Tilkynnti eigið innbrot Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. ágúst 2020 07:37 Mikill erill var í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Vísir/Vilhelm Rétt fyrir klukkan fjögur í nótt tilkynnti maður um eigið innbrot í veitingahús í miðbænum. Hann hafði brotið rúðu og farið inn. Hann kom síðan aftur út með áfengisflösku og drakk úr flöskunni þar til lögregla kom á vettvang. Hann var handtekinn og vistaður vegna rannsóknar málsins í fangageymslu lögreglu. Mikið var um að vera í nótt og sinnti lögreglan mörgum verkefnum. Þar á meðal var mikið um tilkynningar til lögreglu vegna samkvæmishávaða á höfuðborgarsvæðinu. Tilkynnt var um þjófnað á fjórða tímanum í gær í verslun í miðbænum. Maður í annarlegu ástandi var handtekinn grunaður um þjófnaðinn, misnotkun skráningarmerkja og brot á lyfjalögum. Maðurinn var kominn inn í bíl sinn fyrir utan verslunina þegar lögreglan kom á vettvang. Bíllin var ekki með rétt skráninganúmer og voru þau fjarlægð af lögreglu og bíllinn fluttur á burt. Maðurinn var vistaður fyrir rannsókn málsins í fangageymslu lögreglu. Annar maður var handtekinn grunaður um þjófnað og vörslu fíkniefna. Hann var með ferðatösku og bakpoka sem hann gat ekki gert grein fyrir. Hann var vistaður í fangageymslu lögreglu vegna rannsóknar málsins. Þá var maður handtekinn í miðbænum í annarlegu ástandi. Hann vildi ekki greiða fyrir akstur leigubíls sem hann hafði notað og réðst hann að lögreglumönnum sem komu á vettvang. Hann var handtekinn og vistaður í fangageymslu vegna ástands. Kona í annarlegu ástandi var handtekin á Grandagarði í gærkvöldi en ítrekað var búið að tilkynna konuna þar sem hún gekk á miðri akbraut, hafði ekki greitt fyrir veitingar og fleira. Hún var vistuð í fangageymslu lögreglu. Þá var bíll stöðvaður í miðbænum eftir að bílnum hafði tvívegis verið ekið yfir gatnamót á rauðu ljósi. Ökumaðurinn var grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna, vörslu og sölu fíkniefna og fleira. Maðurinn var vistaður í fangageymslu lögreglu. Þá var farþegi í bíl hans einnig handtekinn grunaður um vörslu og sölu á fíkniefnum, brot á vopna- og lyfjalögum og fleira. Hann var einnig vistaður í fangageymslu. Tilkynnt var um umferðaróhapp rétt fyrir klukkan eitt í nótt á Hverfisgötu í miðbænum. Maður á rafmagnshlaupahjóli datt á andlitið og braut í sér tennur og var í kjölfarið fluttur á bráðadeild til aðhlynningar. Þá var maður handtekinn í Breiðholti, grunaður um húsbrot og líkamsárás. Hann var vistaður í fangageymslu lögreglu. Tveir voru stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna eða áfengis. Annar þeirra var einnig grunaður um ítrekaðan akstur sviptur ökuréttindum. Þá var tilkynnt um innbrot á ellefta tímanum í nótt. Maður var handtekinn grunaður um innbrotið og vistaður í fangageymslu lögreglu. Lögreglumál Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Rétt fyrir klukkan fjögur í nótt tilkynnti maður um eigið innbrot í veitingahús í miðbænum. Hann hafði brotið rúðu og farið inn. Hann kom síðan aftur út með áfengisflösku og drakk úr flöskunni þar til lögregla kom á vettvang. Hann var handtekinn og vistaður vegna rannsóknar málsins í fangageymslu lögreglu. Mikið var um að vera í nótt og sinnti lögreglan mörgum verkefnum. Þar á meðal var mikið um tilkynningar til lögreglu vegna samkvæmishávaða á höfuðborgarsvæðinu. Tilkynnt var um þjófnað á fjórða tímanum í gær í verslun í miðbænum. Maður í annarlegu ástandi var handtekinn grunaður um þjófnaðinn, misnotkun skráningarmerkja og brot á lyfjalögum. Maðurinn var kominn inn í bíl sinn fyrir utan verslunina þegar lögreglan kom á vettvang. Bíllin var ekki með rétt skráninganúmer og voru þau fjarlægð af lögreglu og bíllinn fluttur á burt. Maðurinn var vistaður fyrir rannsókn málsins í fangageymslu lögreglu. Annar maður var handtekinn grunaður um þjófnað og vörslu fíkniefna. Hann var með ferðatösku og bakpoka sem hann gat ekki gert grein fyrir. Hann var vistaður í fangageymslu lögreglu vegna rannsóknar málsins. Þá var maður handtekinn í miðbænum í annarlegu ástandi. Hann vildi ekki greiða fyrir akstur leigubíls sem hann hafði notað og réðst hann að lögreglumönnum sem komu á vettvang. Hann var handtekinn og vistaður í fangageymslu vegna ástands. Kona í annarlegu ástandi var handtekin á Grandagarði í gærkvöldi en ítrekað var búið að tilkynna konuna þar sem hún gekk á miðri akbraut, hafði ekki greitt fyrir veitingar og fleira. Hún var vistuð í fangageymslu lögreglu. Þá var bíll stöðvaður í miðbænum eftir að bílnum hafði tvívegis verið ekið yfir gatnamót á rauðu ljósi. Ökumaðurinn var grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna, vörslu og sölu fíkniefna og fleira. Maðurinn var vistaður í fangageymslu lögreglu. Þá var farþegi í bíl hans einnig handtekinn grunaður um vörslu og sölu á fíkniefnum, brot á vopna- og lyfjalögum og fleira. Hann var einnig vistaður í fangageymslu. Tilkynnt var um umferðaróhapp rétt fyrir klukkan eitt í nótt á Hverfisgötu í miðbænum. Maður á rafmagnshlaupahjóli datt á andlitið og braut í sér tennur og var í kjölfarið fluttur á bráðadeild til aðhlynningar. Þá var maður handtekinn í Breiðholti, grunaður um húsbrot og líkamsárás. Hann var vistaður í fangageymslu lögreglu. Tveir voru stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna eða áfengis. Annar þeirra var einnig grunaður um ítrekaðan akstur sviptur ökuréttindum. Þá var tilkynnt um innbrot á ellefta tímanum í nótt. Maður var handtekinn grunaður um innbrotið og vistaður í fangageymslu lögreglu.
Lögreglumál Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira