Rauða krossinn þinn vantar þig Kristín S. Hjálmtýsdóttir skrifar 30. janúar 2020 10:00 Rauði krossinn á Íslandi er grasrótarhreyfing sem er borin upp á sjálfboðaliðum og er sjálfstæð í störfum sínum. Við styðjum stjórnvöld á sviði mannúðar- og neyðarvarnamála og erum með skilgreint hlutverk í almannavörnum á hamfaraeyjunni Íslandi. Og við stöndum vaktina nótt sem nýtan dag fyrir alla landsmenn, á öllum stöðum. En til að tryggja fumlaust starf í þágu samfélagsins vantar okkur aukinn stuðning almennings. Eins og kunnugt er hafa undanfarnar vikur verið óvenjulegar hér á landi. Lægðir, snjóstormar og snjóflóð, veðurofsi, eldgosahætta og nú undirbúningur ef kórónaveiran nær til landsins. Við þessu öllu og einnig hinu óvænta verða sjálfboðaliðar Rauða krossins sem bera starfið uppi að vera undirbúnir. Það eru mjög annasamar vikur að baki hjá sjálfboðaliðum Rauða krossins, eins og öðrum viðbragðsaðilum, oft í mjög erfiðum aðstæðum þar sem þeir styðja m.a. við fólk á erfiðum stundum í lífi þeirra. Um 750 manns eru skráðir í neyðarvarnarstörf hjá Rauða krossinum, en alls eru um 3.000 virkir sjálfboðaliðar í um 4.000 fjölbreyttum störfum á hverjum tíma. Mannauðurinn sem Rauði krossinn býr yfir er ómetanlegur en okkur vantar alltaf fleiri sjálfboðaliða. Ekki eru allir í þeirri aðstöðu að geta gefið af tíma sínum. Rauða krossinn vantar ekki aðeins sjálfboðaliða því félag eins og Rauði krossinn er háð því að almenningur styrki okkur fjárhagslega, við gætum ekki haldið úti okkar mögnuðu starfsemi án Mannvina Rauða krossins. Ein af grundvallarhugsjónum Rauða krossins, sem öll landsfélög um heim allan verða að virða, er sjálfstæði. Rauði krossinn er ekki ríkisstofnun og sjálfstæði okkar er eitt það mikilvægasta í starfseminni. Þeirri mikilvægu hugsjón verður ekki náð án aðkomu Mannvina Rauða krossins. Mannvinir Rauða krossins styrkja verkefni hér heima og úti í heimi. Neyðarvarnir Rauða krossins væru ekki jafn öflugar og raun ber vitni án aðkomu Mannvina. Sem dæmi hefur neyðarvarnarkerrum fjölgað um landið með nauðsynlegum búnaði vegna tilstilli þeirra, Hjálparsími Rauða krossins 1717 er starfræktur allan sólarhringinn, árið um kring fyrir tilstilli Mannvina. Þau sem geta veitt okkur aðstoð geta skráð sig sem sjálfboðaliða á raudikrossinn.is og þau sem ekki eiga tíma aflögu geta stutt okkur með því að gerast Mannvinir Rauða krossins á mannvinir.is Takk kæru sjálfboðaliðar og Mannvinir fyrir ykkar dýrmæta stuðning sem gerir Rauða krossinum kleift að starfa á landsvísu í þágu almennings. Takk þið hin sem sýnið skilning á starfi okkar og hugleiðið að slást í hópinn til að gera Rauða krossinn ykkar enn betri í að kljást við afleiðingar ofsaveðra, snjóflóða og annarrar hættu sem skapast hér á landi. Höfundur er framkvæmdastjóri Rauða krossins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálparstarf Kristín S. Hjálmtýsdóttir Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson Skoðun Við þurfum að tala um Bálstofuna Matthías Kormáksson Skoðun Skoðun Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Skoðun Að stela framtíðinni Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Vegið að framtíð ungs vísindafólks á Íslandi Katrín Möller,Svava Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjöleignarhús og vátryggingar Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Ert þú áhorfandi ofbeldis? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Það er dýrt að reka ríkissjóð alltaf á yfirdrætti Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Opinber ómöguleiki Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Gervigreindin mun gjörbylta öllum samfélögum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferðarlögin tíu ára Einar Örn Thorlacius skrifar Skoðun Er þetta sanngjarnt? Sigríður Clausen skrifar Skoðun Niðurskurðurinn sem enginn bað um Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í borginni Björg Eva Erlendsdóttir,Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Slæm stjórnsýsla heilbrigðismála - dauðans alvara Markús Ingólfur Eiríksson skrifar Sjá meira
Rauði krossinn á Íslandi er grasrótarhreyfing sem er borin upp á sjálfboðaliðum og er sjálfstæð í störfum sínum. Við styðjum stjórnvöld á sviði mannúðar- og neyðarvarnamála og erum með skilgreint hlutverk í almannavörnum á hamfaraeyjunni Íslandi. Og við stöndum vaktina nótt sem nýtan dag fyrir alla landsmenn, á öllum stöðum. En til að tryggja fumlaust starf í þágu samfélagsins vantar okkur aukinn stuðning almennings. Eins og kunnugt er hafa undanfarnar vikur verið óvenjulegar hér á landi. Lægðir, snjóstormar og snjóflóð, veðurofsi, eldgosahætta og nú undirbúningur ef kórónaveiran nær til landsins. Við þessu öllu og einnig hinu óvænta verða sjálfboðaliðar Rauða krossins sem bera starfið uppi að vera undirbúnir. Það eru mjög annasamar vikur að baki hjá sjálfboðaliðum Rauða krossins, eins og öðrum viðbragðsaðilum, oft í mjög erfiðum aðstæðum þar sem þeir styðja m.a. við fólk á erfiðum stundum í lífi þeirra. Um 750 manns eru skráðir í neyðarvarnarstörf hjá Rauða krossinum, en alls eru um 3.000 virkir sjálfboðaliðar í um 4.000 fjölbreyttum störfum á hverjum tíma. Mannauðurinn sem Rauði krossinn býr yfir er ómetanlegur en okkur vantar alltaf fleiri sjálfboðaliða. Ekki eru allir í þeirri aðstöðu að geta gefið af tíma sínum. Rauða krossinn vantar ekki aðeins sjálfboðaliða því félag eins og Rauði krossinn er háð því að almenningur styrki okkur fjárhagslega, við gætum ekki haldið úti okkar mögnuðu starfsemi án Mannvina Rauða krossins. Ein af grundvallarhugsjónum Rauða krossins, sem öll landsfélög um heim allan verða að virða, er sjálfstæði. Rauði krossinn er ekki ríkisstofnun og sjálfstæði okkar er eitt það mikilvægasta í starfseminni. Þeirri mikilvægu hugsjón verður ekki náð án aðkomu Mannvina Rauða krossins. Mannvinir Rauða krossins styrkja verkefni hér heima og úti í heimi. Neyðarvarnir Rauða krossins væru ekki jafn öflugar og raun ber vitni án aðkomu Mannvina. Sem dæmi hefur neyðarvarnarkerrum fjölgað um landið með nauðsynlegum búnaði vegna tilstilli þeirra, Hjálparsími Rauða krossins 1717 er starfræktur allan sólarhringinn, árið um kring fyrir tilstilli Mannvina. Þau sem geta veitt okkur aðstoð geta skráð sig sem sjálfboðaliða á raudikrossinn.is og þau sem ekki eiga tíma aflögu geta stutt okkur með því að gerast Mannvinir Rauða krossins á mannvinir.is Takk kæru sjálfboðaliðar og Mannvinir fyrir ykkar dýrmæta stuðning sem gerir Rauða krossinum kleift að starfa á landsvísu í þágu almennings. Takk þið hin sem sýnið skilning á starfi okkar og hugleiðið að slást í hópinn til að gera Rauða krossinn ykkar enn betri í að kljást við afleiðingar ofsaveðra, snjóflóða og annarrar hættu sem skapast hér á landi. Höfundur er framkvæmdastjóri Rauða krossins.
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar