Ásmundur: Virðumst helst vilja fá á okkur þrjú mörk Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. ágúst 2020 20:11 Ásmundur heldur enn í vonina en viðurkennir að staða Fjölnis sé orðin ansi slæm. vísir/stöð 2 sport Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, sagði að leikurinn gegn HK í dag hafi verið lýsandi fyrir tímabilið hjá Grafarvogsliðinu. Fjölnismenn töpuðu 3-1 og eru í slæmri stöðu í Pepsi Max-deild karla. „Þetta er gríðarlegt svekkelsi. Þetta var mikilvægur leikur fyrir okkur og mikilvæg stig undir. Á þessum tíma við höfum fengið til að fara yfir hlutina var áherslan lögð á að fækka mörkunum sem við fáum á okkur. Við höfum hjálpað hinum liðunum og fáum á okkur ódýr mörk,“ sagði Ásmundur í samtali við Vísi eftir leik. „Við fáum á okkur of mörg mörk eftir föst leikatriði og svo eru þetta gjafir. Við fórum yfir það og reyndum að spila einfaldari varnarleik og einfalda uppspilið til að reyna að fækka þessum mistökum. En svo kom seinni hálfleikurinn í dag og það sama var uppi á teningnum.“ Strax í upphafi seinni hálfleiks kom Martin Rauschenberg HK yfir með skalla eftir hornspyrnu og hin tvö mörk heimamanna komu eftir mistök gestanna. „Við fengum á okkur mark eftir hornspyrnu og ef það var ekki nóg hjálpuðum við þeim til að skora hin tvö mörkin. Við virðumst helst vilja fá á okkur þrjú mörk og ef hinir gera það ekki gerum við það fyrir þá. Og þannig er erfitt að vinna leiki. En ef við skrúfum fyrir þetta raðast stigin inn og það er nóg af stigum eftir,“ sagði Ásmundur. Fjölnir átti ágætis kafla í seinni hálfleik og annað og þriðja mark HK komu þegar Grafarvogsliðið var með yfirhöndina í leiknum. „Það er líka algengt hjá okkur. Þegar við erum líklegir til að skora koma mörkin hjá hinum. Þetta er tímapunktur sem við fáum á okkur. Við erum meðvitaðir um það og höfum reynt að vinna í því. Við þurfum að halda áfram og gera betur. Þetta var einfaldlega ekki nógu gott í dag,“ sagði Ásmundur. Fjölnismenn eru áfram á botni deildarinnar, fimm stigum frá öruggu sæti og bíða enn eftir sínum fyrsta sigri í sumar. „Með því að tapa þessum leik gerðum við okkur stöðuna mjög erfiða en ekki vonlausa og við verðum að halda áfram,“ sagði Ásmundur. Hann vonast til að geta styrkt Fjölnisliðið í félagaskiptaglugganum sem nú er opinn. „Við erum að skoða það, hvað við getum gert til að styrkja okkur. Í hinum glugganum fengum við tvo leikmenn og það var áfall að reynsluboltinn sem við fengum [Christian Sivebæk] meiddist á hné í fyrsta leik. Hann hefur ekki náð að vera með af fullum krafti og er farinn aftur heim í aðgerð,“ sagði Ásmundur. „Þannig við þurfum að skoða hvað við getum gert og munum reyna okkar besta til að styrkja liðið.“ Pepsi Max-deild karla Fjölnir Tengdar fréttir Umfjöllun: HK - Fjölnir 3-1 | Fjölnismenn í slæmum málum eftir tap í Kórnum HK vann 3-1 sigur á botnliði Fjölnis í Pepsi Max-deild karla í dag. Staða Fjölnismanna er afar slæm en þeir eru aðeins með þrjú stig eftir tíu leiki. 16. ágúst 2020 18:56 Mest lesið „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ Körfubolti „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ Körfubolti „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Körfubolti „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Handbolti Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli Körfubolti Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir Körfubolti Uppgjör og viðtöl: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Körfubolti „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Körfubolti Leik lokið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Körfubolti Fleiri fréttir Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Hjartaáfallið stöðvar ekki Grétar Guðjohnsen LUÍH: Kom aldrei til greina að fórna „Maggiball“ Andi á Hlíðarenda: „Viljum allir vera á stóra sviðinu“ Sjá meira
Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, sagði að leikurinn gegn HK í dag hafi verið lýsandi fyrir tímabilið hjá Grafarvogsliðinu. Fjölnismenn töpuðu 3-1 og eru í slæmri stöðu í Pepsi Max-deild karla. „Þetta er gríðarlegt svekkelsi. Þetta var mikilvægur leikur fyrir okkur og mikilvæg stig undir. Á þessum tíma við höfum fengið til að fara yfir hlutina var áherslan lögð á að fækka mörkunum sem við fáum á okkur. Við höfum hjálpað hinum liðunum og fáum á okkur ódýr mörk,“ sagði Ásmundur í samtali við Vísi eftir leik. „Við fáum á okkur of mörg mörk eftir föst leikatriði og svo eru þetta gjafir. Við fórum yfir það og reyndum að spila einfaldari varnarleik og einfalda uppspilið til að reyna að fækka þessum mistökum. En svo kom seinni hálfleikurinn í dag og það sama var uppi á teningnum.“ Strax í upphafi seinni hálfleiks kom Martin Rauschenberg HK yfir með skalla eftir hornspyrnu og hin tvö mörk heimamanna komu eftir mistök gestanna. „Við fengum á okkur mark eftir hornspyrnu og ef það var ekki nóg hjálpuðum við þeim til að skora hin tvö mörkin. Við virðumst helst vilja fá á okkur þrjú mörk og ef hinir gera það ekki gerum við það fyrir þá. Og þannig er erfitt að vinna leiki. En ef við skrúfum fyrir þetta raðast stigin inn og það er nóg af stigum eftir,“ sagði Ásmundur. Fjölnir átti ágætis kafla í seinni hálfleik og annað og þriðja mark HK komu þegar Grafarvogsliðið var með yfirhöndina í leiknum. „Það er líka algengt hjá okkur. Þegar við erum líklegir til að skora koma mörkin hjá hinum. Þetta er tímapunktur sem við fáum á okkur. Við erum meðvitaðir um það og höfum reynt að vinna í því. Við þurfum að halda áfram og gera betur. Þetta var einfaldlega ekki nógu gott í dag,“ sagði Ásmundur. Fjölnismenn eru áfram á botni deildarinnar, fimm stigum frá öruggu sæti og bíða enn eftir sínum fyrsta sigri í sumar. „Með því að tapa þessum leik gerðum við okkur stöðuna mjög erfiða en ekki vonlausa og við verðum að halda áfram,“ sagði Ásmundur. Hann vonast til að geta styrkt Fjölnisliðið í félagaskiptaglugganum sem nú er opinn. „Við erum að skoða það, hvað við getum gert til að styrkja okkur. Í hinum glugganum fengum við tvo leikmenn og það var áfall að reynsluboltinn sem við fengum [Christian Sivebæk] meiddist á hné í fyrsta leik. Hann hefur ekki náð að vera með af fullum krafti og er farinn aftur heim í aðgerð,“ sagði Ásmundur. „Þannig við þurfum að skoða hvað við getum gert og munum reyna okkar besta til að styrkja liðið.“
Pepsi Max-deild karla Fjölnir Tengdar fréttir Umfjöllun: HK - Fjölnir 3-1 | Fjölnismenn í slæmum málum eftir tap í Kórnum HK vann 3-1 sigur á botnliði Fjölnis í Pepsi Max-deild karla í dag. Staða Fjölnismanna er afar slæm en þeir eru aðeins með þrjú stig eftir tíu leiki. 16. ágúst 2020 18:56 Mest lesið „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ Körfubolti „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ Körfubolti „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Körfubolti „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Handbolti Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli Körfubolti Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir Körfubolti Uppgjör og viðtöl: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Körfubolti „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Körfubolti Leik lokið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Körfubolti Fleiri fréttir Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Hjartaáfallið stöðvar ekki Grétar Guðjohnsen LUÍH: Kom aldrei til greina að fórna „Maggiball“ Andi á Hlíðarenda: „Viljum allir vera á stóra sviðinu“ Sjá meira
Umfjöllun: HK - Fjölnir 3-1 | Fjölnismenn í slæmum málum eftir tap í Kórnum HK vann 3-1 sigur á botnliði Fjölnis í Pepsi Max-deild karla í dag. Staða Fjölnismanna er afar slæm en þeir eru aðeins með þrjú stig eftir tíu leiki. 16. ágúst 2020 18:56
Uppgjör og viðtöl: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Körfubolti
Uppgjör og viðtöl: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Körfubolti