Innlent

Fá fimm milljónir í bætur frá ríkinu vegna andláts barns síns

Kjartan Kjartansson skrifar
Nói Hrafn lést fimm dögum eftir fæðingu af völdum heilaskaða sem hann varð fyrir í fæðingu.
Nói Hrafn lést fimm dögum eftir fæðingu af völdum heilaskaða sem hann varð fyrir í fæðingu. Vísir/Vilhelm

Samkomulag hefur náðst um að ríkið greiði foreldrum nýfædds barns sem lést vegna alvarlegra mistaka á fæðingardeild Landspítalans árið 2015 fimm milljónir króna í miskabætur. Sonur hjónanna varð fyrir heilaskaða í fæðingu og lést fimm dögum síðar.

RÚV sagði frá miskabótunum til Sigríðar Eyrúnar Friðriksdóttur og Karls Olgeirssonar vegna dauða sonar þeirra, Nóa Hrafns, í útvarpsfréttum sínum í kvöld. Þau stefndu Landspítalanum vegna alvarlegra mistaka starfsfólks spítalans sem eru talin hafa valdið dauða drengsins. Lögreglan hefur jafnframt haft málið til rannsóknar.

Vanræksla ljósmæðra og sérfræðilæknis voru talin hafa leitt til dauða Nóa Hrafns, samkvæmt mati landlæknis. Spítalinn gekkst við mistökunum.


Tengdar fréttir

Stefna Land­spítalanum vegna and­láts barns

Þau Sigríður Eyrún Friðriksdóttir og Karl Olgeirsson hafa stefnt Landspítalanum til greiðslu miska- og skaðabóta vegna alvarlegra mistaka starfsfólks á fæðingardeild spítalans í ársbyrjun 2015.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×