Leikaraparið Þuríður Blær Jóhannsdóttir og Guðmundur Felixson eiga von á dreng saman eins og Þuríður greinir frá á Instagram.
Guðmundur er sonur fjölmiðlamannsins Felix Bergsonar og því er hann og Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, að verða afar.
„Það. Er. Strákur!!,“ skrifar Þuríður á Instagram og birtir með færslunni tvær myndir sem sjá má hér að neðan.