Efling vill ræða beint við borgarstjóra Atli Ísleifsson skrifar 20. janúar 2020 12:56 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Vísir/vilhelm Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefur tilkynnt Degi B. Eggertssyni borgarstjóra að Efling muni ekki eiga frekari viðræður við samninganefnd borgarinnar umfram það sem lög krefjast. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eflingu. Þar segir að samninganefnd Reykjavíkurborgar hafi villandi upplýsingum til fjölmiðla af samningafundi hjá ríkissáttasemjara um samningstilboð Eflingar sem lagt hafi verið fram 16. janúar síðastliðinn og þannig brotið bæði trúnað og lög. „Samninganefnd Eflingar krefst þess að kjaraviðræður við borgina fari héðan af fram fyrir opnum tjöldum. Þannig er brugðist eðlilega við trúnaðarbroti embættismanna borgarinnar og tryggt að rétt sé farið með kröfur Eflingar,“ segir í tilkynningunni. Axli pólitíska ábyrgð á framgöngu samninganefndar Í bréfi Eflingar til borgarstjóra kemur fram að Sólveig Anna og samninganefnd Eflingar krefjist þess að Dagur, sem æðsti yfirmaður starfsmanna borgarinnar, axli pólitíska ábyrgð á framgöngu samninganefndar borgarinnar, á þeirri stöðu sem upp er komin í viðræðum vegna þeirra, og á því verkefni að kjaramál félagsmanna Eflingar hjá borginni verði leyst með boðlegum hætti. „Í tilboðinu sem kynnt verður á miðvikudag er fallist á sömu taxtahækkanir og samið var um á almennum vinnumarkaði í apríl síðastliðnum, auk þess sem krafist er nauðsynlegrar og tímabærrar leiðréttingar á láglaunastefnu borgarinnar. Auk þess munu félagsmenn Eflingar hjá borginni veita innsýn í aðstæður sínar og kjör. Á fundinum er borgarstjóra boðið að eiga viðræður við samninganefnd Eflingar og bregðast þar við tilboði hennar. Fullt gagnsæi verður um allt sem fram fer á þeim fundi. Á þriðjudag mun birtast í dagblöðum opið bréf samninganefndar Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg til Dags B. Eggertssonar, en atkvæðagreiðsla um verkfall 1800 félagsmanna Eflingar hjá borginni hefst á hádegi sama dag. Samkvæmt fyrirliggjandi tillögu munu allir starfsmenn Eflingar hjá borginni fara í verkfall í byrjun febrúar á völdum dagsetningum og í ótímabundið verkfall frá 17. febrúar,“ segir í tilkynningunni frá Eflingu. Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Hefja undirbúning verkfallsaðgerða hjá starfsmönnum Reykjavíkurborgar Samninganefnd Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg hefur samþykkt tillögu um vinnustöðvun sem áformað er að hefjist í febrúar. 10. janúar 2020 15:39 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Sjá meira
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefur tilkynnt Degi B. Eggertssyni borgarstjóra að Efling muni ekki eiga frekari viðræður við samninganefnd borgarinnar umfram það sem lög krefjast. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eflingu. Þar segir að samninganefnd Reykjavíkurborgar hafi villandi upplýsingum til fjölmiðla af samningafundi hjá ríkissáttasemjara um samningstilboð Eflingar sem lagt hafi verið fram 16. janúar síðastliðinn og þannig brotið bæði trúnað og lög. „Samninganefnd Eflingar krefst þess að kjaraviðræður við borgina fari héðan af fram fyrir opnum tjöldum. Þannig er brugðist eðlilega við trúnaðarbroti embættismanna borgarinnar og tryggt að rétt sé farið með kröfur Eflingar,“ segir í tilkynningunni. Axli pólitíska ábyrgð á framgöngu samninganefndar Í bréfi Eflingar til borgarstjóra kemur fram að Sólveig Anna og samninganefnd Eflingar krefjist þess að Dagur, sem æðsti yfirmaður starfsmanna borgarinnar, axli pólitíska ábyrgð á framgöngu samninganefndar borgarinnar, á þeirri stöðu sem upp er komin í viðræðum vegna þeirra, og á því verkefni að kjaramál félagsmanna Eflingar hjá borginni verði leyst með boðlegum hætti. „Í tilboðinu sem kynnt verður á miðvikudag er fallist á sömu taxtahækkanir og samið var um á almennum vinnumarkaði í apríl síðastliðnum, auk þess sem krafist er nauðsynlegrar og tímabærrar leiðréttingar á láglaunastefnu borgarinnar. Auk þess munu félagsmenn Eflingar hjá borginni veita innsýn í aðstæður sínar og kjör. Á fundinum er borgarstjóra boðið að eiga viðræður við samninganefnd Eflingar og bregðast þar við tilboði hennar. Fullt gagnsæi verður um allt sem fram fer á þeim fundi. Á þriðjudag mun birtast í dagblöðum opið bréf samninganefndar Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg til Dags B. Eggertssonar, en atkvæðagreiðsla um verkfall 1800 félagsmanna Eflingar hjá borginni hefst á hádegi sama dag. Samkvæmt fyrirliggjandi tillögu munu allir starfsmenn Eflingar hjá borginni fara í verkfall í byrjun febrúar á völdum dagsetningum og í ótímabundið verkfall frá 17. febrúar,“ segir í tilkynningunni frá Eflingu.
Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Hefja undirbúning verkfallsaðgerða hjá starfsmönnum Reykjavíkurborgar Samninganefnd Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg hefur samþykkt tillögu um vinnustöðvun sem áformað er að hefjist í febrúar. 10. janúar 2020 15:39 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Sjá meira
Hefja undirbúning verkfallsaðgerða hjá starfsmönnum Reykjavíkurborgar Samninganefnd Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg hefur samþykkt tillögu um vinnustöðvun sem áformað er að hefjist í febrúar. 10. janúar 2020 15:39