SAS stöðvar ferðir til Kína Atli Ísleifsson skrifar 30. janúar 2020 12:52 SAS býður upp á ferðir til og frá kínversku borganna Sjanghæ og Peking. Getty Norræna flugfélagið SAS hefur ákveðið að aflýsa öllum flugferðum félagsins til og frá Kína fram til 9. febrúar hið minnsta. Er þetta gert vegna útbreiðslu Wuhan-kórónaveirunnar. DR segir frá því að ferðum SAS til og frá kínversku borganna Sjanghæ og Peking verði aflýst, dagana 31. janúar til 9. febrúar. Verði svo síðar tekin ákvörðun hvort að tímabilið verði framlengt. SAS hefur flogið til og frá borgunum sex sinnum í viku. „Við fljúgum þangað í kvöld og heim í fyrramálið, en eftir það verður lokað á allar ferðir,“ segir Kristian de Place Gamborg Hansen, starfandi upplýsingafulltrúi félagsins. Þá verður sala á miðum SAS til stórborganna tveggja stöðvuð til loka febrúarmánaðar. SAS hyggst aðstoða þá viðskiptavini sem eiga miða til Peking og Sjanghæ á tímabilinu sem um ræðir við að komast á áfangastað með öðrum leiðum. Norræna flugfélagið mun áfram fljúga til og frá Hong Kong, en yfirvöld þar hafa lokað á lestar- og ferjusamgöngur milli Hong Kong og meginlands Kína. Með ákvörðun sinni hefur SAS bæst í hóp röð flugfélaga sem hafa stöðvað ferðir til Kína, en áður hafa British Airways, KLM, Swiss Airlines, Austria Airways, Canada Airlines og Lufthansa gert slíkt hið sama. Danmörk Fréttir af flugi Kína Noregur Svíþjóð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Norræna flugfélagið SAS hefur ákveðið að aflýsa öllum flugferðum félagsins til og frá Kína fram til 9. febrúar hið minnsta. Er þetta gert vegna útbreiðslu Wuhan-kórónaveirunnar. DR segir frá því að ferðum SAS til og frá kínversku borganna Sjanghæ og Peking verði aflýst, dagana 31. janúar til 9. febrúar. Verði svo síðar tekin ákvörðun hvort að tímabilið verði framlengt. SAS hefur flogið til og frá borgunum sex sinnum í viku. „Við fljúgum þangað í kvöld og heim í fyrramálið, en eftir það verður lokað á allar ferðir,“ segir Kristian de Place Gamborg Hansen, starfandi upplýsingafulltrúi félagsins. Þá verður sala á miðum SAS til stórborganna tveggja stöðvuð til loka febrúarmánaðar. SAS hyggst aðstoða þá viðskiptavini sem eiga miða til Peking og Sjanghæ á tímabilinu sem um ræðir við að komast á áfangastað með öðrum leiðum. Norræna flugfélagið mun áfram fljúga til og frá Hong Kong, en yfirvöld þar hafa lokað á lestar- og ferjusamgöngur milli Hong Kong og meginlands Kína. Með ákvörðun sinni hefur SAS bæst í hóp röð flugfélaga sem hafa stöðvað ferðir til Kína, en áður hafa British Airways, KLM, Swiss Airlines, Austria Airways, Canada Airlines og Lufthansa gert slíkt hið sama.
Danmörk Fréttir af flugi Kína Noregur Svíþjóð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira