Íslenski boltinn

Segir að á Ís­landi sé spennandi deild sem hefur yfir­sést

Anton Ingi Leifsson skrifar
Valgeir í leik með HK síðasta sumar.
Valgeir í leik með HK síðasta sumar. VÍSIR/BÁRA

HK-ingurinn Valgeir Valgeirsson er nú á reynslu hjá AaB eins og Vísir greindi frá í gær.

AaB er frá Álaborg og leikur í dönsku úrvalsdeildinni en Valgeir spilaði í æfingaleik gegn AGF í gær.

AaB vann 2-0 sigur í leiknum en Valgeir spilaði fyrri hálfleikinn. Bæði mörk Álaborgar-liðsins komu í fyrri hálfleik





Valgeir hefur áður verið á reynslu hjá Bröndby en Thomas Bælum, yfirmaður knattspyrnumála hjá AaB, segir margt spennandi í leik Valgeirs.

„Íslenska deildin er spennandi að kíkja á. Leikmennirnir þar eru sterkir líkamlega og hafa styrk sem er athyglisverður. Þetta er staður sem hefur yfirsést,“ sagði Bælum við bold.dk.

„Við höfum ekki verið þar að skoða Valgeir en við höfum séð myndbönd og það var spennandi svo við spurðum félagið hvort að við mættum sjá hann í eina viku.“

Valgeir hefur verið hluti af U19-ára landsliði Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×