Dagur svarar Eflingu og segir samninganefndina hafna ásökunum um lögbrot Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. janúar 2020 17:38 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri vill gera allt til að samningar náist, án þess að grafa undan umboði samninganefndar borgarinnar. Vísir/Vilhelm Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, hefur svarað bréfi stéttarfélagsins Eflingar þess efnis að samninganefnd félagsins hygðist ekki eiga frekari fundi eða viðræður við samninganefnd borgarinnar vegna endurnýjunar kjarasamninga, umfram það sem lög krefjast. Í svarinu segir borgarstjóri samninganefnd Reykjavíkurborgar hafna ásökunum um trúnaðarbrest og lögbrot, um leið og hann segir umboð nefndarinnar skýrt og lýsir einnig vilja hennar til að samningar náist. Efling sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem fram kom að félagið teldi samninganefnd borgarinnar hafa dreift villandi upplýsingum til fjölmiðla af samningafundi hjá ríkissáttasemjara um samningstilboð Eflingar sem lagt hafi verið fram 16. janúar síðastliðinn og þannig brotið bæði trúnað og lög.Sjá einnig: Gera kröfu um 400 þúsund króna desemberuppbót: „Við einfaldlega lítum svo á að borgin skuldi okkur“ „Samninganefnd Eflingar krefst þess að kjaraviðræður við borgina fari héðan af fram fyrir opnum tjöldum. Þannig er brugðist eðlilega við trúnaðarbroti embættismanna borgarinnar og tryggt að rétt sé farið með kröfur Eflingar,“ segir í tilkynningunni. Þar er þess einnig krafist að Dagur, sem æðsti yfirmaður starfsmanna Reykjavíkurborgar, axli pólitíska ábyrgð á framgöngu samninganefndar borgarinnar, þeirri stöðu sem upp er komin í viðræðum vegna þeirra, og á því verkefni að kjaramál félagsmanna Eflingar hjá borginni verði leyst með boðlegum hætti. Samninganefndin hafi hvorki brotið trúnað né lög Borgarstjóri byrjar skriflegt svar sitt á því að taka undir þau sjónarmið að brýnt sé að ljúka samningum sem fyrst, en undirstrikar einnig þá skoðun sína að mikilvægt sé að vinna við málið haldi áfram í samræmi við lög og þær reglur sem í gildi eru. „Umboð samninganefndar Reykjavíkurborgar er skýrt sem og vilji hennar til samningaviðræðna. Þá hefur samninganefndin eindregið hafnað því að trúnaður hafi verið brotinn af hennar hálfu.“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.Vísir/Vilhelm Í bréfinu segir að forsendur nýrra kjarasamninga séu þær sömu og lagðar hafi verið til grundvallar við gerð Lífskjarasamnings, líkt og í öðrum kjarasamningum sem lokið hafi verið að undanförnu. Rík samstaða sé innan samfélagsins um að þær forsendur haldi. „Reykjavíkurborg er þegar tilbúin til samninga á forsendum Lífskjarasamningsins. Jafnframt vil ég að fram komi að Reykjavíkurborg hefur frá upphafi þessara samninga lagt áherslu á að þeir nái til útfærslu á styttingu vinnuvikunnar enda hefur borgin verið í fararbroddi í þeirri vinnu á landsvísu með umfangsmiklu tilraunaverkefni,“ segir í bréfi borgarstjóra. Vill flýta samningum án þess að grafa undan umboði nefndarinnar Í niðurlagi bréfsins segist borgarstjóri tilbúinn að gera allt sem í hans valdi standi til þess að flýta því að samningar náist, án þess þó að gera nokkuð sem gæti verið til þess fallið að grafa undan umboði samninganefndar til þess að klára kjarasamninga. „Það þjónar ekki tilgangi að færa samningaviðræðurnar úr hefðbundnu og lögformlegu ferli eins og lagt er til í bréfi þínu. Í því ljósi mun samninganefnd Reykjavíkurborgar óska eftir því við ríkissáttasemjara að viðræður verði hafnar á ný á grundvelli 35. gr. laga nr. 80/1938,“ segir borgarstjóri að lokum.Hér má lesa svar borgarstjóra við bréfi Eflingar í heild sinni. Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Efling vill ræða beint við borgarstjóra Sólveig Anna Jónsdóttir hefur tilkynnt Degi B. Eggertssyni borgarstjóra að Efling muni ekki eiga frekari viðræður við samninganefnd borgarinnar umfram það sem lög krefjast. 20. janúar 2020 12:56 Gera kröfu um 400 þúsund króna desemberuppbót: „Við einfaldlega lítum svo á að borgin skuldi okkur“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir margar sögulegar ástæður fyrir þeirri kröfu félagsins gagnvart Reykjavíkurborg að fara fram á tæplega 400 þúsund krónur í desemberuppbót. 21. janúar 2020 10:30 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Sjá meira
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, hefur svarað bréfi stéttarfélagsins Eflingar þess efnis að samninganefnd félagsins hygðist ekki eiga frekari fundi eða viðræður við samninganefnd borgarinnar vegna endurnýjunar kjarasamninga, umfram það sem lög krefjast. Í svarinu segir borgarstjóri samninganefnd Reykjavíkurborgar hafna ásökunum um trúnaðarbrest og lögbrot, um leið og hann segir umboð nefndarinnar skýrt og lýsir einnig vilja hennar til að samningar náist. Efling sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem fram kom að félagið teldi samninganefnd borgarinnar hafa dreift villandi upplýsingum til fjölmiðla af samningafundi hjá ríkissáttasemjara um samningstilboð Eflingar sem lagt hafi verið fram 16. janúar síðastliðinn og þannig brotið bæði trúnað og lög.Sjá einnig: Gera kröfu um 400 þúsund króna desemberuppbót: „Við einfaldlega lítum svo á að borgin skuldi okkur“ „Samninganefnd Eflingar krefst þess að kjaraviðræður við borgina fari héðan af fram fyrir opnum tjöldum. Þannig er brugðist eðlilega við trúnaðarbroti embættismanna borgarinnar og tryggt að rétt sé farið með kröfur Eflingar,“ segir í tilkynningunni. Þar er þess einnig krafist að Dagur, sem æðsti yfirmaður starfsmanna Reykjavíkurborgar, axli pólitíska ábyrgð á framgöngu samninganefndar borgarinnar, þeirri stöðu sem upp er komin í viðræðum vegna þeirra, og á því verkefni að kjaramál félagsmanna Eflingar hjá borginni verði leyst með boðlegum hætti. Samninganefndin hafi hvorki brotið trúnað né lög Borgarstjóri byrjar skriflegt svar sitt á því að taka undir þau sjónarmið að brýnt sé að ljúka samningum sem fyrst, en undirstrikar einnig þá skoðun sína að mikilvægt sé að vinna við málið haldi áfram í samræmi við lög og þær reglur sem í gildi eru. „Umboð samninganefndar Reykjavíkurborgar er skýrt sem og vilji hennar til samningaviðræðna. Þá hefur samninganefndin eindregið hafnað því að trúnaður hafi verið brotinn af hennar hálfu.“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.Vísir/Vilhelm Í bréfinu segir að forsendur nýrra kjarasamninga séu þær sömu og lagðar hafi verið til grundvallar við gerð Lífskjarasamnings, líkt og í öðrum kjarasamningum sem lokið hafi verið að undanförnu. Rík samstaða sé innan samfélagsins um að þær forsendur haldi. „Reykjavíkurborg er þegar tilbúin til samninga á forsendum Lífskjarasamningsins. Jafnframt vil ég að fram komi að Reykjavíkurborg hefur frá upphafi þessara samninga lagt áherslu á að þeir nái til útfærslu á styttingu vinnuvikunnar enda hefur borgin verið í fararbroddi í þeirri vinnu á landsvísu með umfangsmiklu tilraunaverkefni,“ segir í bréfi borgarstjóra. Vill flýta samningum án þess að grafa undan umboði nefndarinnar Í niðurlagi bréfsins segist borgarstjóri tilbúinn að gera allt sem í hans valdi standi til þess að flýta því að samningar náist, án þess þó að gera nokkuð sem gæti verið til þess fallið að grafa undan umboði samninganefndar til þess að klára kjarasamninga. „Það þjónar ekki tilgangi að færa samningaviðræðurnar úr hefðbundnu og lögformlegu ferli eins og lagt er til í bréfi þínu. Í því ljósi mun samninganefnd Reykjavíkurborgar óska eftir því við ríkissáttasemjara að viðræður verði hafnar á ný á grundvelli 35. gr. laga nr. 80/1938,“ segir borgarstjóri að lokum.Hér má lesa svar borgarstjóra við bréfi Eflingar í heild sinni.
Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Efling vill ræða beint við borgarstjóra Sólveig Anna Jónsdóttir hefur tilkynnt Degi B. Eggertssyni borgarstjóra að Efling muni ekki eiga frekari viðræður við samninganefnd borgarinnar umfram það sem lög krefjast. 20. janúar 2020 12:56 Gera kröfu um 400 þúsund króna desemberuppbót: „Við einfaldlega lítum svo á að borgin skuldi okkur“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir margar sögulegar ástæður fyrir þeirri kröfu félagsins gagnvart Reykjavíkurborg að fara fram á tæplega 400 þúsund krónur í desemberuppbót. 21. janúar 2020 10:30 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Sjá meira
Efling vill ræða beint við borgarstjóra Sólveig Anna Jónsdóttir hefur tilkynnt Degi B. Eggertssyni borgarstjóra að Efling muni ekki eiga frekari viðræður við samninganefnd borgarinnar umfram það sem lög krefjast. 20. janúar 2020 12:56
Gera kröfu um 400 þúsund króna desemberuppbót: „Við einfaldlega lítum svo á að borgin skuldi okkur“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir margar sögulegar ástæður fyrir þeirri kröfu félagsins gagnvart Reykjavíkurborg að fara fram á tæplega 400 þúsund krónur í desemberuppbót. 21. janúar 2020 10:30
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent