Vísað úr flugi vegna líkamslyktar og krefjast skaðabóta Sylvía Hall skrifar 31. janúar 2020 12:16 Fjölskyldan var á leið í flug með American Airlines þegar atvikið kom upp. Vísir/Getty Þriggja manna fjölskylda frá Michigan-ríki í Bandaríkjunum hefur nú höfðað skaðabótamál á hendur flugfélaginu American Airlines eftir að þeim var vísað úr flugi fyrr frá Miami í Flórídaríki í mánuðinum. Ástæðan var sögð vera vond líkamslykt fjölskyldumeðlima, en þau eru strangtrúaðir gyðingar. Yehuda Yosef Adler hafði verið á ferðalagi ásamt eiginkonu sinni Jennie og ungri dóttur þeirra þegar atvikið kom upp. Þau höfðu setið í flugvélinni í um það bil fimm mínútur þegar starfsmaður sagði þeim að „neyðartilfelli“ hefði komið upp og þau þyrftu að yfirgefa vélina. Annar starfsmaður á svo að hafa sagt þeim að líkamslykt væri ástæðan. Fjölskyldan segist hafa orðið fyrir tilfinningalegu uppnámi vegna málsins. Það hafi verið ærumeiðandi og með þessu hafi þeim verið mismunað vegna trúar þeirra. Þá benda þau sérstaklega á ummæli starfsmanns sem á að hafa gert niðrandi athugasemdir sem hljóðuðu á þann veg að strangtrúaðir gyðingar „færu aðeins í bað einu sinni í viku“. Adler-fjölskyldan segist jafnframt hafa spurt aðra við hliðið hvort þau fyndu slæma lykt af þeim. Um það bil tuttugu manns eiga að hafa svarað því neitandi. Þá kveðst fjölskyldufaðirinn einnig hafa farið í sturtu sama morgun og flugið var. Fjölskyldunni var útvegað hótelherbergi og voru þau jafnframt færð í annað flug næsta dag. Farangurinn þeirra varð hins vegar eftir í því flugi sem þau ætluðu sér fyrst að fara með. Í yfirlýsingu frá flugfélaginu segir að aðrir farþegar hafi kvartað undan líkamslykt fjölskyldunnar. Því hafi verið ákveðið að vísa þeim úr fluginu til þess að tryggja þægindi annarra farþega. Þá hafnar flugfélagið því alfarið að ákvörðunin hafi byggst á fordómum í garð strangtrúaðra gyðinga. Bandaríkin Fréttir af flugi Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Fleiri fréttir Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Sjá meira
Þriggja manna fjölskylda frá Michigan-ríki í Bandaríkjunum hefur nú höfðað skaðabótamál á hendur flugfélaginu American Airlines eftir að þeim var vísað úr flugi fyrr frá Miami í Flórídaríki í mánuðinum. Ástæðan var sögð vera vond líkamslykt fjölskyldumeðlima, en þau eru strangtrúaðir gyðingar. Yehuda Yosef Adler hafði verið á ferðalagi ásamt eiginkonu sinni Jennie og ungri dóttur þeirra þegar atvikið kom upp. Þau höfðu setið í flugvélinni í um það bil fimm mínútur þegar starfsmaður sagði þeim að „neyðartilfelli“ hefði komið upp og þau þyrftu að yfirgefa vélina. Annar starfsmaður á svo að hafa sagt þeim að líkamslykt væri ástæðan. Fjölskyldan segist hafa orðið fyrir tilfinningalegu uppnámi vegna málsins. Það hafi verið ærumeiðandi og með þessu hafi þeim verið mismunað vegna trúar þeirra. Þá benda þau sérstaklega á ummæli starfsmanns sem á að hafa gert niðrandi athugasemdir sem hljóðuðu á þann veg að strangtrúaðir gyðingar „færu aðeins í bað einu sinni í viku“. Adler-fjölskyldan segist jafnframt hafa spurt aðra við hliðið hvort þau fyndu slæma lykt af þeim. Um það bil tuttugu manns eiga að hafa svarað því neitandi. Þá kveðst fjölskyldufaðirinn einnig hafa farið í sturtu sama morgun og flugið var. Fjölskyldunni var útvegað hótelherbergi og voru þau jafnframt færð í annað flug næsta dag. Farangurinn þeirra varð hins vegar eftir í því flugi sem þau ætluðu sér fyrst að fara með. Í yfirlýsingu frá flugfélaginu segir að aðrir farþegar hafi kvartað undan líkamslykt fjölskyldunnar. Því hafi verið ákveðið að vísa þeim úr fluginu til þess að tryggja þægindi annarra farþega. Þá hafnar flugfélagið því alfarið að ákvörðunin hafi byggst á fordómum í garð strangtrúaðra gyðinga.
Bandaríkin Fréttir af flugi Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Fleiri fréttir Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Sjá meira