„Ég hef ekkert að fela“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 22. janúar 2020 12:45 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir hvorki sig né ráðuneyti sitt hafa neitt að fela í tengslum við Samherjamálið. Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir mörgum spurningum ósvarað varðandi hæfi ráðherra. Kristján Þór mætti á opinn fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun í tengslum við frumkvæðisathugun nefndarinnar á hæfi ráðherra í ljósi stöðu hans gagnvart útgerðarfyrirtækinu Samherja.Sjá einnig: Engin tengsl við Samherja nema áratugakunningsskapur við eigandann Fátt nýtt kom fram í máli ráðherra umfram það sem hann hefur áður sagt í framhaldi af umfjöllun um Samherjaskjölin svokölluðu. Hann ítrekaði að hann hefði ekkert að fela og að hann hafi engra hagsmuna að gæta gagnvart Samherja. Hann var á fundinum meðal annars mikið spurður um hæfisreglur stjórnsýsluréttarins. „Það er alveg ljóst að í hæfisreglum stjórnsýslunnar eru þónokkuð af matskenndum hlutum sem varað hæfi og það getur vel verið að það eigi eftir og þurfi að skýra þær eftir því sem að tíminn líður og menn fá fordæmi og reynslu af stjórnsýsluathöfnum sem kunna að leiða til þess að einhver svona matskennd ákvæði verði skýrð frekar en raun ber vitni í dag,“ segir Kristján Þór í samtali við fréttastofu, spurður hvort hann telji gildandi reglur nógu skýrar. Hann sé aftur á móti ekki best til þess fallinn að svara því en hann reyni eftir bestu getu að framfylgja þeim reglum sem gildi. Svarar eftir bestu getu Aðspurður kveðst hann ekki óttast að framvinda málsins við frumkvæðisathugun nefndarinnar kunni að leiða eitthvað í ljós sem verði til þess að hann endurmeti stöðu sína. „Ég óttast ekkert í þessum efnum. Ég held að þetta sé bara eðlilegur gangur þingræðis, það er að segja að nefndin hefur rétt til að óska eftir þessari frumkvæðisathugun og það ber bara að virða það og bregðast við með sem öruggustum og skjótustum hætti og leggja sig fram við það að gefa sem best svör við þeim spurningum sem þar koma upp,“ segir Kristján Þór. Kristján Þór mætti á fund nefndarinnar ásamt Kristjáni Skarphéðinssyni, ráðuneytisstjóra atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins.Vísir/Vilhelm „Ég hef ekkert að fela í þessum efnum og bregst við hvenær sem eftir því er leitað til þess að ræða þetta og það er bara sjálfsagður hlutur.“ Grunar að ekki sé nógu vel staðið að hagsmunamati Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata og formaður nefndarinnar, telur að enn sé ýmsum spurningum ósvarað, einkum hvað varðar það hversu víðtækt eða þröngt reglur um hæfi séu túlkaðar. „Það þarf að hafa þetta hagsmunamat og ég mun spyrja nánar út í það vegna þess að mér hefur ekki fundist koma skýrt fram hvort að það fari fram og mig grunar að það geri það ekki nógu vel og ekki nógu mikið,“ segir Þórhildur Sunna. „Þetta var ágætur fundur og ég held að hann hafi kannski kristallað þennan ágreining sem er uppi um hvar hæfisreglur stjórnsýsluréttarins skipta máli. Það hefur verið þessi þröngi fókus á stjórnsýsluúrskurði og ákvarðanir sem við höfum verið að gagnrýna og ég lít svo á að þessu fókus, hann sé ennþá til staðar. Hann hafi kannski víkkað aðeins út í huga ráðherra og ráðuneytisstjóra við þennan fund. Við ræddum mikið þessar hæfisreglur og hvenær þær gilda og hvernig og mér finnst ennþá þurfa að skýra betur hvernig ráðherra á að sinna sínum athafna- og eftirlitsskyldum miðað við þessi tengsl. Sérstaklega ef það þarf að grípa til sérstakra ráðstafanna útaf Samherja sjálfum,“ segir Þórhildur Sunna. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.Vísir/Vilhelm Spurð hvort hún sé að fundinum loknum enn þeirrar skoðunar að Kristján Þór eigi að víkja, segir hún svo vera. „Ég hef alltaf sagt að mér finnst að hann eigi að víkja á meðan þetta Samherjamál gengur yfir okkur. Ég hef ekki breytt þeirri skoðun minni. En ráðherra ber auðvitað sjálfur, og meirihluti Alþingis, ábyrgð á því að hann sitji sem fastast,“ segir Þórhildur Sunna. Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins er framsögumaður frumkvæðisathugunarinnar í nefndinni. Hún segir ekki liggja fyrir nákvæmlega hver næstu skref verða í málinu. „Við eigum eftir að taka ákvörðun um það. Við förum yfir málið og það sem fram kom á fundinum. En það er líklegt að málið verði ekkert á dagskrá nefndarinnar aftur fyrr en í annarri viku héðan frá því það er ekki fundur til dæmis næsta mánudag,“ segir Líneik í samtali við fréttastofu. Í sjálfu sér sé enginn fyrir fram ákveðinn tímarammi sem nefndin vinni út frá varðandi það hvenær frumkvæðisathuguninni verði lokið. Nefndarmenn í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd spurðu ráðherra spjörunum úr.Vísir/Vilhelm Alþingi Samherjaskjölin Sjávarútvegur Stjórnsýsla Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir hvorki sig né ráðuneyti sitt hafa neitt að fela í tengslum við Samherjamálið. Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir mörgum spurningum ósvarað varðandi hæfi ráðherra. Kristján Þór mætti á opinn fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun í tengslum við frumkvæðisathugun nefndarinnar á hæfi ráðherra í ljósi stöðu hans gagnvart útgerðarfyrirtækinu Samherja.Sjá einnig: Engin tengsl við Samherja nema áratugakunningsskapur við eigandann Fátt nýtt kom fram í máli ráðherra umfram það sem hann hefur áður sagt í framhaldi af umfjöllun um Samherjaskjölin svokölluðu. Hann ítrekaði að hann hefði ekkert að fela og að hann hafi engra hagsmuna að gæta gagnvart Samherja. Hann var á fundinum meðal annars mikið spurður um hæfisreglur stjórnsýsluréttarins. „Það er alveg ljóst að í hæfisreglum stjórnsýslunnar eru þónokkuð af matskenndum hlutum sem varað hæfi og það getur vel verið að það eigi eftir og þurfi að skýra þær eftir því sem að tíminn líður og menn fá fordæmi og reynslu af stjórnsýsluathöfnum sem kunna að leiða til þess að einhver svona matskennd ákvæði verði skýrð frekar en raun ber vitni í dag,“ segir Kristján Þór í samtali við fréttastofu, spurður hvort hann telji gildandi reglur nógu skýrar. Hann sé aftur á móti ekki best til þess fallinn að svara því en hann reyni eftir bestu getu að framfylgja þeim reglum sem gildi. Svarar eftir bestu getu Aðspurður kveðst hann ekki óttast að framvinda málsins við frumkvæðisathugun nefndarinnar kunni að leiða eitthvað í ljós sem verði til þess að hann endurmeti stöðu sína. „Ég óttast ekkert í þessum efnum. Ég held að þetta sé bara eðlilegur gangur þingræðis, það er að segja að nefndin hefur rétt til að óska eftir þessari frumkvæðisathugun og það ber bara að virða það og bregðast við með sem öruggustum og skjótustum hætti og leggja sig fram við það að gefa sem best svör við þeim spurningum sem þar koma upp,“ segir Kristján Þór. Kristján Þór mætti á fund nefndarinnar ásamt Kristjáni Skarphéðinssyni, ráðuneytisstjóra atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins.Vísir/Vilhelm „Ég hef ekkert að fela í þessum efnum og bregst við hvenær sem eftir því er leitað til þess að ræða þetta og það er bara sjálfsagður hlutur.“ Grunar að ekki sé nógu vel staðið að hagsmunamati Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata og formaður nefndarinnar, telur að enn sé ýmsum spurningum ósvarað, einkum hvað varðar það hversu víðtækt eða þröngt reglur um hæfi séu túlkaðar. „Það þarf að hafa þetta hagsmunamat og ég mun spyrja nánar út í það vegna þess að mér hefur ekki fundist koma skýrt fram hvort að það fari fram og mig grunar að það geri það ekki nógu vel og ekki nógu mikið,“ segir Þórhildur Sunna. „Þetta var ágætur fundur og ég held að hann hafi kannski kristallað þennan ágreining sem er uppi um hvar hæfisreglur stjórnsýsluréttarins skipta máli. Það hefur verið þessi þröngi fókus á stjórnsýsluúrskurði og ákvarðanir sem við höfum verið að gagnrýna og ég lít svo á að þessu fókus, hann sé ennþá til staðar. Hann hafi kannski víkkað aðeins út í huga ráðherra og ráðuneytisstjóra við þennan fund. Við ræddum mikið þessar hæfisreglur og hvenær þær gilda og hvernig og mér finnst ennþá þurfa að skýra betur hvernig ráðherra á að sinna sínum athafna- og eftirlitsskyldum miðað við þessi tengsl. Sérstaklega ef það þarf að grípa til sérstakra ráðstafanna útaf Samherja sjálfum,“ segir Þórhildur Sunna. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.Vísir/Vilhelm Spurð hvort hún sé að fundinum loknum enn þeirrar skoðunar að Kristján Þór eigi að víkja, segir hún svo vera. „Ég hef alltaf sagt að mér finnst að hann eigi að víkja á meðan þetta Samherjamál gengur yfir okkur. Ég hef ekki breytt þeirri skoðun minni. En ráðherra ber auðvitað sjálfur, og meirihluti Alþingis, ábyrgð á því að hann sitji sem fastast,“ segir Þórhildur Sunna. Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins er framsögumaður frumkvæðisathugunarinnar í nefndinni. Hún segir ekki liggja fyrir nákvæmlega hver næstu skref verða í málinu. „Við eigum eftir að taka ákvörðun um það. Við förum yfir málið og það sem fram kom á fundinum. En það er líklegt að málið verði ekkert á dagskrá nefndarinnar aftur fyrr en í annarri viku héðan frá því það er ekki fundur til dæmis næsta mánudag,“ segir Líneik í samtali við fréttastofu. Í sjálfu sér sé enginn fyrir fram ákveðinn tímarammi sem nefndin vinni út frá varðandi það hvenær frumkvæðisathuguninni verði lokið. Nefndarmenn í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd spurðu ráðherra spjörunum úr.Vísir/Vilhelm
Alþingi Samherjaskjölin Sjávarútvegur Stjórnsýsla Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira