Lífið

Eldur kom upp rétt fyrir tónleika Hatara: "Það þurftu allir að hlaupa út“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hatari á sviðinu í Tel Aviv síðasta vor þegar bandið tók þátt í Eurovision.
Hatari á sviðinu í Tel Aviv síðasta vor þegar bandið tók þátt í Eurovision. Nordicphotos/Getty

Íslenska sveitin Hatari varð að hætta við tónleika hennarí Kaupmannahöfn í gærkvöldi eftir að eldur kom upp í loftræstikerfi tónleikastaðarins Vega í borginni.

Atvikið átti sér stað þegar bandið var í hljóðprufu seinnipartinn í gær.

„Við vitum í raun ekki ennþá hvað gerðist og af hverju það kom upp eldur,“ segir Klemens Hannigan einn af söngvurum sveitarinnar.

„Við erum öll örugg og erum komin til Árósa og ætlum að koma fram þar í kvöld. Eldurinn kom upp í loftinu fyrir ofan okkur.“

Klemens segir að húsið hafi fyllst af reyki í kjölfarið.

„Það þurftu allir að hlaupa út og mikil óreiða skapaðist. Það var ákveðið sjokk að vera inni í þannig umhverfi.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×