Segir pólitíkina í borginni oft á lágu plani Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. ágúst 2020 11:31 Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir pólitíkina í borginni oft á lágu plani. Vísir/Vilhelm Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segist stundum hálf skammast sín fyrir að vera í borgarstjórn. Stemningin sé stundum erfið og pólitíkin í borginni oft á lágu plani. Þetta sagði Hildur í Bakaríinu á Bylgjunni í morgun. „Það er bæði algerlega frábært og draumastarfið mitt og ég er full af ástríðu og í þessu af öllu hjarta en svo getur það líka verið alveg ótrúlega undarlegt starfsumhverfi, bara pólitíkin,“ segir Hildur. Starfið sé allt öðruvísi en hún hafi fengið að venjast í fyrri störfum, en Hildur starfaði sem lögfræðingur áður en hún fór út í pólitík. Þar sé mikil skilvirkni og maður þurfi að gera grein fyrir hverju einasta korteri sem maður vinni. Allt sé mjög faglegt og vandað og maður hræðist að gera ekki nógu vel. Ekki stemning fyrir gömlu fari „Stundum hef ég staðið mig að því að hálfskammast mín fyrir að vera partur af þessu. Það eru sem betur fer margir þarna sem eru sömu skoðunar og ég og mjög gjarnan vilja breyta þessu. Þetta er í einhverju gömlu fari sem ég held að sé ekki stemning fyrir lengur,“ segir Hildur. Kannski er það bara því fjölmiðlar matreiða það svoleiðis, en mér finnst þið dálítið óþekk? „Já, ég er ekkert hissa á því að þér finnist það. Mér finnst pólitíkin í borgini oft á svolítið lágu plani, ég verð að segja það,“ segir Hildur. „Auðvitað verður fólk að gera sér grein fyrir því að bara brotabrot af starfinu birtist í fjölmiðlum og lang stærstur hluti vinnunnar fer fram inni á lokuðum nefndarfundum sem enginn sér og þar eru almennt allir mjög „civiliseraðir“ og hlutirnir ganga vel,“ segir hún. „Auðvitað er ágreiningur en það er bara gert grein fyrir honum á yfirvegaðan hátt. Auðvitað, almennt, en ég er kannski meira að tala um borgarstjórnarfundina sjálfa þar sem eru sviðslistir í gangi þar. Þar eiga menn til að fara í manninn en ekki boltann og svona.“ „Ég trúi því að verði breytingar og eins og ég segi með nýjum kynslóðum og nýju fólki þá eru fleiri sem vilja sjá breytingar á þessu.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við Hildi í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Bakaríið Reykjavík Tengdar fréttir Skrifstofustjóri borgarstjóra: „Skaðlegt að kjörnir fulltrúar þurfi ítrekað að verjast árásum borgarfulltrúans á mig“ Það er skaðlegt að kjörnir fulltrúar þurfi ítrekað að verjast árásum borgarfulltrúans á mig og annað starfsfólk borgarinnar í stað þess að geta einbeitt sér að því að vinna að góðum málum í þágu borgarbúa. Það er líka skaðlegt fyrir mig, fjölskyldu mína og mína heilsu,“ skrifar Helga Björg Ragnarsdóttir skrifstofustjóri skrifstofu borgarstjóra í færslu á Facebook-síðu sinni. 14. ágúst 2020 23:10 Fylgisaukning þrátt fyrir „harðan og ósanngjarnan áróður“ Núverandi borgarstjórnarmeirihluti fengi rúman meirihluta væri gengið til kosninga í dag ef marka má nýja könnun Zenter sem birtist í Fréttablaðinu í dag. 14. ágúst 2020 16:47 Núverandi meirihluti fengi rúman meirihluta Meirihlutinn myndi bæta við sig þremur borgarfulltrúum og fá 58 prósent atkvæða borgarbúa. 14. ágúst 2020 06:40 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Fleiri fréttir Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sjá meira
Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segist stundum hálf skammast sín fyrir að vera í borgarstjórn. Stemningin sé stundum erfið og pólitíkin í borginni oft á lágu plani. Þetta sagði Hildur í Bakaríinu á Bylgjunni í morgun. „Það er bæði algerlega frábært og draumastarfið mitt og ég er full af ástríðu og í þessu af öllu hjarta en svo getur það líka verið alveg ótrúlega undarlegt starfsumhverfi, bara pólitíkin,“ segir Hildur. Starfið sé allt öðruvísi en hún hafi fengið að venjast í fyrri störfum, en Hildur starfaði sem lögfræðingur áður en hún fór út í pólitík. Þar sé mikil skilvirkni og maður þurfi að gera grein fyrir hverju einasta korteri sem maður vinni. Allt sé mjög faglegt og vandað og maður hræðist að gera ekki nógu vel. Ekki stemning fyrir gömlu fari „Stundum hef ég staðið mig að því að hálfskammast mín fyrir að vera partur af þessu. Það eru sem betur fer margir þarna sem eru sömu skoðunar og ég og mjög gjarnan vilja breyta þessu. Þetta er í einhverju gömlu fari sem ég held að sé ekki stemning fyrir lengur,“ segir Hildur. Kannski er það bara því fjölmiðlar matreiða það svoleiðis, en mér finnst þið dálítið óþekk? „Já, ég er ekkert hissa á því að þér finnist það. Mér finnst pólitíkin í borgini oft á svolítið lágu plani, ég verð að segja það,“ segir Hildur. „Auðvitað verður fólk að gera sér grein fyrir því að bara brotabrot af starfinu birtist í fjölmiðlum og lang stærstur hluti vinnunnar fer fram inni á lokuðum nefndarfundum sem enginn sér og þar eru almennt allir mjög „civiliseraðir“ og hlutirnir ganga vel,“ segir hún. „Auðvitað er ágreiningur en það er bara gert grein fyrir honum á yfirvegaðan hátt. Auðvitað, almennt, en ég er kannski meira að tala um borgarstjórnarfundina sjálfa þar sem eru sviðslistir í gangi þar. Þar eiga menn til að fara í manninn en ekki boltann og svona.“ „Ég trúi því að verði breytingar og eins og ég segi með nýjum kynslóðum og nýju fólki þá eru fleiri sem vilja sjá breytingar á þessu.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við Hildi í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Bakaríið Reykjavík Tengdar fréttir Skrifstofustjóri borgarstjóra: „Skaðlegt að kjörnir fulltrúar þurfi ítrekað að verjast árásum borgarfulltrúans á mig“ Það er skaðlegt að kjörnir fulltrúar þurfi ítrekað að verjast árásum borgarfulltrúans á mig og annað starfsfólk borgarinnar í stað þess að geta einbeitt sér að því að vinna að góðum málum í þágu borgarbúa. Það er líka skaðlegt fyrir mig, fjölskyldu mína og mína heilsu,“ skrifar Helga Björg Ragnarsdóttir skrifstofustjóri skrifstofu borgarstjóra í færslu á Facebook-síðu sinni. 14. ágúst 2020 23:10 Fylgisaukning þrátt fyrir „harðan og ósanngjarnan áróður“ Núverandi borgarstjórnarmeirihluti fengi rúman meirihluta væri gengið til kosninga í dag ef marka má nýja könnun Zenter sem birtist í Fréttablaðinu í dag. 14. ágúst 2020 16:47 Núverandi meirihluti fengi rúman meirihluta Meirihlutinn myndi bæta við sig þremur borgarfulltrúum og fá 58 prósent atkvæða borgarbúa. 14. ágúst 2020 06:40 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Fleiri fréttir Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sjá meira
Skrifstofustjóri borgarstjóra: „Skaðlegt að kjörnir fulltrúar þurfi ítrekað að verjast árásum borgarfulltrúans á mig“ Það er skaðlegt að kjörnir fulltrúar þurfi ítrekað að verjast árásum borgarfulltrúans á mig og annað starfsfólk borgarinnar í stað þess að geta einbeitt sér að því að vinna að góðum málum í þágu borgarbúa. Það er líka skaðlegt fyrir mig, fjölskyldu mína og mína heilsu,“ skrifar Helga Björg Ragnarsdóttir skrifstofustjóri skrifstofu borgarstjóra í færslu á Facebook-síðu sinni. 14. ágúst 2020 23:10
Fylgisaukning þrátt fyrir „harðan og ósanngjarnan áróður“ Núverandi borgarstjórnarmeirihluti fengi rúman meirihluta væri gengið til kosninga í dag ef marka má nýja könnun Zenter sem birtist í Fréttablaðinu í dag. 14. ágúst 2020 16:47
Núverandi meirihluti fengi rúman meirihluta Meirihlutinn myndi bæta við sig þremur borgarfulltrúum og fá 58 prósent atkvæða borgarbúa. 14. ágúst 2020 06:40