Hugsanlegt að börn áhrifavalda njóti ekki friðhelgi einkalífs Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 2. febrúar 2020 07:00 Unnur Sif Hjartardóttir skoðaði hvort áhrifavaldar séu að brjóta lög með því að nota börnin sín í markaðsefni. Vísir/Vilhelm Unnur Sif Hjartardóttir skilaði á dögunum meistaraverkefni í lögfræði með titilinn Friðhelgi einkalífs barna í nútímasamfélagi. Persónuupplýsingar barna og markaðssetning áhrifavalda á samfélagsmiðlum. Hún segir að hagsmunir barns til friðhelgi einkalífs ættu að vega þyngra heldur en fjárhagslegir hagsmunir áhrifavalds til að nota barnið sitt í markaðsefni. Aðaláherslan í umfjölluninni var að leitast eftir því að svara hvort að friðhelgi einkalífs barna njóti nægilegrar verndar í kjölfar hraðrar tækniþróunar í nútímasamfélagi. „Ég valdi þetta viðfangsefni eftir að hafa setið námskeiðin einkalífs- og persónuvernd og fjölmiðlarétt í lagadeildinni á sama tíma. Við það vaknaði áhugi minn á þessum fræðasviðum. Sérstaklega í fjölmiðlarétti því þar voru reglulega umræður um samfélagsmiðla, áhrifavalda á samfélagsmiðlum og hvar í lagaumhverfinu þetta passar. Unnur telur að það séu líkur á því að í framtíðinni munum við sjá fleira af málum sem snúa að því að börn séu leita réttar síns vegna myndbirtinga og birtingar annarra upplýsinga sem hafa verið gerðar aðgengilegar á netinu og þau kæra sig ekki um það.Þegar Unnur fékk þessa hugmynd var hún í raun búin að ákveða allt annað viðfangsefni tengt persónurétti fyrir lokaverkefnið sitt. „Það efni var ekkert sem dreif mig áfram. Það var svo eftir að ég horfði á kvöldfréttir eitt kvöldið. Það var verið að ræða ýmis álitaefni tengt samfélagsmiðlum, stiklað á stóru samt. Þá fór ég að veita þessu viðfangsefni meiri athygli. Ég fór þá að skoða þetta betur og sá hversu algengt það er að persónuupplýsingar barna eru notaðar í markaðsefni hjá áhrifavöldum. Þetta var stuttu eftir að ég var sjálf nýbúin að eignast barn sem ég held að hafi átt stóran þátt í því að ég fór að að veita þessu viðfangsefni enn meiri eftirtekt. Í framhaldinu ákvað ég að þetta væri viðfangsefnið sem ég vildi velja, ég fann að ég var ótrúlega spennt að byrja að skrifa um þetta.“ Á meðan Unnur skrifaði ritgerðina varð hún vör við mikla umræðu um þetta viðfangsefni í skólanum, hjá fólki sem hún þekkir og á samfélagsmiðlum. „Þetta er eitthvað sem fólk hefur miklar skoðanir á.“ Íslendingum sem starfa sem áhrifavaldar á samfélagsmiðlum fjölgar stöðugt.Getty/Maskot Áhrifavaldar milliliðir Í ritgerð sinni fer Unnur inn á að notkun samfélagsmiðla hefur breyst mikið síðustu ár en regluverkið nær ekki endilega utan um þessar breytingar. „Stærsta breytingin er sú að til að byrja með var þetta samskiptaform. Nú hefur hins vegar þróast mikil viðskiptahlið í sambandi við miðlana. Þetta er orðinn vettvangur fyrir auglýsingar og stökkpallur fyrir fólk til þess að búa til vörumerki úr sjálfum sér. Miðlarnir eru notaðir í auknum mæli til þess að ná til neytenda, hvort sem þar sem það er með auglýsingum beint frá fyrirtækjunum eða fyrirtæki nota milliliði eins og áhrifavalda til þess að auglýsa vörur eða þjónustu fyrir sig á þeirra persónulega miðli.“ Unnur segir að samfélagsmiðlanir hafi að miklu leyti breytt hegðunarmynstri samfélagsins án þann hátt að þeir eru orðnir hluti af hversdagslífi flestra og það virðist vera eðlilegt að birta þar bæði alls kyns myndir og upplýsingar. Unnur Sif viðurkennir að hún birti myndir af eigin barni á sínum samfélagsmiðlum en reyni að halda því í lágmarki í dag. „Þegar ég átti dóttur mína þá var mikill spenningur og ég vildi birta mynd og láta vita. Þetta er nefnilega líka tenging við til við fjölskyldu og vini sem búa annarsstaðar á landinu eða í heiminum. Ég reyni að halda í lágmarki að birta myndir eða aðrar persónuupplýsingar um barnið mitt á samfélagmiðlum og reyni að velja vel og eitthvað sem er við hæfi. Ég er ekki að birta um allt sem hún gerir eða öllu því sem hún lendir í eða fer í gegnum, ekki í neinum viðkvæmum aðstæðum eins og þegar hún er veik. Ég reyni að virða að hún á sitt einkalíf þó að mér finnist gaman að sýna heiminum hvað hún er frábær. Það er ekkert sem bannar að birta myndir af börnum á samfélagsmiðlum af börnum en þú verður líka að hafa í huga hversu margir koma til með að sjá myndirnar, er ég að birta þetta fyrir þúsundir einstaklinga eða er ég að birta þetta fyrir afmarkaðan hóp?.“ Þegar Unnur varð móðir tók hún enn meira eftir því hversu mikið börn áhrifavalda birtust í markaðsefni á samfélagsmiðlum. Vísir/Vilhelm Regluverkið verndar ekki börnin Unnur segir að fólk sé alls ekki sammála um það hvort það sé einhver munur á að birta myndir á samfélagsmiðlum og á því að nota myndir og persónuupplýsingar í markaðstilgangi eða í samstarfi við fyrirtæki. „Þetta er atriði sem ég þurfti svolítið að einblína á í skrifum mínum, hver er munurinn? Þetta er álitamál sem vekur upp spurningar, bæði siðferðislegar en líka í hverju munurinn felst lagalega séð. Það er ekkert sem bannar að birta myndir til einkaafnota og þá gilda ákvæði laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga ekki. Að nota myndir eða aðrar persónuupplýsingar í markaðssetningu felur í sér vinnslu persónuupplýsinga og slíkt fellur undir gildissvið persónuverndarlaganna.“ Unnur segir að það sé mikilvægt að skoða þessi mál út frá sjónarmiðum barnsins og hagsmunum þess. „Ég held að það séu alveg skýr markmið að það þurfi að vernda friðhelgi einkalífs barna, hins vegar má alltaf gera betur. Miðað við nútímasamfélagið sem við búum við í dag þá eru bara komin ýmis álitamál sem ekki voru hér áður fyrr. En lagarammar geta ólíklega verndað friðhelgi einkalífs með fullum hætti, sérstaklega með tilliti til forsjá foreldra, það þarf heilt samfélag.“ Faðir látinn fjarlægja mynd Hún bendir á að börn leiti sífellt oftar réttar síns vegna myndbirtinga foreldra af þeim á samfélagsmiðlum. Þetta muni svo líklega aukast enn frekar á næstu árum þar sem foreldrar í dag, þar á meðal áhrifavaldarnir, birta í auknum mæli myndir og upplýsingar um börn á samfélagsmiðlum. „Það hafa til dæmis komið úrskurðir eins og hjá Persónuvernd þar sem börn hafa leitað réttar síns vegna myndbirtingar foreldra af þeim á samfélagsmiðlum. Í einu tilfelli, svo dæmi sé tekið , þá hafði faðirinn birt mynd af barni sínu á Facebook síðu sinni. Barnið vildi ekki hafa myndina þar og honum var úrskurðað að fjarlægja hana. Einnig hefur umboðsmaður barna talað um að þau séu í auknum mæli að fá til sín börn sem eru að leita réttar síns og kanna hvað sé hægt að gera. Umboðsmaður barna úrskurðar ekki en getur veitt börnum aðstoð og leitt þau áfram. Núna í nóvember féll svo hæstaréttardómur í Noregi þar sem móðir var talin hafa brotið á norskum hegningarlögum fyrir að hafa brotið á friðhelgi dóttur sinnar, hún birti myndir og önnur gögn. Þetta sýnir okkur að börn eru að verða meðveitaðari og líklega fer málum af þessu tagi að fjölga hratt. Börnin sem eru að lenda mest í þessu í dag eru kannski ekki komin með vit á því að líf þeirra er birt á netinu. En þegar þau átta sig á því þá er spurning hvernig þetta verður.“ Í ritgerð Unnar er farið yfir úrræðin sem eru í boði fyrir þessi börn, það eru helst dómstólar og Persónuvernd. „Fyrir þennan yngsta aldurshóp eru dómstólar að miklu leyti óraunhæft úrræði og Persónuvernd í raun að einhverju leyti líka. Það er ekkert raunhæft úrræði fyrir þessi yngstu börn. Börn geta alltaf leitað til umboðsmanns barna þó hann taki ekki slík mál fyrir, en hann getur alltaf sinnt leiðbeiningarhlutverki Ég held að það mætti alveg bæta þetta með tilliti til yngsta aldurshópsins. En þetta er samt svo flókið, við erum að tala um samband barna og foreldra. Sérstaklega er þetta flókið með tilliti til forsjár foreldra.“ Unnur segir að það séu engar heildstæðar reglur sem gilda um áhrifavalda á samfélagsmiðlum.Vísir/Vilhelm Brotið á friðhelgi einkalífs barna Unnur segir að það séu engar heildstæðar reglur sem gilda um áhrifavalda á samfélagsmiðlum. Það hafi þó verið gefnar út ýmsar leiðbeiningar, til dæmis af Neytendastofu um duldar auglýsingar og Persónuvernd varðandi myndbirtingar af börnum. Þessar reglur eiga ekkert frekar við um áhrifavalda en aðra, heldur eru þetta bara almennar reglur sem fólk ætti að hafa til hliðsjónar þegar birtar eru myndir eða aðrar upplýsingar um börn á samfélagsmiðlum. „En þegar áhrifavaldar eru að birta myndir í markaðslegum tilgangi þá tel ég samt að persónuverndarlögin eigi við af því að þetta er vinnsla persónuupplýsinga og í rauninni fellur það undir persónuverndarlögin.“ Hún telur mikilvægt að gera einhvers konar breytingar til þess að vernda friðhelgi einkalífs barna betur. Hvort áhrifavaldar eru að fara eftir núgildandi lögum og reglum varðandi friðhelgi einkalífs barna er álitamál sem hefur ekki komið til kasta dómstóla hér á landi. „Ég tel að það megi færa rök fyrir því að brotið sé á friðhelgi einkalífs barna með því að nota persónuupplýsingar þeirra í markaðsefni án þeirra samþykkis. Sem dæmi þá velti ég því fyrir mér hvort að foreldri geti samþykkt vinnslu persónuupplýsinga fyrir hönd barnsins ef foreldrið er einnig ábyrgðaraðili vinnslunnar, þannig er í raun ábyrgðaraðili að samþykkja sína eigin vinnslu.“ Í persónuverndarlögum er einnig tekið fram að ef tilgangurinn er ekki skýr og málefnalegur, er vinnslan ólögmæt. „Er ekki alveg hægt að færa rök fyrir því að vinnsla sem gengur út á að það að nota persónuupplýsingar barna í markaðssetningu hjá foreldrum sé kannski ekki mjög málefnaleg? Þá þarf alltaf að fara fram hagsmunamat, vega hagsmunir barns til friðhelgi einkalífs ekki þyngra heldur en fjárhagslegir hagsmunir áhrifavalds til að auglýsa? Auðvitað þarf alltaf að fara fram hagsmunamat en fyrir mér er þetta svo augljóst, að friðhelgi einkalífs barna hlýtur að vega þyngra.“ Unnur tekur ekki fyrir ákveðna íslenska áhrifavalda í ritgerðinni en fjallar almennt um hugtakið áhrifavaldur og það hvenær einstaklingur fellur undir þá skilgreiningu. Hún fjallar eingöngu um markaðssetningu áhrifavalda þar sem barn eða persónuupplýsingar barna eru notaðar til markaðssetningar á samfélagsmiðlum, að auglýsa samstarf við fyrirtæki eða til þess að auglýsa ákveðna vöru eða þjónustu fyrir fyrirtæki. „Í ritgerðinni skilgreini ég áhrifavald sem einstaklingsem er með marga fylgjendur, er reglubundið að miðla efni, er að auglýsa og vekja athygli á sér.“ En það sem gerir viðfangsefnið enn flóknara er að allir einstaklingar, líka áhrifavaldar með börn, njóta tjáningarfrelsis. „Tjáningarfrelsið er grundvallar mannréttindi allra einstaklinga. Tjáning eins og markaðssetning felur í sér viðskiptalega tjáningu. Hún nýtur almennt lakari verndar. Þá erum við aftur komin inn á þetta hagsmunamat, grundvallarréttinn til friðhelgi einkalífs barna eða viðskiptaleg tjáning.“ Myndu fá frípassa Hún segir að þessi togstreita á milli réttar til friðhelgi einkalífs og réttar til tjáningar, flæki málin. Í ritgerðinni skoðaði Unnur hvort samfélagsmiðlar áhrifavalda gætu hugsanlega fallið undir fjölmiðlalög. „Samkvæmt minni niðurstöðu falla áhrifavaldar ekki undir gildissvið fjölmiðlalaga og samfélagsmiðlar í rauninni ekki. Hins vegar er það mín skoðun að það megi færa sterk rök fyrir því að hugtakið fjölmiðill eins og það er skýrt í lögunum geti náð til áhrifavalda. Þegar lögin voru sett voru samfélagsmiðlar ekki í þeirri mynd sem þeir eru núna, þannig að gildissviðið nær ekki yfir þá. Varðandi skilgreininguna á hugtakinu fjölmiðill í fjölmiðlalögum, þá er þar talað um reglubundna miðlun og ritstjórn. Ég tel að það megi alveg færa rök fyrir því að áhrifavaldur er að miðla reglubundnu efni og varðandi auglýsingar, þá eru þeir að keppa við helstu tekjulynd fjölmiðla og að keppast um sömu áhorfendur. Einnig tel ég að það megi færa sterk rök fyrir því að áhrifavaldur á samfélagsmiðlum miðli efni með reglubundnum hætti og um sé að ræða ritstjórn, að þeir séu ritstjórar yfir sínum eigin miðli.“ Ný hljóð- og myndmiðlatilskipun tekur í gildi á þessu ári. Unnur segir líklegt að sú tilskipun muni að einhverju leyti taka til samfélagsmiðla, að minnsta kosti að því leyti sem þeir virka eins og fjölmiðill. Unnur telur að það þurfi að skoða það hvort að sá tími sé kominn að setja þurfi lög eða reglur um sem taka almennt til samfélagsmiðla eða þá að víkka eigi út gildissvið fjölmiðlalaga með þeim hætti að þau taki til samfélagsmiðla. „En þá er spurning hvaða áhrif það myndi hafa á þetta viðfangsefni. Af því að í persónuverndarlögum er séríslenskt ákvæði þar sem fjölmiðlum er í raun gefin undanþága frá því að fá samþykki fyrir vinnslu persónuupplýsinga. Ef að við fellum áhrifavalda þar undir, erum við þá að gefa þeim frípassa á að nota persónuupplýsingar og þar með friðhelgi einkalífs að njóta minni verndar? Ef að samfélagsmiðlar eiga að falla undir fjölmiðlalög þá þyrfti að gera ráðstafanir varðandi það að auka verndina.“ Unnur bendir á að margir átti sig ekki á því að birting á andlitsmynd eða nafni barns telst birting persónuupplýsinga.Vísir/Vilhelm Rafræn fótspor frá fæðingu Unnur segir að birting áhrifavalda á persónuupplýsingum barna geti haft áhrif á þau í framtíðinni. „Það fyrsta sem kemur í hugann er stuldur á rafrænu einkenni sem er að verða algengari og algengari. Nú eru stafræn fótspor barna frá því áður en þau fæddust þangað til dagsins í dag. Ég held að það sé líka mikið af álitamálum sem við sjáum ekki fyrir núna.“ „Mynd sem er birt í dag hefur kannski ekki gríðarleg áhrif á barnið núna en hún gæti gert það seinna. Er það ekki barnsins að ákveða hvort það vill hafa líf sitt á netinu. Erum við ekki búin að taka fram fyrir hendurnar á barninu ef að það eru að finna rafræn fótspor frá því þangað til áður en það fæddist og þangað til það verður fullorðið. Lífið er fyrir alla að sjá, það sem er á netinu það er á netinu. Eins og það sem er sett í „story“ það eyðist á 24 tímum en það gerir það samt ekki, fólk getur tekið skjáskot og fyrir utan það þá geta samfélagsmiðlar eins og Facebook og Instagram unnið áfram með efnið án þess að þurfa þitt.“ Þörf á að bæta lagaramma og úrræði Það var ýmislegt sem kom Unni virkilega á óvart við vinnslu ritgerðarinnar. „Hversu algengt það er að börn séu notuð í markaðsefni áhrifavalda. Föt, matur, dót, barnavörur og svo framvegis. Því fór ég að velta fyrir mér, erum við svona illa upplýst? Gerum við okkur ekki grein fyrir því að hugsanlega erum við að brjóta lög með þessu.“ Unnur veltir fyrir sér hvort áhrifavaldar hafi jafnvel ekki áhuga á að kynna sér þetta. „Í stuttu máli eru niðurstöðurnar mínar helst þær að miðað við það nútímasamfélag sem við búum við í dag þá mætti algjörlega gera betur til þess að vernda friðhelgi einkalífs barna. Með því að setja einhvers konar reglur eða lagaramma um samfélagsmiðla myndum við stuðlaað aukinni vernd. Einnig voru niðurstöðurnar varðandi þau úrræði sem í boði eru fyrir börn sem telja að brotið sé á rétti þeirra, að gera megi mun betur þar. Í nútímasamfélagi er óásættanlegt að úrræðin sem eru í boði í dag séu að miklu leyti óraunhæfur kostur fyrir ung börn.“ Mikilvægt að biðja um leyfi Unnur vitnar í grein sem Umboðsmaður barna birti í desember á síðasta ári. Höfundur er starfsmaður Barnaheilla. „Allir eiga rétt á friðhelgi einkalífs, þar með talin börn. Sá réttur grundvallast á 71. gr. stjórnarskrárinnar og mannréttindasamningum, eins og Barnasáttmálanum. Friðhelgi einkalífs hefur verið skilgreint þannig að í því felist réttur manns til að ráða yfir lífi sínu og líkama og til að njóta friðar um lífshætti sína og einkahagi.“ Greinin hvetur foreldra þar til að venja sig á að spyrja barnið um leyfi, eins snemma og barnið er farið að mynda sér skoðanir, áður en þau birta af þeim myndir eða segja af þeim sögur á samfélagsmiðlum. Einnig að virða vilja barnsins ef það kýs að segja nei. „Börn hafa samráðsrétt um sín persónulegu málefni, þar með rétt til að tjá sig um allar ákvarðanir sem áhrif hafa eða geta haft á þeirra einkalíf. Dæmi um slíkt úr nútímanum, er að þau hafa rétt á að fá að tjá sig um það hvort um þau sé fjallað opinberlega eða á samfélagsmiðlum eða myndir af þeim birtar. Gera verður ráð fyrir að sá réttur eigi við um börn á öllum aldri en eftir því sem börn eru yngri og síður fær um að tjá vilja sinn, er brýnni þörf á að foreldrar hafi í huga áhrif þess á börn þeirra að þau birti myndir af þeim eða segi sögur af þeim á samfélagsmiðlum, og taki um það ákvarðanir sem þau meta börnum sínum fyrir bestu í víðu samhengi.“ Þar er einnig farið inn á ábyrgð foreldra þar sem allt sem birt er á netinu megi finna síðar og geti haft áhrif á líf barnsins, því beri að setja sig í þeirra spor og hugsa sig vel um áður en færslum er deilt á samfélagsmiðlum. „Hafa ber í huga að öryggi mynda á netinu verður aldrei fulltryggt.“ Algengt er að áhrifavaldar sýni fylgjendum frá daglegu lífi og margir velja að sýna börnin sín líka og jafnvel nota þau í markaðsefni og keyptar færslur.Getty/Maskot Yngsti hópurinn viðkvæmastur Unnur segir að það geti verið erfitt fyrir ungt barn að kvarta undan foreldrum sínum, sérstaklega fyrir dómi. Hún ráðleggur áhrifavöldum með börn og öðrum foreldrum að hafa alltaf í huga það sem er barninu fyrir bestu. Nú er mjög algengt að fyrirtæki séu í samstarfi við áhrifavalda með ung börn til þess að koma vörum sínum á framfæri til annarra foreldra. „Þetta er líka viðkvæmasti hópurinn því þau gera sér ekki alveg grein fyrir áhrifunum og réttindum sínum.“ Aðspurð um ráð varðandi birtingar á samfélagsmiðlum segir Unnur að fólk átti sig kannski ekki á því að þetta geti haft einhver langtímaáhrif fyrir barnið. „Ert þú að horfa á barnið sem einhverja framlengingu af þér, þinni persónu sem þú ert að koma á framfæri. Það er alveg hægt að fella mikið af áhrifavöldum undir opinberar persónur, sækjast í að ná til fjölda og áhorfenda, segja frá sínum persónulegu málefnum og koma í fréttaviðtölum og annað. Getur foreldri gert opinbera persónu úr barni? Þurfum við ekki að leyfa barninu að njóta vafans, það er ekki opinber persóna þó þú sért það.“ Ef birta á myndir eða aðrar upplýsingar um barn er að hennar mati einnig gott að hafa í huga þær leiðbeiningar sem Persónuvernd hefur gefið út. „Er þetta barninu fyrir bestu eða er ég að hugsa um mína hagsmuni? Er ég að birta mynd af því að mig langar til að gera það Fæ ég eitthvað út úr því eða eru fjárhagslegir hagsmunir mínir undir? Bera það svo saman við það sem er barninu fyrir bestu. Mér finnst það hlutverk okkar sem foreldrar að kenna börnum að virða friðhelgi einkalífs annarra en á sama tíma virðast foreldrar oft á tíðum vera þeir sem hvað helst brjóta á friðhelgi einkalífs barna sinna. Mikilvægt er að hafa það í huga og að barn er einstaklingur sem á rétt til friðhelgi einkalífs eins og við öll.“ Vísir/Vilhelm Þörf á viðhorfsbreytingu í samfélaginu Hún segir að það sé ekki það sama að nota barn í markaðssetningu og almenn myndbirting af barni á lokaðri samfélagsmiðlasíðu. „Markaðssetning felur í raun í sér opinber birtingu og er ætlað að ná til fjölda áhorefnda, með því að nota persónuupplýsingar barns í markaðssetningu ertu að auka líkurnar á því að persónuupplýsingar þess dreifist sem víða. Það er allt annað ef barnið er ekki persónugreinanlegt á birtu efni. Þá gilda persónuverndarlögin ekki, það er forsenda að barnið eða upplýsingar um það séu persónugreinanlegar svo að persónuverndarlögin eigi við.“ Unnur segir að samband foreldra og barna sé þannig háttað að það sé nær ómögulegt að gæta réttar barns fyllilega með lögum og reglum. „Þar sem barn er að miklu leyti háð ákvörðunarvaldi foreldra sinna, að minnsta kosti þangað til það hefur nægan aldur og þroska til annars. Samband foreldra og barna er er samt sem áður ekki heilagt. Þetta er í raun spurning hversu alvarlegt við teljum brot á persónuvernd vera, í lögum er að finna heimildir til þess að grípa inn í samband foreldra og barna, til dæmis í barnaverndarlögum.“ Hún bendir á að það er lögfræðileg áskorun að koma jafnvægi á friðhelgi einkalífs barna og tjáningarfrelsi foreldra. Lögin munu því eflaust aldrei fyllilega vernda rétt barna gegn foreldrum sínum enda þarf meira til en einungis lagaramma, það þarf einnig viðhorfsbreytingar í samfélaginu um hvað okkur finnst eðlilegt. „Það sem fólk áttar sig ekki á er að andlitsmynd er persónuupplýsingar, nafn er persónuupplýsingar. Kannski ekki viðkvæmar persónuupplýsingar en tengir samt markaðsefnið við barnið. Vega fjárhagslegir hagsmunir vegna markaðssetningarinnar meira vægi en friðhelgi einkalífs barnsins?“ spyr Unnur að lokum. Börn og uppeldi Helgarviðtal Persónuvernd Samfélagsmiðlar Viðtal Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Sjá meira
Unnur Sif Hjartardóttir skilaði á dögunum meistaraverkefni í lögfræði með titilinn Friðhelgi einkalífs barna í nútímasamfélagi. Persónuupplýsingar barna og markaðssetning áhrifavalda á samfélagsmiðlum. Hún segir að hagsmunir barns til friðhelgi einkalífs ættu að vega þyngra heldur en fjárhagslegir hagsmunir áhrifavalds til að nota barnið sitt í markaðsefni. Aðaláherslan í umfjölluninni var að leitast eftir því að svara hvort að friðhelgi einkalífs barna njóti nægilegrar verndar í kjölfar hraðrar tækniþróunar í nútímasamfélagi. „Ég valdi þetta viðfangsefni eftir að hafa setið námskeiðin einkalífs- og persónuvernd og fjölmiðlarétt í lagadeildinni á sama tíma. Við það vaknaði áhugi minn á þessum fræðasviðum. Sérstaklega í fjölmiðlarétti því þar voru reglulega umræður um samfélagsmiðla, áhrifavalda á samfélagsmiðlum og hvar í lagaumhverfinu þetta passar. Unnur telur að það séu líkur á því að í framtíðinni munum við sjá fleira af málum sem snúa að því að börn séu leita réttar síns vegna myndbirtinga og birtingar annarra upplýsinga sem hafa verið gerðar aðgengilegar á netinu og þau kæra sig ekki um það.Þegar Unnur fékk þessa hugmynd var hún í raun búin að ákveða allt annað viðfangsefni tengt persónurétti fyrir lokaverkefnið sitt. „Það efni var ekkert sem dreif mig áfram. Það var svo eftir að ég horfði á kvöldfréttir eitt kvöldið. Það var verið að ræða ýmis álitaefni tengt samfélagsmiðlum, stiklað á stóru samt. Þá fór ég að veita þessu viðfangsefni meiri athygli. Ég fór þá að skoða þetta betur og sá hversu algengt það er að persónuupplýsingar barna eru notaðar í markaðsefni hjá áhrifavöldum. Þetta var stuttu eftir að ég var sjálf nýbúin að eignast barn sem ég held að hafi átt stóran þátt í því að ég fór að að veita þessu viðfangsefni enn meiri eftirtekt. Í framhaldinu ákvað ég að þetta væri viðfangsefnið sem ég vildi velja, ég fann að ég var ótrúlega spennt að byrja að skrifa um þetta.“ Á meðan Unnur skrifaði ritgerðina varð hún vör við mikla umræðu um þetta viðfangsefni í skólanum, hjá fólki sem hún þekkir og á samfélagsmiðlum. „Þetta er eitthvað sem fólk hefur miklar skoðanir á.“ Íslendingum sem starfa sem áhrifavaldar á samfélagsmiðlum fjölgar stöðugt.Getty/Maskot Áhrifavaldar milliliðir Í ritgerð sinni fer Unnur inn á að notkun samfélagsmiðla hefur breyst mikið síðustu ár en regluverkið nær ekki endilega utan um þessar breytingar. „Stærsta breytingin er sú að til að byrja með var þetta samskiptaform. Nú hefur hins vegar þróast mikil viðskiptahlið í sambandi við miðlana. Þetta er orðinn vettvangur fyrir auglýsingar og stökkpallur fyrir fólk til þess að búa til vörumerki úr sjálfum sér. Miðlarnir eru notaðir í auknum mæli til þess að ná til neytenda, hvort sem þar sem það er með auglýsingum beint frá fyrirtækjunum eða fyrirtæki nota milliliði eins og áhrifavalda til þess að auglýsa vörur eða þjónustu fyrir sig á þeirra persónulega miðli.“ Unnur segir að samfélagsmiðlanir hafi að miklu leyti breytt hegðunarmynstri samfélagsins án þann hátt að þeir eru orðnir hluti af hversdagslífi flestra og það virðist vera eðlilegt að birta þar bæði alls kyns myndir og upplýsingar. Unnur Sif viðurkennir að hún birti myndir af eigin barni á sínum samfélagsmiðlum en reyni að halda því í lágmarki í dag. „Þegar ég átti dóttur mína þá var mikill spenningur og ég vildi birta mynd og láta vita. Þetta er nefnilega líka tenging við til við fjölskyldu og vini sem búa annarsstaðar á landinu eða í heiminum. Ég reyni að halda í lágmarki að birta myndir eða aðrar persónuupplýsingar um barnið mitt á samfélagmiðlum og reyni að velja vel og eitthvað sem er við hæfi. Ég er ekki að birta um allt sem hún gerir eða öllu því sem hún lendir í eða fer í gegnum, ekki í neinum viðkvæmum aðstæðum eins og þegar hún er veik. Ég reyni að virða að hún á sitt einkalíf þó að mér finnist gaman að sýna heiminum hvað hún er frábær. Það er ekkert sem bannar að birta myndir af börnum á samfélagsmiðlum af börnum en þú verður líka að hafa í huga hversu margir koma til með að sjá myndirnar, er ég að birta þetta fyrir þúsundir einstaklinga eða er ég að birta þetta fyrir afmarkaðan hóp?.“ Þegar Unnur varð móðir tók hún enn meira eftir því hversu mikið börn áhrifavalda birtust í markaðsefni á samfélagsmiðlum. Vísir/Vilhelm Regluverkið verndar ekki börnin Unnur segir að fólk sé alls ekki sammála um það hvort það sé einhver munur á að birta myndir á samfélagsmiðlum og á því að nota myndir og persónuupplýsingar í markaðstilgangi eða í samstarfi við fyrirtæki. „Þetta er atriði sem ég þurfti svolítið að einblína á í skrifum mínum, hver er munurinn? Þetta er álitamál sem vekur upp spurningar, bæði siðferðislegar en líka í hverju munurinn felst lagalega séð. Það er ekkert sem bannar að birta myndir til einkaafnota og þá gilda ákvæði laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga ekki. Að nota myndir eða aðrar persónuupplýsingar í markaðssetningu felur í sér vinnslu persónuupplýsinga og slíkt fellur undir gildissvið persónuverndarlaganna.“ Unnur segir að það sé mikilvægt að skoða þessi mál út frá sjónarmiðum barnsins og hagsmunum þess. „Ég held að það séu alveg skýr markmið að það þurfi að vernda friðhelgi einkalífs barna, hins vegar má alltaf gera betur. Miðað við nútímasamfélagið sem við búum við í dag þá eru bara komin ýmis álitamál sem ekki voru hér áður fyrr. En lagarammar geta ólíklega verndað friðhelgi einkalífs með fullum hætti, sérstaklega með tilliti til forsjá foreldra, það þarf heilt samfélag.“ Faðir látinn fjarlægja mynd Hún bendir á að börn leiti sífellt oftar réttar síns vegna myndbirtinga foreldra af þeim á samfélagsmiðlum. Þetta muni svo líklega aukast enn frekar á næstu árum þar sem foreldrar í dag, þar á meðal áhrifavaldarnir, birta í auknum mæli myndir og upplýsingar um börn á samfélagsmiðlum. „Það hafa til dæmis komið úrskurðir eins og hjá Persónuvernd þar sem börn hafa leitað réttar síns vegna myndbirtingar foreldra af þeim á samfélagsmiðlum. Í einu tilfelli, svo dæmi sé tekið , þá hafði faðirinn birt mynd af barni sínu á Facebook síðu sinni. Barnið vildi ekki hafa myndina þar og honum var úrskurðað að fjarlægja hana. Einnig hefur umboðsmaður barna talað um að þau séu í auknum mæli að fá til sín börn sem eru að leita réttar síns og kanna hvað sé hægt að gera. Umboðsmaður barna úrskurðar ekki en getur veitt börnum aðstoð og leitt þau áfram. Núna í nóvember féll svo hæstaréttardómur í Noregi þar sem móðir var talin hafa brotið á norskum hegningarlögum fyrir að hafa brotið á friðhelgi dóttur sinnar, hún birti myndir og önnur gögn. Þetta sýnir okkur að börn eru að verða meðveitaðari og líklega fer málum af þessu tagi að fjölga hratt. Börnin sem eru að lenda mest í þessu í dag eru kannski ekki komin með vit á því að líf þeirra er birt á netinu. En þegar þau átta sig á því þá er spurning hvernig þetta verður.“ Í ritgerð Unnar er farið yfir úrræðin sem eru í boði fyrir þessi börn, það eru helst dómstólar og Persónuvernd. „Fyrir þennan yngsta aldurshóp eru dómstólar að miklu leyti óraunhæft úrræði og Persónuvernd í raun að einhverju leyti líka. Það er ekkert raunhæft úrræði fyrir þessi yngstu börn. Börn geta alltaf leitað til umboðsmanns barna þó hann taki ekki slík mál fyrir, en hann getur alltaf sinnt leiðbeiningarhlutverki Ég held að það mætti alveg bæta þetta með tilliti til yngsta aldurshópsins. En þetta er samt svo flókið, við erum að tala um samband barna og foreldra. Sérstaklega er þetta flókið með tilliti til forsjár foreldra.“ Unnur segir að það séu engar heildstæðar reglur sem gilda um áhrifavalda á samfélagsmiðlum.Vísir/Vilhelm Brotið á friðhelgi einkalífs barna Unnur segir að það séu engar heildstæðar reglur sem gilda um áhrifavalda á samfélagsmiðlum. Það hafi þó verið gefnar út ýmsar leiðbeiningar, til dæmis af Neytendastofu um duldar auglýsingar og Persónuvernd varðandi myndbirtingar af börnum. Þessar reglur eiga ekkert frekar við um áhrifavalda en aðra, heldur eru þetta bara almennar reglur sem fólk ætti að hafa til hliðsjónar þegar birtar eru myndir eða aðrar upplýsingar um börn á samfélagsmiðlum. „En þegar áhrifavaldar eru að birta myndir í markaðslegum tilgangi þá tel ég samt að persónuverndarlögin eigi við af því að þetta er vinnsla persónuupplýsinga og í rauninni fellur það undir persónuverndarlögin.“ Hún telur mikilvægt að gera einhvers konar breytingar til þess að vernda friðhelgi einkalífs barna betur. Hvort áhrifavaldar eru að fara eftir núgildandi lögum og reglum varðandi friðhelgi einkalífs barna er álitamál sem hefur ekki komið til kasta dómstóla hér á landi. „Ég tel að það megi færa rök fyrir því að brotið sé á friðhelgi einkalífs barna með því að nota persónuupplýsingar þeirra í markaðsefni án þeirra samþykkis. Sem dæmi þá velti ég því fyrir mér hvort að foreldri geti samþykkt vinnslu persónuupplýsinga fyrir hönd barnsins ef foreldrið er einnig ábyrgðaraðili vinnslunnar, þannig er í raun ábyrgðaraðili að samþykkja sína eigin vinnslu.“ Í persónuverndarlögum er einnig tekið fram að ef tilgangurinn er ekki skýr og málefnalegur, er vinnslan ólögmæt. „Er ekki alveg hægt að færa rök fyrir því að vinnsla sem gengur út á að það að nota persónuupplýsingar barna í markaðssetningu hjá foreldrum sé kannski ekki mjög málefnaleg? Þá þarf alltaf að fara fram hagsmunamat, vega hagsmunir barns til friðhelgi einkalífs ekki þyngra heldur en fjárhagslegir hagsmunir áhrifavalds til að auglýsa? Auðvitað þarf alltaf að fara fram hagsmunamat en fyrir mér er þetta svo augljóst, að friðhelgi einkalífs barna hlýtur að vega þyngra.“ Unnur tekur ekki fyrir ákveðna íslenska áhrifavalda í ritgerðinni en fjallar almennt um hugtakið áhrifavaldur og það hvenær einstaklingur fellur undir þá skilgreiningu. Hún fjallar eingöngu um markaðssetningu áhrifavalda þar sem barn eða persónuupplýsingar barna eru notaðar til markaðssetningar á samfélagsmiðlum, að auglýsa samstarf við fyrirtæki eða til þess að auglýsa ákveðna vöru eða þjónustu fyrir fyrirtæki. „Í ritgerðinni skilgreini ég áhrifavald sem einstaklingsem er með marga fylgjendur, er reglubundið að miðla efni, er að auglýsa og vekja athygli á sér.“ En það sem gerir viðfangsefnið enn flóknara er að allir einstaklingar, líka áhrifavaldar með börn, njóta tjáningarfrelsis. „Tjáningarfrelsið er grundvallar mannréttindi allra einstaklinga. Tjáning eins og markaðssetning felur í sér viðskiptalega tjáningu. Hún nýtur almennt lakari verndar. Þá erum við aftur komin inn á þetta hagsmunamat, grundvallarréttinn til friðhelgi einkalífs barna eða viðskiptaleg tjáning.“ Myndu fá frípassa Hún segir að þessi togstreita á milli réttar til friðhelgi einkalífs og réttar til tjáningar, flæki málin. Í ritgerðinni skoðaði Unnur hvort samfélagsmiðlar áhrifavalda gætu hugsanlega fallið undir fjölmiðlalög. „Samkvæmt minni niðurstöðu falla áhrifavaldar ekki undir gildissvið fjölmiðlalaga og samfélagsmiðlar í rauninni ekki. Hins vegar er það mín skoðun að það megi færa sterk rök fyrir því að hugtakið fjölmiðill eins og það er skýrt í lögunum geti náð til áhrifavalda. Þegar lögin voru sett voru samfélagsmiðlar ekki í þeirri mynd sem þeir eru núna, þannig að gildissviðið nær ekki yfir þá. Varðandi skilgreininguna á hugtakinu fjölmiðill í fjölmiðlalögum, þá er þar talað um reglubundna miðlun og ritstjórn. Ég tel að það megi alveg færa rök fyrir því að áhrifavaldur er að miðla reglubundnu efni og varðandi auglýsingar, þá eru þeir að keppa við helstu tekjulynd fjölmiðla og að keppast um sömu áhorfendur. Einnig tel ég að það megi færa sterk rök fyrir því að áhrifavaldur á samfélagsmiðlum miðli efni með reglubundnum hætti og um sé að ræða ritstjórn, að þeir séu ritstjórar yfir sínum eigin miðli.“ Ný hljóð- og myndmiðlatilskipun tekur í gildi á þessu ári. Unnur segir líklegt að sú tilskipun muni að einhverju leyti taka til samfélagsmiðla, að minnsta kosti að því leyti sem þeir virka eins og fjölmiðill. Unnur telur að það þurfi að skoða það hvort að sá tími sé kominn að setja þurfi lög eða reglur um sem taka almennt til samfélagsmiðla eða þá að víkka eigi út gildissvið fjölmiðlalaga með þeim hætti að þau taki til samfélagsmiðla. „En þá er spurning hvaða áhrif það myndi hafa á þetta viðfangsefni. Af því að í persónuverndarlögum er séríslenskt ákvæði þar sem fjölmiðlum er í raun gefin undanþága frá því að fá samþykki fyrir vinnslu persónuupplýsinga. Ef að við fellum áhrifavalda þar undir, erum við þá að gefa þeim frípassa á að nota persónuupplýsingar og þar með friðhelgi einkalífs að njóta minni verndar? Ef að samfélagsmiðlar eiga að falla undir fjölmiðlalög þá þyrfti að gera ráðstafanir varðandi það að auka verndina.“ Unnur bendir á að margir átti sig ekki á því að birting á andlitsmynd eða nafni barns telst birting persónuupplýsinga.Vísir/Vilhelm Rafræn fótspor frá fæðingu Unnur segir að birting áhrifavalda á persónuupplýsingum barna geti haft áhrif á þau í framtíðinni. „Það fyrsta sem kemur í hugann er stuldur á rafrænu einkenni sem er að verða algengari og algengari. Nú eru stafræn fótspor barna frá því áður en þau fæddust þangað til dagsins í dag. Ég held að það sé líka mikið af álitamálum sem við sjáum ekki fyrir núna.“ „Mynd sem er birt í dag hefur kannski ekki gríðarleg áhrif á barnið núna en hún gæti gert það seinna. Er það ekki barnsins að ákveða hvort það vill hafa líf sitt á netinu. Erum við ekki búin að taka fram fyrir hendurnar á barninu ef að það eru að finna rafræn fótspor frá því þangað til áður en það fæddist og þangað til það verður fullorðið. Lífið er fyrir alla að sjá, það sem er á netinu það er á netinu. Eins og það sem er sett í „story“ það eyðist á 24 tímum en það gerir það samt ekki, fólk getur tekið skjáskot og fyrir utan það þá geta samfélagsmiðlar eins og Facebook og Instagram unnið áfram með efnið án þess að þurfa þitt.“ Þörf á að bæta lagaramma og úrræði Það var ýmislegt sem kom Unni virkilega á óvart við vinnslu ritgerðarinnar. „Hversu algengt það er að börn séu notuð í markaðsefni áhrifavalda. Föt, matur, dót, barnavörur og svo framvegis. Því fór ég að velta fyrir mér, erum við svona illa upplýst? Gerum við okkur ekki grein fyrir því að hugsanlega erum við að brjóta lög með þessu.“ Unnur veltir fyrir sér hvort áhrifavaldar hafi jafnvel ekki áhuga á að kynna sér þetta. „Í stuttu máli eru niðurstöðurnar mínar helst þær að miðað við það nútímasamfélag sem við búum við í dag þá mætti algjörlega gera betur til þess að vernda friðhelgi einkalífs barna. Með því að setja einhvers konar reglur eða lagaramma um samfélagsmiðla myndum við stuðlaað aukinni vernd. Einnig voru niðurstöðurnar varðandi þau úrræði sem í boði eru fyrir börn sem telja að brotið sé á rétti þeirra, að gera megi mun betur þar. Í nútímasamfélagi er óásættanlegt að úrræðin sem eru í boði í dag séu að miklu leyti óraunhæfur kostur fyrir ung börn.“ Mikilvægt að biðja um leyfi Unnur vitnar í grein sem Umboðsmaður barna birti í desember á síðasta ári. Höfundur er starfsmaður Barnaheilla. „Allir eiga rétt á friðhelgi einkalífs, þar með talin börn. Sá réttur grundvallast á 71. gr. stjórnarskrárinnar og mannréttindasamningum, eins og Barnasáttmálanum. Friðhelgi einkalífs hefur verið skilgreint þannig að í því felist réttur manns til að ráða yfir lífi sínu og líkama og til að njóta friðar um lífshætti sína og einkahagi.“ Greinin hvetur foreldra þar til að venja sig á að spyrja barnið um leyfi, eins snemma og barnið er farið að mynda sér skoðanir, áður en þau birta af þeim myndir eða segja af þeim sögur á samfélagsmiðlum. Einnig að virða vilja barnsins ef það kýs að segja nei. „Börn hafa samráðsrétt um sín persónulegu málefni, þar með rétt til að tjá sig um allar ákvarðanir sem áhrif hafa eða geta haft á þeirra einkalíf. Dæmi um slíkt úr nútímanum, er að þau hafa rétt á að fá að tjá sig um það hvort um þau sé fjallað opinberlega eða á samfélagsmiðlum eða myndir af þeim birtar. Gera verður ráð fyrir að sá réttur eigi við um börn á öllum aldri en eftir því sem börn eru yngri og síður fær um að tjá vilja sinn, er brýnni þörf á að foreldrar hafi í huga áhrif þess á börn þeirra að þau birti myndir af þeim eða segi sögur af þeim á samfélagsmiðlum, og taki um það ákvarðanir sem þau meta börnum sínum fyrir bestu í víðu samhengi.“ Þar er einnig farið inn á ábyrgð foreldra þar sem allt sem birt er á netinu megi finna síðar og geti haft áhrif á líf barnsins, því beri að setja sig í þeirra spor og hugsa sig vel um áður en færslum er deilt á samfélagsmiðlum. „Hafa ber í huga að öryggi mynda á netinu verður aldrei fulltryggt.“ Algengt er að áhrifavaldar sýni fylgjendum frá daglegu lífi og margir velja að sýna börnin sín líka og jafnvel nota þau í markaðsefni og keyptar færslur.Getty/Maskot Yngsti hópurinn viðkvæmastur Unnur segir að það geti verið erfitt fyrir ungt barn að kvarta undan foreldrum sínum, sérstaklega fyrir dómi. Hún ráðleggur áhrifavöldum með börn og öðrum foreldrum að hafa alltaf í huga það sem er barninu fyrir bestu. Nú er mjög algengt að fyrirtæki séu í samstarfi við áhrifavalda með ung börn til þess að koma vörum sínum á framfæri til annarra foreldra. „Þetta er líka viðkvæmasti hópurinn því þau gera sér ekki alveg grein fyrir áhrifunum og réttindum sínum.“ Aðspurð um ráð varðandi birtingar á samfélagsmiðlum segir Unnur að fólk átti sig kannski ekki á því að þetta geti haft einhver langtímaáhrif fyrir barnið. „Ert þú að horfa á barnið sem einhverja framlengingu af þér, þinni persónu sem þú ert að koma á framfæri. Það er alveg hægt að fella mikið af áhrifavöldum undir opinberar persónur, sækjast í að ná til fjölda og áhorfenda, segja frá sínum persónulegu málefnum og koma í fréttaviðtölum og annað. Getur foreldri gert opinbera persónu úr barni? Þurfum við ekki að leyfa barninu að njóta vafans, það er ekki opinber persóna þó þú sért það.“ Ef birta á myndir eða aðrar upplýsingar um barn er að hennar mati einnig gott að hafa í huga þær leiðbeiningar sem Persónuvernd hefur gefið út. „Er þetta barninu fyrir bestu eða er ég að hugsa um mína hagsmuni? Er ég að birta mynd af því að mig langar til að gera það Fæ ég eitthvað út úr því eða eru fjárhagslegir hagsmunir mínir undir? Bera það svo saman við það sem er barninu fyrir bestu. Mér finnst það hlutverk okkar sem foreldrar að kenna börnum að virða friðhelgi einkalífs annarra en á sama tíma virðast foreldrar oft á tíðum vera þeir sem hvað helst brjóta á friðhelgi einkalífs barna sinna. Mikilvægt er að hafa það í huga og að barn er einstaklingur sem á rétt til friðhelgi einkalífs eins og við öll.“ Vísir/Vilhelm Þörf á viðhorfsbreytingu í samfélaginu Hún segir að það sé ekki það sama að nota barn í markaðssetningu og almenn myndbirting af barni á lokaðri samfélagsmiðlasíðu. „Markaðssetning felur í raun í sér opinber birtingu og er ætlað að ná til fjölda áhorefnda, með því að nota persónuupplýsingar barns í markaðssetningu ertu að auka líkurnar á því að persónuupplýsingar þess dreifist sem víða. Það er allt annað ef barnið er ekki persónugreinanlegt á birtu efni. Þá gilda persónuverndarlögin ekki, það er forsenda að barnið eða upplýsingar um það séu persónugreinanlegar svo að persónuverndarlögin eigi við.“ Unnur segir að samband foreldra og barna sé þannig háttað að það sé nær ómögulegt að gæta réttar barns fyllilega með lögum og reglum. „Þar sem barn er að miklu leyti háð ákvörðunarvaldi foreldra sinna, að minnsta kosti þangað til það hefur nægan aldur og þroska til annars. Samband foreldra og barna er er samt sem áður ekki heilagt. Þetta er í raun spurning hversu alvarlegt við teljum brot á persónuvernd vera, í lögum er að finna heimildir til þess að grípa inn í samband foreldra og barna, til dæmis í barnaverndarlögum.“ Hún bendir á að það er lögfræðileg áskorun að koma jafnvægi á friðhelgi einkalífs barna og tjáningarfrelsi foreldra. Lögin munu því eflaust aldrei fyllilega vernda rétt barna gegn foreldrum sínum enda þarf meira til en einungis lagaramma, það þarf einnig viðhorfsbreytingar í samfélaginu um hvað okkur finnst eðlilegt. „Það sem fólk áttar sig ekki á er að andlitsmynd er persónuupplýsingar, nafn er persónuupplýsingar. Kannski ekki viðkvæmar persónuupplýsingar en tengir samt markaðsefnið við barnið. Vega fjárhagslegir hagsmunir vegna markaðssetningarinnar meira vægi en friðhelgi einkalífs barnsins?“ spyr Unnur að lokum.
Börn og uppeldi Helgarviðtal Persónuvernd Samfélagsmiðlar Viðtal Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Sjá meira