Samþykktu reglur McConnell eftir flokkslínum Samúel Karl Ólason skrifar 22. janúar 2020 07:14 Demókratar lögðu fram breytingartillögur en þeim var nánast öllum hafnað. Vísir/AP Öldungadeildarþingmenn Bandaríkjanna, samþykktu nú í morgun að fylgja þeim leikreglum sem Mitch McConnell, forseti öldungadeildarinnar, lagði til varðandi réttarhöldin yfir Donald Trump, forseta, fyrir embættisbrot. Atkvæðagreiðslan varðandi reglurnar fylgdi flokkslínum, þar sem 53 Repúblikanar greiddu atkvæði með tillögunni og 47 Demókratar greiddu atkvæði gegn henni. Þingið mun koma saman á nýjan leik í kvöld en umræðurnar sem voru að klárast stóðu yfir í þrettán klukkustundir. Demókratar lögðu fram breytingartillögur en þeim var nánast öllum hafnað. Einu breytingarnar sem gerðar voru á tillögum McConnell vörðuðu það að lengja tímann sem báðar hliðar fá í opnunarræður sínar. Sömuleiðis gerði McConnell sjálfur breytingar á tillögum sínum varðandi leikreglur réttarhaldanna, áður en þingið kom saman í gærkvöldi. Fjölmiðlar ytra segja hann hafa gert það eftir að þingmenn Repúblikanaflokksins lýstu yfir áhyggjum af því að réttarhöldin litu ekki út fyrir að vera óhlutdræg. Öllum kröfum Demókrata um að leyfa vitni í réttarhöldunum var hafnað. Þegar leið á nóttina segir AP fréttaveitan að hiti hafi komið í mannskapinn og á einum tímapunkti þurfti John Roberts, forseti Hæstaréttar Bandaríkjanna sem stýrir réttarhöldunum, að skamma þingmenn fyrir orðaval þeirra. Hann sagði þeim að muna hvar þeir væru og að haga sér almennilega. Lögmenn forsetans stóðu fast á því að Trump hafi ekkert rangt gert og að embættisákærurnar gegn honum væru farsi. Þeir neituðu því ekki að Trump hafi beðið nýjan forseta Úkraínu um „greiða“ sem sneri að því að tilkynna rannsókn á meintri spillingu Joe Biden, sem er enn hvað líklegastur til að hljóta tilnefningu Demókrataflokksins til forsetakosninganna á árinu. Á sama tíma stöðvaði Trump afhendingu mikillar neyðaraðstoðar til Úkraínu, sem var lögbrot, samkvæmt óháðri eftirlitsstofnun, á sama tíma og Úkraína stendur í átökum við Rússa og aðskilnaðarsinna sem Rússar styðja. Nei, lögmenn forsetans héldu því ítrekað fram að Trump hafi ekkert gert af sér og ekkert tilefni hafi verið til að ákæra hann. Sjá einnig: Búist við baráttu við upphaf réttarhaldanna gegn Trump Adam Schiff hóf réttarhöldin með því að segja að stofnendur Bandaríkjanna hefðu sett embættisákærur í stjórnarskrá Bandaríkjanna vegna brota eins og þeirra sem Trump er sakaður um. Hann hafi misnotað vald sitt í eigin þágu, grafið undan öryggi Bandaríkjanna og krafið erlenda aðila til að hafa afskipti af kosningum í Bandaríkjunum. Varnir lögmanna Trump snerust að mestu leyti um það hve ósanngjörn rannsókn fulltrúadeildarinnar hafi verið. Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira
Öldungadeildarþingmenn Bandaríkjanna, samþykktu nú í morgun að fylgja þeim leikreglum sem Mitch McConnell, forseti öldungadeildarinnar, lagði til varðandi réttarhöldin yfir Donald Trump, forseta, fyrir embættisbrot. Atkvæðagreiðslan varðandi reglurnar fylgdi flokkslínum, þar sem 53 Repúblikanar greiddu atkvæði með tillögunni og 47 Demókratar greiddu atkvæði gegn henni. Þingið mun koma saman á nýjan leik í kvöld en umræðurnar sem voru að klárast stóðu yfir í þrettán klukkustundir. Demókratar lögðu fram breytingartillögur en þeim var nánast öllum hafnað. Einu breytingarnar sem gerðar voru á tillögum McConnell vörðuðu það að lengja tímann sem báðar hliðar fá í opnunarræður sínar. Sömuleiðis gerði McConnell sjálfur breytingar á tillögum sínum varðandi leikreglur réttarhaldanna, áður en þingið kom saman í gærkvöldi. Fjölmiðlar ytra segja hann hafa gert það eftir að þingmenn Repúblikanaflokksins lýstu yfir áhyggjum af því að réttarhöldin litu ekki út fyrir að vera óhlutdræg. Öllum kröfum Demókrata um að leyfa vitni í réttarhöldunum var hafnað. Þegar leið á nóttina segir AP fréttaveitan að hiti hafi komið í mannskapinn og á einum tímapunkti þurfti John Roberts, forseti Hæstaréttar Bandaríkjanna sem stýrir réttarhöldunum, að skamma þingmenn fyrir orðaval þeirra. Hann sagði þeim að muna hvar þeir væru og að haga sér almennilega. Lögmenn forsetans stóðu fast á því að Trump hafi ekkert rangt gert og að embættisákærurnar gegn honum væru farsi. Þeir neituðu því ekki að Trump hafi beðið nýjan forseta Úkraínu um „greiða“ sem sneri að því að tilkynna rannsókn á meintri spillingu Joe Biden, sem er enn hvað líklegastur til að hljóta tilnefningu Demókrataflokksins til forsetakosninganna á árinu. Á sama tíma stöðvaði Trump afhendingu mikillar neyðaraðstoðar til Úkraínu, sem var lögbrot, samkvæmt óháðri eftirlitsstofnun, á sama tíma og Úkraína stendur í átökum við Rússa og aðskilnaðarsinna sem Rússar styðja. Nei, lögmenn forsetans héldu því ítrekað fram að Trump hafi ekkert gert af sér og ekkert tilefni hafi verið til að ákæra hann. Sjá einnig: Búist við baráttu við upphaf réttarhaldanna gegn Trump Adam Schiff hóf réttarhöldin með því að segja að stofnendur Bandaríkjanna hefðu sett embættisákærur í stjórnarskrá Bandaríkjanna vegna brota eins og þeirra sem Trump er sakaður um. Hann hafi misnotað vald sitt í eigin þágu, grafið undan öryggi Bandaríkjanna og krafið erlenda aðila til að hafa afskipti af kosningum í Bandaríkjunum. Varnir lögmanna Trump snerust að mestu leyti um það hve ósanngjörn rannsókn fulltrúadeildarinnar hafi verið.
Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira