Stutt hlé gert á loðnuleitinni meðan stormur gengur yfir Kristján Már Unnarsson skrifar 20. janúar 2020 11:10 Leitarferlarnir klukkan ellefu í morgun. Búið er að fara yfir Austfjarðamið, vestur með Norðurlandi og norður eftir Kolbeinseyjarhrygg. Hvert skip hefur sinn lit. Ljósblár er Árni Friðriksson, bleikur er Hákon, gulur er Polar Amaroq, rauður er Ásgrímur Halldórsson og hvítur er Bjarni Ólafsson, Mynd/Hafrannsóknastofnun. Skipin fimm, sem hófu loðnuleitina í síðustu viku, eru nú ýmist öll komin í land eða rétt ókomin. Einnig var fjallað um leitina í fréttum Stöðvar 2. „Það er ekki vinnuveður eins og er. Við erum í 24-25 metrum á sekúndu á leið í land,“ sagði Birkir Bárðarson, fiskifræðingur og leiðangursstjóri, um borð í Árna Friðrikssyni nú fyrir hádegi en hafrannsóknaskipið var þá statt úti fyrir mynni Eyjafjarðar. „Við bíðum af okkur þennan hvell. Förum inn á Akureyri og þar þurfum við að láta kíkja á hliðarskrúfu í leiðinni,“ sagði Birkir. -En hvað hafa þeir séð af loðnu til þessa? „Í stuttu máli mjög lítið. Þetta hefur verið hrafl eða smátorfur á stangli en við höfum ekki séð neitt verulegt magn. Það segir okkur að loðna er ekki gengin austur fyrir Kolbeinseyjarhrygg.“ Fiskifræðingurinn Birkir Bárðarson stýrir loðnuleitinni um borð í hafrannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Veiðiskipin Ásgrímur Halldórsson SF og Bjarni Ólafsson AK sneru til hafna á Hornafirði og Norðfirði um helgina eftir að hafa lokið yfirferð um Austfjarðamið og er þeirra hlutverki lokið í bili. Fiskiskipin Hákon EA og Polar Amaroq komu inn til Akureyrar í morgun en þau munu síðan halda áfram leitinni ásamt Árna Friðrikssyni. Fylgjast má með leitinni á rauntíma á heimasíðu Hafrannsóknastofnunar. „Við förum út aftur um leið og þetta gengur yfir. Mér sýnist veðurspáin vera þannig að það geti orðið upp úr hádegi á morgun,“ sagði Birkir. „Við förum næst vestur fyrir Kolbeinseyjarhrygg og höldum síðan vestur með landgrunnskantinum, til Vestfjarða. Ætli við klárum þetta alveg niður í Víkurál.“ Akureyri Sjávarútvegur Tengdar fréttir Fiskifræðingurinn segir mælingu loðnustofnsins afar mikilvæga Leitarskipin, sem hefja loðnuleitina, gætu orðið fjögur og eru þau ýmist komin austur á firði eða á leið þangað. Leiðangursstjórinn Birkir Bárðarson segir afar þýðingarmikið að fá góða mælingu á loðnuna. 14. janúar 2020 12:15 Hundrað milljónir á dag í húfi í Vestmannaeyjum Vestmannaeyjar gætu orðið af 5,8 milljarða króna útflutningstekjum, bregðist loðnuvertíð annað árið í röð. Þetta kemur fram í greiningu hagfræðideildar Landsbankans. 18. janúar 2020 13:39 Vonast til að finna tuttugu milljarða króna auðlind Loðnuleit hefst í næstu viku eftir að samkomulag náðist um að ríkið greiði helming leitarkostnaðar útgerðarfyrirtækja, sem leggja fram tvö til þrjú skip í leitina á móti einu skipi Hafrannsóknastofnunar. 8. janúar 2020 21:15 Leitin að loðnutorfunum hafin og stefnt á norðausturhornið Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson hélt til loðnuleitar úr Reykjavík í dag en frést hefur af loðnu bæði á Vestfjarðamiðum og norðaustur af Melrakkasléttu. 13. janúar 2020 22:00 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Fleiri fréttir Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Sjá meira
Skipin fimm, sem hófu loðnuleitina í síðustu viku, eru nú ýmist öll komin í land eða rétt ókomin. Einnig var fjallað um leitina í fréttum Stöðvar 2. „Það er ekki vinnuveður eins og er. Við erum í 24-25 metrum á sekúndu á leið í land,“ sagði Birkir Bárðarson, fiskifræðingur og leiðangursstjóri, um borð í Árna Friðrikssyni nú fyrir hádegi en hafrannsóknaskipið var þá statt úti fyrir mynni Eyjafjarðar. „Við bíðum af okkur þennan hvell. Förum inn á Akureyri og þar þurfum við að láta kíkja á hliðarskrúfu í leiðinni,“ sagði Birkir. -En hvað hafa þeir séð af loðnu til þessa? „Í stuttu máli mjög lítið. Þetta hefur verið hrafl eða smátorfur á stangli en við höfum ekki séð neitt verulegt magn. Það segir okkur að loðna er ekki gengin austur fyrir Kolbeinseyjarhrygg.“ Fiskifræðingurinn Birkir Bárðarson stýrir loðnuleitinni um borð í hafrannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Veiðiskipin Ásgrímur Halldórsson SF og Bjarni Ólafsson AK sneru til hafna á Hornafirði og Norðfirði um helgina eftir að hafa lokið yfirferð um Austfjarðamið og er þeirra hlutverki lokið í bili. Fiskiskipin Hákon EA og Polar Amaroq komu inn til Akureyrar í morgun en þau munu síðan halda áfram leitinni ásamt Árna Friðrikssyni. Fylgjast má með leitinni á rauntíma á heimasíðu Hafrannsóknastofnunar. „Við förum út aftur um leið og þetta gengur yfir. Mér sýnist veðurspáin vera þannig að það geti orðið upp úr hádegi á morgun,“ sagði Birkir. „Við förum næst vestur fyrir Kolbeinseyjarhrygg og höldum síðan vestur með landgrunnskantinum, til Vestfjarða. Ætli við klárum þetta alveg niður í Víkurál.“
Akureyri Sjávarútvegur Tengdar fréttir Fiskifræðingurinn segir mælingu loðnustofnsins afar mikilvæga Leitarskipin, sem hefja loðnuleitina, gætu orðið fjögur og eru þau ýmist komin austur á firði eða á leið þangað. Leiðangursstjórinn Birkir Bárðarson segir afar þýðingarmikið að fá góða mælingu á loðnuna. 14. janúar 2020 12:15 Hundrað milljónir á dag í húfi í Vestmannaeyjum Vestmannaeyjar gætu orðið af 5,8 milljarða króna útflutningstekjum, bregðist loðnuvertíð annað árið í röð. Þetta kemur fram í greiningu hagfræðideildar Landsbankans. 18. janúar 2020 13:39 Vonast til að finna tuttugu milljarða króna auðlind Loðnuleit hefst í næstu viku eftir að samkomulag náðist um að ríkið greiði helming leitarkostnaðar útgerðarfyrirtækja, sem leggja fram tvö til þrjú skip í leitina á móti einu skipi Hafrannsóknastofnunar. 8. janúar 2020 21:15 Leitin að loðnutorfunum hafin og stefnt á norðausturhornið Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson hélt til loðnuleitar úr Reykjavík í dag en frést hefur af loðnu bæði á Vestfjarðamiðum og norðaustur af Melrakkasléttu. 13. janúar 2020 22:00 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Fleiri fréttir Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Sjá meira
Fiskifræðingurinn segir mælingu loðnustofnsins afar mikilvæga Leitarskipin, sem hefja loðnuleitina, gætu orðið fjögur og eru þau ýmist komin austur á firði eða á leið þangað. Leiðangursstjórinn Birkir Bárðarson segir afar þýðingarmikið að fá góða mælingu á loðnuna. 14. janúar 2020 12:15
Hundrað milljónir á dag í húfi í Vestmannaeyjum Vestmannaeyjar gætu orðið af 5,8 milljarða króna útflutningstekjum, bregðist loðnuvertíð annað árið í röð. Þetta kemur fram í greiningu hagfræðideildar Landsbankans. 18. janúar 2020 13:39
Vonast til að finna tuttugu milljarða króna auðlind Loðnuleit hefst í næstu viku eftir að samkomulag náðist um að ríkið greiði helming leitarkostnaðar útgerðarfyrirtækja, sem leggja fram tvö til þrjú skip í leitina á móti einu skipi Hafrannsóknastofnunar. 8. janúar 2020 21:15
Leitin að loðnutorfunum hafin og stefnt á norðausturhornið Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson hélt til loðnuleitar úr Reykjavík í dag en frést hefur af loðnu bæði á Vestfjarðamiðum og norðaustur af Melrakkasléttu. 13. janúar 2020 22:00