrigðismálum og ber saman við ákvarðanir Buttegieg um að bæta við ljósum í bænum South Bend. Former Mayor Pete doesn’t think very highly of the Obama-Biden record. Let’s compare. pic.twitter.com/132TB7MHaq— Joe Biden (Text Join to 30330) (@JoeBiden) February 8, 2020 Buttigieg hefur gagnrýnt auglýsinguna og sagt Biden hafa gert lítið úr þeirri miklu vinnu sem unnin er í smábæjum víða um Bandaríkin. Ásamt Buttigieg hefur fjöldi annarra bæjarstjóra smábæja gagnrýnt auglýsinguna og sagt hana merki um örvæntingu í herbúðum Biden.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira