Samþykktu reglur McConnell eftir flokkslínum Samúel Karl Ólason skrifar 22. janúar 2020 07:14 Demókratar lögðu fram breytingartillögur en þeim var nánast öllum hafnað. Vísir/AP Öldungadeildarþingmenn Bandaríkjanna, samþykktu nú í morgun að fylgja þeim leikreglum sem Mitch McConnell, forseti öldungadeildarinnar, lagði til varðandi réttarhöldin yfir Donald Trump, forseta, fyrir embættisbrot. Atkvæðagreiðslan varðandi reglurnar fylgdi flokkslínum, þar sem 53 Repúblikanar greiddu atkvæði með tillögunni og 47 Demókratar greiddu atkvæði gegn henni. Þingið mun koma saman á nýjan leik í kvöld en umræðurnar sem voru að klárast stóðu yfir í þrettán klukkustundir. Demókratar lögðu fram breytingartillögur en þeim var nánast öllum hafnað. Einu breytingarnar sem gerðar voru á tillögum McConnell vörðuðu það að lengja tímann sem báðar hliðar fá í opnunarræður sínar. Sömuleiðis gerði McConnell sjálfur breytingar á tillögum sínum varðandi leikreglur réttarhaldanna, áður en þingið kom saman í gærkvöldi. Fjölmiðlar ytra segja hann hafa gert það eftir að þingmenn Repúblikanaflokksins lýstu yfir áhyggjum af því að réttarhöldin litu ekki út fyrir að vera óhlutdræg. Öllum kröfum Demókrata um að leyfa vitni í réttarhöldunum var hafnað. Þegar leið á nóttina segir AP fréttaveitan að hiti hafi komið í mannskapinn og á einum tímapunkti þurfti John Roberts, forseti Hæstaréttar Bandaríkjanna sem stýrir réttarhöldunum, að skamma þingmenn fyrir orðaval þeirra. Hann sagði þeim að muna hvar þeir væru og að haga sér almennilega. Lögmenn forsetans stóðu fast á því að Trump hafi ekkert rangt gert og að embættisákærurnar gegn honum væru farsi. Þeir neituðu því ekki að Trump hafi beðið nýjan forseta Úkraínu um „greiða“ sem sneri að því að tilkynna rannsókn á meintri spillingu Joe Biden, sem er enn hvað líklegastur til að hljóta tilnefningu Demókrataflokksins til forsetakosninganna á árinu. Á sama tíma stöðvaði Trump afhendingu mikillar neyðaraðstoðar til Úkraínu, sem var lögbrot, samkvæmt óháðri eftirlitsstofnun, á sama tíma og Úkraína stendur í átökum við Rússa og aðskilnaðarsinna sem Rússar styðja. Nei, lögmenn forsetans héldu því ítrekað fram að Trump hafi ekkert gert af sér og ekkert tilefni hafi verið til að ákæra hann. Sjá einnig: Búist við baráttu við upphaf réttarhaldanna gegn Trump Adam Schiff hóf réttarhöldin með því að segja að stofnendur Bandaríkjanna hefðu sett embættisákærur í stjórnarskrá Bandaríkjanna vegna brota eins og þeirra sem Trump er sakaður um. Hann hafi misnotað vald sitt í eigin þágu, grafið undan öryggi Bandaríkjanna og krafið erlenda aðila til að hafa afskipti af kosningum í Bandaríkjunum. Varnir lögmanna Trump snerust að mestu leyti um það hve ósanngjörn rannsókn fulltrúadeildarinnar hafi verið. Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira
Öldungadeildarþingmenn Bandaríkjanna, samþykktu nú í morgun að fylgja þeim leikreglum sem Mitch McConnell, forseti öldungadeildarinnar, lagði til varðandi réttarhöldin yfir Donald Trump, forseta, fyrir embættisbrot. Atkvæðagreiðslan varðandi reglurnar fylgdi flokkslínum, þar sem 53 Repúblikanar greiddu atkvæði með tillögunni og 47 Demókratar greiddu atkvæði gegn henni. Þingið mun koma saman á nýjan leik í kvöld en umræðurnar sem voru að klárast stóðu yfir í þrettán klukkustundir. Demókratar lögðu fram breytingartillögur en þeim var nánast öllum hafnað. Einu breytingarnar sem gerðar voru á tillögum McConnell vörðuðu það að lengja tímann sem báðar hliðar fá í opnunarræður sínar. Sömuleiðis gerði McConnell sjálfur breytingar á tillögum sínum varðandi leikreglur réttarhaldanna, áður en þingið kom saman í gærkvöldi. Fjölmiðlar ytra segja hann hafa gert það eftir að þingmenn Repúblikanaflokksins lýstu yfir áhyggjum af því að réttarhöldin litu ekki út fyrir að vera óhlutdræg. Öllum kröfum Demókrata um að leyfa vitni í réttarhöldunum var hafnað. Þegar leið á nóttina segir AP fréttaveitan að hiti hafi komið í mannskapinn og á einum tímapunkti þurfti John Roberts, forseti Hæstaréttar Bandaríkjanna sem stýrir réttarhöldunum, að skamma þingmenn fyrir orðaval þeirra. Hann sagði þeim að muna hvar þeir væru og að haga sér almennilega. Lögmenn forsetans stóðu fast á því að Trump hafi ekkert rangt gert og að embættisákærurnar gegn honum væru farsi. Þeir neituðu því ekki að Trump hafi beðið nýjan forseta Úkraínu um „greiða“ sem sneri að því að tilkynna rannsókn á meintri spillingu Joe Biden, sem er enn hvað líklegastur til að hljóta tilnefningu Demókrataflokksins til forsetakosninganna á árinu. Á sama tíma stöðvaði Trump afhendingu mikillar neyðaraðstoðar til Úkraínu, sem var lögbrot, samkvæmt óháðri eftirlitsstofnun, á sama tíma og Úkraína stendur í átökum við Rússa og aðskilnaðarsinna sem Rússar styðja. Nei, lögmenn forsetans héldu því ítrekað fram að Trump hafi ekkert gert af sér og ekkert tilefni hafi verið til að ákæra hann. Sjá einnig: Búist við baráttu við upphaf réttarhaldanna gegn Trump Adam Schiff hóf réttarhöldin með því að segja að stofnendur Bandaríkjanna hefðu sett embættisákærur í stjórnarskrá Bandaríkjanna vegna brota eins og þeirra sem Trump er sakaður um. Hann hafi misnotað vald sitt í eigin þágu, grafið undan öryggi Bandaríkjanna og krafið erlenda aðila til að hafa afskipti af kosningum í Bandaríkjunum. Varnir lögmanna Trump snerust að mestu leyti um það hve ósanngjörn rannsókn fulltrúadeildarinnar hafi verið.
Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira